Upp­gjörið: Grinda­vík - Álfta­nes 83-78 | Sigur­ganga toppliðsins heldur á­fram eftir mikla spennu

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Daniel Mortensen og félagar eru á toppi Bónus-deildarinnar.
Daniel Mortensen og félagar eru á toppi Bónus-deildarinnar. vísir/Diego

Grindavík sigraði Álftanes 83-78 í 14. umferð Bónus deildarinnar í kvöld. Allt var í járnum en Grindvíkingum tókst að sigla sigrinum heim á lokamínútum leiksins.

Grindvíkingar byrjuðu leikinn af krafti á meðan það gekk illa fyrir Álftnesinga að koma boltanum ofan í körfuna. Álftnesingar voru hins vegar aldrei langt undan og var mikil barátta í liðinu. 24-19 var staðan eftir fyrsta leikhlutann.

Það gekk afar vel hjá Grindvíkingum í öðrum leikhluta og komst liðið í 15 stiga forystu þegar leið á. Álftnesingar gáfust þó ekki upp og náðu á loka mínútu leikhlutans að komast þremur stigum yfir. Grindvíkingar nýttu þó síðustu sekúndurnar og jöfnuðu metin, 43-43 og þannig héldu liðin inn í klefa í hálfleik.

Það var allt í járnum í þriðja og fjórða leikhluta og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin. Þegar leið á fjórða leikhlutann náðu Grindvíkingar 5 stiga forystu og þá var brekka fyrir Álftanes að koma til baka.

Mistök í sókn og vörn leiddu því til þess að Álftnesingar komust ekki nær sigrinum. Frábær sigur hjá Grindvíkingum sem auka forystu sína á toppi deildarinnar.

Atvik leiksins

Það var ekkert sérstakt atvik að mínu mati en Jordan Semple átti frábæran seinni hálfleik sem hjálpaði heimamönnum gífurlega í að sækja sigurinn.

Stjörnur og skúrkar

Khalil Shabazz var öflugur fyrir Grindavík með 23 stig, 5 frákást og 5 stoðsendingar. Ólafur Óla var svo næstur með 16 stig og 14 fráköst.

Ade Murphy var stigahæstur hjá Álftnesingum með 22 stig, 13 fráköst og 2 stoðsendingar. David Okeke kom þar næstur með 17 stig og 10 fráköst.

Stemning og umgjörð

Það var góð mæting fyrir þá sem gerðu sér ferð í HS Orku-höllina í Grindavík. Það var mikil orka og stemning í stúkunni og stuðningsmenn létu vel í sér heyra.

Dómarar

Bjarki Þór Davíðsson, Sigmundur Már Herbertsson og Bergur Daði Ágústsson stóðu vaktina á parketinu í kvöld og stóðu sig með prýði.

Viðtöl

Helgi Már Magnússon: „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“

Ólafur Ólafsson: Mæta með töffaraskap og baráttu

Óli Óla var öflugur fyrir Grindavík í kvöld.Pawel Cieslikiewicz

„Við þurftum að finna swagið okkar aftur og mér fannst við gera það mjög vel í dag. Mæta aftur með töffaraskap og baráttu og vera á fullu allan tímann, þannig ég er mjög sáttur með allt í dag.“

Hjalti Þór Vilhjálmsson: Lélegur leikur

Hjalti var ósáttur með frammistöðu liðsins í kvöld.Vísir/Hulda Margrét

„Þó að þetta hafi verið jafn leikur og allt það að þá var þetta ofboðslega lélegur leikur.“

„Jafn var hann og það var spenna í þessu, bæði lið voru ofboðslega döpur eitthvað og allt hægt. Það vantaði allt physicality hjá okkur og það vantaði bara töluvert upp á.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira