Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2026 09:31 Michael Keane fær hér rauða spjaldið eftir að dómarinn fór í skjáinn til að skoða betur hártog miðvarðarins. Getty/Chris Brunskill Everton endaði leikinn á níu vellinum þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. David Moyes knattspyrnustjóri Everton var æfur yfir að hans mati „fáránlegri“ ákvörðun sem leiddi til þess að Michael Keane var rekinn af velli fyrir að toga í hár Tolu Arokodare. Everton-leikmennirnir Michael Keane og Jack Grealish fengu báðir rauða spjaldið í lokakafla leiksins þar sem botnlið Wolves, sem virðist örugglega fallið, var hársbreidd frá því að stela sigrinum í blálokin. Lítið benti þó til þeirrar dramatíkur og ringulreiðar framan af leik. Tvö rauð spjöld á síðustu sjö mínútunum Allt breyttist þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar Keane fékk beint rautt spjald eftir langa íhlutun myndbandsdómara (VAR) í kjölfar samstuðs í loftinu við Tolu Arokodare, þar sem varnarmaðurinn virtist hafa togað í hár framherja Wolves. Grealish fylgdi honum svo af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald fyrir mótmæli en Grealish klappaði þá kaldhæðnislega fyrir einni ákvörðun dómarans sem gaf hinum seinna gula fyrir það og það með rautt. Klippa: Rauða spjald Michael Keane á móti Úlfunum Moyes var líklega alveg jafn svekktur yfir því hvernig lið hans hleypti neðsta liði deildarinnar aftur inn í leikinn þegar hinn átján ára gamli Matheus Mane skoraði í öðrum leiknum í röð, en hann beindi spjótum sínum samt að dómurunum. „Þetta er ekki ofbeldisfullt“ „Þetta er ekki ofbeldisfullt, þetta er ekki harkalegt og þetta er ekki viljandi, þannig að allt þetta sem ég hef sagt þýðir að þetta hefði ekki átt að vera rautt spjald,“ sagði Moyes eftir að lið hans missti af tækifæri til að komast þremur stigum frá fjórða sætinu í deildinni. „Mér fannst þetta virkilega slök ákvörðun að senda hann til að skoða skjáinn til að byrja með. Það var togað í hárið á [Marc] Cucurella [af João Neves í úrslitaleik HM félagsliða] – ofbeldisfull hegðun, viljandi athæfi, ekkert vandamál með það,“ sagði Moyes „En þetta gerðist í leiknum, þegar bolti kom upp og nema þú hafir spilað leikinn skilurðu þetta kannski ekki. Ég hef verið miðvörður og það er engin leið að ég sé að stökkva til að ná hærra en stór miðherji og hugsa: ‚Já, og á meðan ég stekk hærra en hann ætla ég að toga í hárið á honum.‘“ Þekkir engan á þessari plánetu „Ég þekki engan á þessari plánetu sem er nógu góður til að hugsa þannig þegar hann stekkur upp. Mér fannst þetta fáránleg ákvörðun hjá dómaranum, en enn frekar hjá VAR. Mér fannst fáránleikinn koma frá VAR,“ sagði Moyes. Klippa: Rauða spjald Jack Grealish á móti Úlfunum „Þetta getur ekki verið ofbeldisfull hegðun. Ég skil bara ekki hvernig þetta réttlætir brottvísun. Af hverju ætti þetta að vera rautt spjald á meðan við látum annað afskiptalaust? Fáránlegt, vonlaust,“ sagði Moyes. Moyes var ekki jafn málglaður um skapofsa Grealish, sem mun þynna enn frekar þunnan leikmannahóp hans þar sem Keane er nú í þriggja leikja banni. Aðspurður hvort þetta væri eitthvað sem hann þyrfti að taka á, ekki aðeins með leikmanninum heldur einnig með restinni af hópnum, bætti hann við: „Ég er þegar búinn að því,“ sagði Moyes. Hér fyrir ofan má sjá þessi tvö rauðu spjöld. Enski boltinn Everton FC Wolverhampton Wanderers Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Everton-leikmennirnir Michael Keane og Jack Grealish fengu báðir rauða spjaldið í lokakafla leiksins þar sem botnlið Wolves, sem virðist örugglega fallið, var hársbreidd frá því að stela sigrinum í blálokin. Lítið benti þó til þeirrar dramatíkur og ringulreiðar framan af leik. Tvö rauð spjöld á síðustu sjö mínútunum Allt breyttist þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma þegar Keane fékk beint rautt spjald eftir langa íhlutun myndbandsdómara (VAR) í kjölfar samstuðs í loftinu við Tolu Arokodare, þar sem varnarmaðurinn virtist hafa togað í hár framherja Wolves. Grealish fylgdi honum svo af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald fyrir mótmæli en Grealish klappaði þá kaldhæðnislega fyrir einni ákvörðun dómarans sem gaf hinum seinna gula fyrir það og það með rautt. Klippa: Rauða spjald Michael Keane á móti Úlfunum Moyes var líklega alveg jafn svekktur yfir því hvernig lið hans hleypti neðsta liði deildarinnar aftur inn í leikinn þegar hinn átján ára gamli Matheus Mane skoraði í öðrum leiknum í röð, en hann beindi spjótum sínum samt að dómurunum. „Þetta er ekki ofbeldisfullt“ „Þetta er ekki ofbeldisfullt, þetta er ekki harkalegt og þetta er ekki viljandi, þannig að allt þetta sem ég hef sagt þýðir að þetta hefði ekki átt að vera rautt spjald,“ sagði Moyes eftir að lið hans missti af tækifæri til að komast þremur stigum frá fjórða sætinu í deildinni. „Mér fannst þetta virkilega slök ákvörðun að senda hann til að skoða skjáinn til að byrja með. Það var togað í hárið á [Marc] Cucurella [af João Neves í úrslitaleik HM félagsliða] – ofbeldisfull hegðun, viljandi athæfi, ekkert vandamál með það,“ sagði Moyes „En þetta gerðist í leiknum, þegar bolti kom upp og nema þú hafir spilað leikinn skilurðu þetta kannski ekki. Ég hef verið miðvörður og það er engin leið að ég sé að stökkva til að ná hærra en stór miðherji og hugsa: ‚Já, og á meðan ég stekk hærra en hann ætla ég að toga í hárið á honum.‘“ Þekkir engan á þessari plánetu „Ég þekki engan á þessari plánetu sem er nógu góður til að hugsa þannig þegar hann stekkur upp. Mér fannst þetta fáránleg ákvörðun hjá dómaranum, en enn frekar hjá VAR. Mér fannst fáránleikinn koma frá VAR,“ sagði Moyes. Klippa: Rauða spjald Jack Grealish á móti Úlfunum „Þetta getur ekki verið ofbeldisfull hegðun. Ég skil bara ekki hvernig þetta réttlætir brottvísun. Af hverju ætti þetta að vera rautt spjald á meðan við látum annað afskiptalaust? Fáránlegt, vonlaust,“ sagði Moyes. Moyes var ekki jafn málglaður um skapofsa Grealish, sem mun þynna enn frekar þunnan leikmannahóp hans þar sem Keane er nú í þriggja leikja banni. Aðspurður hvort þetta væri eitthvað sem hann þyrfti að taka á, ekki aðeins með leikmanninum heldur einnig með restinni af hópnum, bætti hann við: „Ég er þegar búinn að því,“ sagði Moyes. Hér fyrir ofan má sjá þessi tvö rauðu spjöld.
Enski boltinn Everton FC Wolverhampton Wanderers Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira