Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2025 22:19 Stuðningsmenn finnska liðsins KuPS höfðu sannarlega ástæðu til að fagna eftir hetjulegt jafntefli við Crystal Palace í Lundúnum sem skaut þeim finnsku áfram í umspil. Mike Hewitt/Getty Images Deildarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta lauk í kvöld með fjölda leikja. Íslendingaliðin riðu ekki feitum hesti en komust mörg hver í umspil. Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld, að leikmönnum Breiðabliks undantöldum. Blikar töpuðu 3-1 fyrir Strasbourg í Frakklandi eftir hetjulega baráttu en sá sigur tryggði þeim frönsku toppsæti deildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum. Rakow Czestochowa frá Póllandi hafnar í öðru sæti eftir sigur í kvöld en Sparta Prag frá Tékklandi, Rayo Vallecano frá Spáni, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, Mainz frá Þýskalandi, AEK Larnaca frá Kýpur og AEK Aþena frá Grikklandi eru einnig á meðal átta efstu liðanna sem fara beint í 16-liða úrslitin. Aþenulið AEK fer beint áfram eftir jöfnunarmark á 98. mínútu og sigur mark á fimmtándu mínútu uppbótartíma gegn Craiova frá Rúmeníu í kvöld. Með þeim sigri fer AEK upp fyrir Lausanne frá Sviss sem fer á móti í umspilið, þrátt fyrir 1-0 sigur á Fiorentina frá Ítalíu. Albert Guðmundsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir heillum horfið lið Fiorentina sem fer ásamt Lausanne í umspilið. Alls eru það 16 lið á eftir þeim átta efstu, í 9.-24. sæti, sem fara áfram í umspil þar sem keppt er um að mæta áðurnefndum liðum í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar á meðal er Samsunspor en Logi Tómasson spilaði allan leikinn í 2-0 tapi fyrir Mainz frá Þýskalandi í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var þá í liði Noah frá Armeníu sem tapaði 2-0 fyrir Dýnamó Kíev en Noah fer í umspil, annað en úkraínska liðið. Finnska liðið KuPS, sem gerði markalaust jafntefli við Breiðablik fyrr í haust, gerði sér lítið fyrir og náði í 2-2 jafntefli við Crystal Palace. Þau úrslit gera að verkum að KuPS fer í umspilið og einnig Crystal Palace. KuPS væri úr leik með tapi þar og Palace hefði farið beint í 16-liða úrslit með sigri. Kjartan Már Kjartansson spilaði ekki fyrir Aberdeen í 3-0 tapi fyrir Sparta Prag og Gísli Gottskálk Þórðarson er meiddur og missti af 2-1 sigri Lech Poznan gegn Sigma Olomouc. Liðin sem fara í 16-liða úrslit: Strasbourg Rakow Czestochowa AEK Aþena Sparta Prag Rayo Vallecano Shakhtar Donetsk Mainz frá Þýskalandi AEK Larnaca Liðin sem fara í umspil: Lausanne Crystal Palace Lech Poznan Samsunspor Celje AZ Alkmaar Fiorentina Rijeka Jagiellonia Bialystok Omonia Nicosia Noah Drita KuPS Shkendija Zrinjski Mostar Sigma Olomouc Úrslit kvöldsins AEK Aþena 3-2 Craiova AEK Larnaca 1-0 Shkendija AZ Alkmaar 0-0 Jagiellonia Crystal Palace 2-2 KuPS Dynamo Kíev 2-0 Noah Lausanne 1-0 Fiorentina Legia Varsjá 4-1 Lincoln Red Imps Mainz 2-0 Samsunspor Celje 0-0 Shelbourne Omonia Nicosia 0-1 Rakow Rayo Vallecano 3-0 Drita Sigma Olomouc 1-2 Lech Poznan Shakhtar Donetsk 0-0 Rijeka Shamrock Rovers 2-1 Hamrun Spartans Slovan Bratislava 1-0 Hacken Sparta Prag 3-0 Aberdeen Strasbourg 3-1 Breiðablik Zrinjski Mostar 1-1 Rapid Vín Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld, að leikmönnum Breiðabliks undantöldum. Blikar töpuðu 3-1 fyrir Strasbourg í Frakklandi eftir hetjulega baráttu en sá sigur tryggði þeim frönsku toppsæti deildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum. Rakow Czestochowa frá Póllandi hafnar í öðru sæti eftir sigur í kvöld en Sparta Prag frá Tékklandi, Rayo Vallecano frá Spáni, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, Mainz frá Þýskalandi, AEK Larnaca frá Kýpur og AEK Aþena frá Grikklandi eru einnig á meðal átta efstu liðanna sem fara beint í 16-liða úrslitin. Aþenulið AEK fer beint áfram eftir jöfnunarmark á 98. mínútu og sigur mark á fimmtándu mínútu uppbótartíma gegn Craiova frá Rúmeníu í kvöld. Með þeim sigri fer AEK upp fyrir Lausanne frá Sviss sem fer á móti í umspilið, þrátt fyrir 1-0 sigur á Fiorentina frá Ítalíu. Albert Guðmundsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir heillum horfið lið Fiorentina sem fer ásamt Lausanne í umspilið. Alls eru það 16 lið á eftir þeim átta efstu, í 9.-24. sæti, sem fara áfram í umspil þar sem keppt er um að mæta áðurnefndum liðum í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar á meðal er Samsunspor en Logi Tómasson spilaði allan leikinn í 2-0 tapi fyrir Mainz frá Þýskalandi í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var þá í liði Noah frá Armeníu sem tapaði 2-0 fyrir Dýnamó Kíev en Noah fer í umspil, annað en úkraínska liðið. Finnska liðið KuPS, sem gerði markalaust jafntefli við Breiðablik fyrr í haust, gerði sér lítið fyrir og náði í 2-2 jafntefli við Crystal Palace. Þau úrslit gera að verkum að KuPS fer í umspilið og einnig Crystal Palace. KuPS væri úr leik með tapi þar og Palace hefði farið beint í 16-liða úrslit með sigri. Kjartan Már Kjartansson spilaði ekki fyrir Aberdeen í 3-0 tapi fyrir Sparta Prag og Gísli Gottskálk Þórðarson er meiddur og missti af 2-1 sigri Lech Poznan gegn Sigma Olomouc. Liðin sem fara í 16-liða úrslit: Strasbourg Rakow Czestochowa AEK Aþena Sparta Prag Rayo Vallecano Shakhtar Donetsk Mainz frá Þýskalandi AEK Larnaca Liðin sem fara í umspil: Lausanne Crystal Palace Lech Poznan Samsunspor Celje AZ Alkmaar Fiorentina Rijeka Jagiellonia Bialystok Omonia Nicosia Noah Drita KuPS Shkendija Zrinjski Mostar Sigma Olomouc Úrslit kvöldsins AEK Aþena 3-2 Craiova AEK Larnaca 1-0 Shkendija AZ Alkmaar 0-0 Jagiellonia Crystal Palace 2-2 KuPS Dynamo Kíev 2-0 Noah Lausanne 1-0 Fiorentina Legia Varsjá 4-1 Lincoln Red Imps Mainz 2-0 Samsunspor Celje 0-0 Shelbourne Omonia Nicosia 0-1 Rakow Rayo Vallecano 3-0 Drita Sigma Olomouc 1-2 Lech Poznan Shakhtar Donetsk 0-0 Rijeka Shamrock Rovers 2-1 Hamrun Spartans Slovan Bratislava 1-0 Hacken Sparta Prag 3-0 Aberdeen Strasbourg 3-1 Breiðablik Zrinjski Mostar 1-1 Rapid Vín
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira