Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. janúar 2026 07:00 Róbert Orri Pétursson er tveggja drengja stjúppabbi og að vinna í meistararitgerðinni sinni í lögfræði. Róbert ræðir við okkur í dag um það sem allar fjölskyldur þekkja en enginn talar um: Að taka saman við maka sem á börn fyrir og verða stjúpforeldri. Vísir/Vilhelm Það eru eflaust til ófá samfélög jafn vön því og á Íslandi að fjölskyldur séu samsettur hópur með einhverjum hætti og að börn séu alin upp af stjúpforeldri. Jafnvel tveimur stjúpforeldrum. Því nú er algengt að börn búi viku og viku hjá kynforeldrum, sem síðan eiga sinn maka og því geta foreldrarnir allt í allt talist sem fjórir: mamman og stjúppabbinn og síðan pabbinn og stjúpmamman. Að vera stjúpforeldri á Íslandi er því eitthvað sem fæstum finnst nokkuð tiltökumál og þar sem Ísland er ekki samfélag fjölskyldunafna er varla að í samfélaginu séum við nokkuð að verða vör við það hver er hvað eða hver á hvað og svo framvegis. Aðalmálið er bara að allt gangi vel, er það ekki? Í dag ætlum við hins vegar að tala aðeins um það sem enginn talar um en allir þekkja: Þegar einstaklingur gengur inn í parsamband og verður við það stjúpforeldri. Við kynnumst Róberti Orra Péturssyni, sem um þessar mundir er að vinna í meistararitgerðinni sinni í lögfræði, og ræðir því bæði persónulegu hliðina og lítillega um regluverkið og barnalögin. Í Áskorun fjöllum við um erfiðu málin en líka allt það jákvæða og góða sem getur byggt okkur upp eða hvatt aðra til dáða. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um öll lífsins verkefni. Fjölskyldan: Róbert með kærustunni Rakel Ýr Eyþórsdóttur og stjúpsonunum sem augljóslega bræða hjörtu: Jón Wiggo Thorell (f.2015) og Gunnlaug Viðar Brynjarsson (f.2020). Ástin og upphafið Það er ekkert í sögu Róberts og kærustunnar Rakelar Ýr Eyþórsdóttur sem við hin gætum ekki fundið samhljóm í. Því eflaust þekkja allar íslenskar fjölskyldur einhver parsambönd, þar sem annar aðilinn gengur í hlutverk stjúpforeldris. Með tilheyrandi áhrifum fyrir stórfjölskylduna, því með parsambandinu verða þá líka til stjúp-ömmur og afar, frændur og frænkur. Róbert er fæddur 1992 í Reykjavík en Rakel á Akranesi ári síðar. Í takt við tíðarandann kynntust Róbert og Rakel að sjálfsögðu á Tinder. Eða var það Smitten? „Eða kannski bæði, ég man það ekki,“ segir Róbert og skellihlær. Sambandið fór hægt af stað. Það byrjaði með spjalli þar sem skötuhjúin kynntust smátt og smátt og ákváðu síðan að slá til og hittast. „Og það má segja að við séum búin að vera að tala saman síðan, það hefur bara verið svo skemmtilegt,“ segir Róbert og brosir. Enda eru ríflega tvö ár síðan parsambandið myndaðist fyrir alvöru. Róbert og Rakel kynntust á stefnumótaappi og sagði Rakel Róberti fljótlega frá því að hún ætti tvo syni. Sem Róberti fannst lítið mál, enda aðalmálið að sjá hvert samtalið þeirra myndi leiða. Sem virðist reyndar standa yfir enn því Róbert segir þau skötuhjúin enn að tala saman og það sé bara búið að vera skemmtilegt!Vísir/Vilhelm Fyrir átti Rakel tvo syni; Jón Wiggo Thorell sem er fæddur 2015 og Gunnlaug Viðar Brynjarsson, sem er fæddur árið 2020. Fannst þér það mikið mál að heyra að Rakel ætti börn? „Nei alls ekki,“ segir Róbert og bætir við: „Hún sagði mér frá því frekar snemma í okkar samtölum og auðvitað hugsaði maður með sér: Nú, já ókei… En ekkert meira með það því fyrst og fremst sagði tilfinningin mér að fylgja þessu eftir og sjá hvert það myndi leiða.“ Sjálfur er Róbert einkabarn. Hafðir þú eitthvað hugleitt að eignast börn áður en þú kynntist Rakel? „Já eitt,“ svarar Róbert að bragði. En nú þegar orðinn stjúpforeldri tveggja drengja. Hvernig gekk að kynnast þeim? „Við fórum okkur hægt,“ segir Róbert og útskýrir: „Rakel spurði mig í nokkur skipti hvort ég vildi hitta strákana en ég var ekki tilbúin í það strax því að mínu mati fylgir því ákveðin yfirlýsing að hitta börn einhvers. Fyrir mér snerist málið því ekki aðeins um að hitta drengina, heldur frekar það að við Rakel værum orðin viss um að sambandið væri komið á það stig að við vildum byggja það upp til framtíðar, áður en ég myndi hitta þá.“ Parið stóð síðan þannig að málum að Róbert hitti strákana í nokkur skipti sem góðvinur mömmu þeirra. „Sem þýddi að þegar loksins kom að því að við tilkynntum þeim að ég væri kærasti mömmu þeirra voru viðbrögðin þeirra bara „Jeeeeiiii….. frábært!“ Róbert vildi fara hægt í að hitta drengina. Því honum fannst kynnin í raun þurfa að standa sem staðfesting á því að parsambandið sem slíkt væri komið á það stig að byggja það upp til framtíðar. Í fyrstu kynntist hann strákunum sem vinur mömmu. Síðan var þeim sagt að hann væri kærastinn. Að vera stjúpforeldri Róbert segir samkomulagið á milli Rakelar og barnsföðurs hennar gott. Lykilatriðið séu góð samskipti og það eigi ekkert síður við um parið sjálft. „Í fyrstu lagði ég bara áherslu á að kynnast þessum tveimur einstaklingum sem drengirnir eru og mynda mitt samband við þá. Þetta fékk því allt að þróast á mjög náttúrulegan og eðlilegan hátt,“ segir Róbert og bætir við: „En almennt lít ég þannig á það að ég treysti foreldrum þeirra alfarið fyrir því að tryggja hag þeirra sem best. Ég geri mér grein fyrir að ég er að stíga inn í sambandið og ef eitthvað er ræði ég það þá bara við Rakel og hún ræðir það þá áfram eða þá að ég ræði við hana fyrst og síðan drengina, ef eitthvað er.“ Þannig segir Róbert þau skötuhjúin afar samstíga. „Góð samskipti eru samt auðvitað lykilatriðið í þessu öllu saman og þar hefur okkur tekist vel til. Við einfaldlega leggjum áherslu á að tala saman ef eitthvað er og í okkar tilfelli er samband Rakelar við barnsföður sinn mjög gott þannig að þetta er allt saman að ganga ágætlega upp,“ segir Róbert en bætir við: „Ekki að hjá okkur séu ekki sömu áskoranir eða verkefni eins og koma upp hjá öllum! Eða endalausar umræður um reglur eins og til dæmis skjátíma og fleira.“ Eftir tvö ár liggur í augum uppi að Róbert er búinn að mynda tilfinningasamband við synina tvo. Stjúpfeðgasambandið er orðið að veruleika. Þýðir það að þú hafir einhvern rétt sem foreldri? „Nei í raun ekki,“ svarar nú laganeminn og bætir við: „Forsjáraðilar barns geta aldrei verið nema tveir. Í Barnalögunum er þetta meira að segja orðað þannig að stundum er talað um forsjá beggja foreldra; orðið „beggja“ er notað sem er þá líka tilvísun í að foreldrarnir séu aldrei nema tveir.“ Róbert segir góð samskipti lykilatriði þegar kemur að stjúpforeldrahlutverkinu. Því almennt hefur stjúpforeldrið engan rétt, forsjáraðilarnir geta aðeins verið tveir kynforeldrar eða ættleiðingaforeldrar ef það á við.Vísir/Vilhelm Réttindi stjúpforeldra Svo það sé sagt í byrjun snúast barnalögin í raun um rétt barnsins gagnvart fólki frekar en rétt foreldra eða stjúpforeldra. Meginregla barnalaganna er því sú að það á alltaf að gera það sem er barninu fyrir bestu. Í dag erum við hins vegar að ræða málin út frá hlutverki stjúpforeldra því það hlutverk á við æði marga. Þar er staðan þannig að stjúpforeldri hefur í raun ekki lagaleg réttindi gagnvart barni sem það býr með. Lagaleg staða barnsins tengist alfarið forsjáraðilum þess, þ.e. kynforeldri/um eða ættleiðingarforeldrum ef það á við. Sem þýðir að stjúpforeldri: Hefur almennt ekki forsjá barns Hefur ekki ákvörðunarvald um skólamál, heilbrigðisþjónustu eða búsetu barns Hefur engan sjálfstæðan rétt til samskipta við barnið við skilnað eða sambúðarslit Telst ekki aðili máls í ágreiningi sem varðar barnið, nema með óbeinum hætti. Í raun má segja að stjúpforeldri geti því verið mjög virkur þátttakandi í daglegu lífi barns, sinnt uppeldi, umönnun og tilfinningalegu hlutverki. En hefur ekki lagalega stöðu sem endurspeglar þá ábyrgð. „Á þessu eru einhverjar undantekningar. Til dæmis ef foreldri er eitt með forsjá er hægt að veita stjúpforeldri forsjá en það sama gildir um forsjáraðilana; forsjáraðilarnir geta aldrei verið nema tveir.“ Þá segir Róbert það eiga við í einhverjum tilfellum að það sem metið er barninu fyrir bestu sé að umgangast stjúpforeldrið og því megi segja að alltaf þurfi að gera ráð fyrir að undantekningar geti verið einhverjar. Umræðan okkar hér er hins vegar um það sem almennt gildir og almennt er. Það er auðheyrt á Róberti að hann er ekki að velta sér upp úr réttindunum sínum sem stjúpforeldri. En hann bendir þó á að þau ná líka yfir erfðaréttinn því stjúpforeldrar mega ekki ráðstafa nema þriðjungi arfs, sem nær þá ekki til allra barna jafnt ef stjúpbörnin eru til dæmis fleiri en tvö.Vísir/Vilhelm Í samtalinu er þó auðheyrt að sjálfur er Róbert hinn rólegasti. Skötuhjúin hafi ekki trú á neinu öðru en að sambandið muni ganga upp og velji það og því ekki ástæða til að velta þessum hlutum neitt alvarlega fyrir sér. „Í mínu tilfelli er það svo að ég þarf að treysta á að foreldrarnir beri hag barnanna framar öllu öðru og ég er svo heppinn að geta treyst þeim fyrir því ef eitthvað skyldi koma upp á milli okkar,“ segir Róbert. Sem hann segir alveg setningu sem fleiri mættu velta fyrir sér, því það að bera ábyrgð á því að hagur barns sé alltaf leiðarljós í einu og öllu feli í sér viðamikla ábyrgð. „Reyndar er oft horft til vilja barns með tilliti til þroska og aldurs og reynt að taka tillit til þeirra þegar verið er að meta flókin mál,“ segir Róbert, en þess má geta að sjálfur hefur hann reynslu af því að starfa sem þjónustufulltrúi á fjölskyldusviði sýslumannsembættis, en það er sú stofnun sem sér um að leysa úr málum þegar til dæmis sambúðarslit eru. „Eins og sjá má á stöðu fjölskyldumála sýslumanna geta þau mál verið mjög flókin viðureignar og tímafrek enda að mjög mörgu að huga oft og tíðum, meðal annars vegna þess að fjölskyldur eru svo oft samsettar,“ segir hann. Þó án þess að vísa í nokkuð sérstakt heldur aðeins í samtali á almennum nótum. „En það er mögulega gott fyrir fólk að átta sig á því að staðan er þessi og sömuleiðis líka að erfðamálin eru auðvitað öðruvísi,“ segir Róbert og hittir þar einmitt á annað atriði sem er mjög áhugavert að velta fyrir sér. Því samkvæmt erfðalögunum má aðeins ráðstafa einum þriðja arfs, sem getur svo sem vel gengið ef börnin eru til dæmis tvö plús eitt stjúpbarn. En gæti ekki gengið sem jafningi ef stjúpbörnin eru tvö og síðan eiga hjón eitt barn saman. Undatekning á þessu er auðvitað ef stjúpforeldri ættleiðir stjúpbörn, en við það fellur þá niður réttur kynforeldris og því má telja líklegt að í hinum almennu samsettu fjölskyldum á Íslandi, þar sem börn búa á víxl hjá báðum kynforeldrum og stjúpforeldrum, eigi ættleiðing ekki við. „Ég upplifði það aldrei neitt annað en jákvætt að Rakel ætti börn. Í raun fannst mér það miklu stærra mál að hún ætti heima á Skaganum!“ segir Róbert og skellir hlær. „En ég var samt meðvitaður um að ég væri að ganga inn í samband þar sem börn væru fyrir og að mínu hlutverki fylgdi því ábyrgð gagnvart börnunum,“ segir Róbert en bætir við: „Við Rakel erum dugleg að tala saman og sjálfur hef ég enga trú á þeirri aðferðafræði að skamma krakka, þannig að góð samskipti fyrir mér eru lykillinn að þessu öllu, bæði gagnvart makasambandinu og í uppeldi.“ Aðspurður um eitthvað gott ráð fyrir ungt fólk sem mögulega er að ganga inn í samband þar sem börn eru fyrir, segir Róbert: „Ég myndi segja: Vertu búin að hugsa þetta í gegn áður en þú ferð af stað og gerðu þér líka grein fyrir því að það ert þú sem þarft að aðlagast börnunum en ekki öfugt. Sem foreldri eru réttindin síðan þannig að kynforeldrarnir hafa réttinn og frá upphafi þarf því að haga málunum þannig þegar kemur að umönnun eða því daglega sem fylgir því að ala upp börn. Sama hvernig á það er litið er grundvallaratriðið því alltaf góð samskipti.“ Sérðu fyrir þér að þið eignist fleiri börn? „Já eitt,“ segir Róbert og hlær. Þú ert sumsé enn á því að eignast bara eitt barn sjálfur? „Já, ég hef alltaf bara séð fyrir mér eitt barn og það hefur svo sem ekkert breyst. Ég yrði samt örugglega svakalega stressaður yfir því að hún yrði ólétt af tvíburum!“ Fjölskyldumál Tengdar fréttir Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Það eru vægast sagt fróðlegt og gagnlegt að taka samtalið við Sigrúnu Þorsteinsdóttur barna- og heilsusálfræðing og doktor í heilsueflingu um matvendni barna. 14. desember 2025 08:00 Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ „Flestir ganga frá fjárskiptisamningi án þess að samið sé sérstaklega um lífeyrisréttindi, en þó eru samkvæmt lögum þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi milli hjóna,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. 14. september 2025 08:01 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 „Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. 29. september 2024 08:02 Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Einmana um jólin og sex góð ráð Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Sjá meira
Jafnvel tveimur stjúpforeldrum. Því nú er algengt að börn búi viku og viku hjá kynforeldrum, sem síðan eiga sinn maka og því geta foreldrarnir allt í allt talist sem fjórir: mamman og stjúppabbinn og síðan pabbinn og stjúpmamman. Að vera stjúpforeldri á Íslandi er því eitthvað sem fæstum finnst nokkuð tiltökumál og þar sem Ísland er ekki samfélag fjölskyldunafna er varla að í samfélaginu séum við nokkuð að verða vör við það hver er hvað eða hver á hvað og svo framvegis. Aðalmálið er bara að allt gangi vel, er það ekki? Í dag ætlum við hins vegar að tala aðeins um það sem enginn talar um en allir þekkja: Þegar einstaklingur gengur inn í parsamband og verður við það stjúpforeldri. Við kynnumst Róberti Orra Péturssyni, sem um þessar mundir er að vinna í meistararitgerðinni sinni í lögfræði, og ræðir því bæði persónulegu hliðina og lítillega um regluverkið og barnalögin. Í Áskorun fjöllum við um erfiðu málin en líka allt það jákvæða og góða sem getur byggt okkur upp eða hvatt aðra til dáða. Áskorun fjallar á mannlegan hátt um öll lífsins verkefni. Fjölskyldan: Róbert með kærustunni Rakel Ýr Eyþórsdóttur og stjúpsonunum sem augljóslega bræða hjörtu: Jón Wiggo Thorell (f.2015) og Gunnlaug Viðar Brynjarsson (f.2020). Ástin og upphafið Það er ekkert í sögu Róberts og kærustunnar Rakelar Ýr Eyþórsdóttur sem við hin gætum ekki fundið samhljóm í. Því eflaust þekkja allar íslenskar fjölskyldur einhver parsambönd, þar sem annar aðilinn gengur í hlutverk stjúpforeldris. Með tilheyrandi áhrifum fyrir stórfjölskylduna, því með parsambandinu verða þá líka til stjúp-ömmur og afar, frændur og frænkur. Róbert er fæddur 1992 í Reykjavík en Rakel á Akranesi ári síðar. Í takt við tíðarandann kynntust Róbert og Rakel að sjálfsögðu á Tinder. Eða var það Smitten? „Eða kannski bæði, ég man það ekki,“ segir Róbert og skellihlær. Sambandið fór hægt af stað. Það byrjaði með spjalli þar sem skötuhjúin kynntust smátt og smátt og ákváðu síðan að slá til og hittast. „Og það má segja að við séum búin að vera að tala saman síðan, það hefur bara verið svo skemmtilegt,“ segir Róbert og brosir. Enda eru ríflega tvö ár síðan parsambandið myndaðist fyrir alvöru. Róbert og Rakel kynntust á stefnumótaappi og sagði Rakel Róberti fljótlega frá því að hún ætti tvo syni. Sem Róberti fannst lítið mál, enda aðalmálið að sjá hvert samtalið þeirra myndi leiða. Sem virðist reyndar standa yfir enn því Róbert segir þau skötuhjúin enn að tala saman og það sé bara búið að vera skemmtilegt!Vísir/Vilhelm Fyrir átti Rakel tvo syni; Jón Wiggo Thorell sem er fæddur 2015 og Gunnlaug Viðar Brynjarsson, sem er fæddur árið 2020. Fannst þér það mikið mál að heyra að Rakel ætti börn? „Nei alls ekki,“ segir Róbert og bætir við: „Hún sagði mér frá því frekar snemma í okkar samtölum og auðvitað hugsaði maður með sér: Nú, já ókei… En ekkert meira með það því fyrst og fremst sagði tilfinningin mér að fylgja þessu eftir og sjá hvert það myndi leiða.“ Sjálfur er Róbert einkabarn. Hafðir þú eitthvað hugleitt að eignast börn áður en þú kynntist Rakel? „Já eitt,“ svarar Róbert að bragði. En nú þegar orðinn stjúpforeldri tveggja drengja. Hvernig gekk að kynnast þeim? „Við fórum okkur hægt,“ segir Róbert og útskýrir: „Rakel spurði mig í nokkur skipti hvort ég vildi hitta strákana en ég var ekki tilbúin í það strax því að mínu mati fylgir því ákveðin yfirlýsing að hitta börn einhvers. Fyrir mér snerist málið því ekki aðeins um að hitta drengina, heldur frekar það að við Rakel værum orðin viss um að sambandið væri komið á það stig að við vildum byggja það upp til framtíðar, áður en ég myndi hitta þá.“ Parið stóð síðan þannig að málum að Róbert hitti strákana í nokkur skipti sem góðvinur mömmu þeirra. „Sem þýddi að þegar loksins kom að því að við tilkynntum þeim að ég væri kærasti mömmu þeirra voru viðbrögðin þeirra bara „Jeeeeiiii….. frábært!“ Róbert vildi fara hægt í að hitta drengina. Því honum fannst kynnin í raun þurfa að standa sem staðfesting á því að parsambandið sem slíkt væri komið á það stig að byggja það upp til framtíðar. Í fyrstu kynntist hann strákunum sem vinur mömmu. Síðan var þeim sagt að hann væri kærastinn. Að vera stjúpforeldri Róbert segir samkomulagið á milli Rakelar og barnsföðurs hennar gott. Lykilatriðið séu góð samskipti og það eigi ekkert síður við um parið sjálft. „Í fyrstu lagði ég bara áherslu á að kynnast þessum tveimur einstaklingum sem drengirnir eru og mynda mitt samband við þá. Þetta fékk því allt að þróast á mjög náttúrulegan og eðlilegan hátt,“ segir Róbert og bætir við: „En almennt lít ég þannig á það að ég treysti foreldrum þeirra alfarið fyrir því að tryggja hag þeirra sem best. Ég geri mér grein fyrir að ég er að stíga inn í sambandið og ef eitthvað er ræði ég það þá bara við Rakel og hún ræðir það þá áfram eða þá að ég ræði við hana fyrst og síðan drengina, ef eitthvað er.“ Þannig segir Róbert þau skötuhjúin afar samstíga. „Góð samskipti eru samt auðvitað lykilatriðið í þessu öllu saman og þar hefur okkur tekist vel til. Við einfaldlega leggjum áherslu á að tala saman ef eitthvað er og í okkar tilfelli er samband Rakelar við barnsföður sinn mjög gott þannig að þetta er allt saman að ganga ágætlega upp,“ segir Róbert en bætir við: „Ekki að hjá okkur séu ekki sömu áskoranir eða verkefni eins og koma upp hjá öllum! Eða endalausar umræður um reglur eins og til dæmis skjátíma og fleira.“ Eftir tvö ár liggur í augum uppi að Róbert er búinn að mynda tilfinningasamband við synina tvo. Stjúpfeðgasambandið er orðið að veruleika. Þýðir það að þú hafir einhvern rétt sem foreldri? „Nei í raun ekki,“ svarar nú laganeminn og bætir við: „Forsjáraðilar barns geta aldrei verið nema tveir. Í Barnalögunum er þetta meira að segja orðað þannig að stundum er talað um forsjá beggja foreldra; orðið „beggja“ er notað sem er þá líka tilvísun í að foreldrarnir séu aldrei nema tveir.“ Róbert segir góð samskipti lykilatriði þegar kemur að stjúpforeldrahlutverkinu. Því almennt hefur stjúpforeldrið engan rétt, forsjáraðilarnir geta aðeins verið tveir kynforeldrar eða ættleiðingaforeldrar ef það á við.Vísir/Vilhelm Réttindi stjúpforeldra Svo það sé sagt í byrjun snúast barnalögin í raun um rétt barnsins gagnvart fólki frekar en rétt foreldra eða stjúpforeldra. Meginregla barnalaganna er því sú að það á alltaf að gera það sem er barninu fyrir bestu. Í dag erum við hins vegar að ræða málin út frá hlutverki stjúpforeldra því það hlutverk á við æði marga. Þar er staðan þannig að stjúpforeldri hefur í raun ekki lagaleg réttindi gagnvart barni sem það býr með. Lagaleg staða barnsins tengist alfarið forsjáraðilum þess, þ.e. kynforeldri/um eða ættleiðingarforeldrum ef það á við. Sem þýðir að stjúpforeldri: Hefur almennt ekki forsjá barns Hefur ekki ákvörðunarvald um skólamál, heilbrigðisþjónustu eða búsetu barns Hefur engan sjálfstæðan rétt til samskipta við barnið við skilnað eða sambúðarslit Telst ekki aðili máls í ágreiningi sem varðar barnið, nema með óbeinum hætti. Í raun má segja að stjúpforeldri geti því verið mjög virkur þátttakandi í daglegu lífi barns, sinnt uppeldi, umönnun og tilfinningalegu hlutverki. En hefur ekki lagalega stöðu sem endurspeglar þá ábyrgð. „Á þessu eru einhverjar undantekningar. Til dæmis ef foreldri er eitt með forsjá er hægt að veita stjúpforeldri forsjá en það sama gildir um forsjáraðilana; forsjáraðilarnir geta aldrei verið nema tveir.“ Þá segir Róbert það eiga við í einhverjum tilfellum að það sem metið er barninu fyrir bestu sé að umgangast stjúpforeldrið og því megi segja að alltaf þurfi að gera ráð fyrir að undantekningar geti verið einhverjar. Umræðan okkar hér er hins vegar um það sem almennt gildir og almennt er. Það er auðheyrt á Róberti að hann er ekki að velta sér upp úr réttindunum sínum sem stjúpforeldri. En hann bendir þó á að þau ná líka yfir erfðaréttinn því stjúpforeldrar mega ekki ráðstafa nema þriðjungi arfs, sem nær þá ekki til allra barna jafnt ef stjúpbörnin eru til dæmis fleiri en tvö.Vísir/Vilhelm Í samtalinu er þó auðheyrt að sjálfur er Róbert hinn rólegasti. Skötuhjúin hafi ekki trú á neinu öðru en að sambandið muni ganga upp og velji það og því ekki ástæða til að velta þessum hlutum neitt alvarlega fyrir sér. „Í mínu tilfelli er það svo að ég þarf að treysta á að foreldrarnir beri hag barnanna framar öllu öðru og ég er svo heppinn að geta treyst þeim fyrir því ef eitthvað skyldi koma upp á milli okkar,“ segir Róbert. Sem hann segir alveg setningu sem fleiri mættu velta fyrir sér, því það að bera ábyrgð á því að hagur barns sé alltaf leiðarljós í einu og öllu feli í sér viðamikla ábyrgð. „Reyndar er oft horft til vilja barns með tilliti til þroska og aldurs og reynt að taka tillit til þeirra þegar verið er að meta flókin mál,“ segir Róbert, en þess má geta að sjálfur hefur hann reynslu af því að starfa sem þjónustufulltrúi á fjölskyldusviði sýslumannsembættis, en það er sú stofnun sem sér um að leysa úr málum þegar til dæmis sambúðarslit eru. „Eins og sjá má á stöðu fjölskyldumála sýslumanna geta þau mál verið mjög flókin viðureignar og tímafrek enda að mjög mörgu að huga oft og tíðum, meðal annars vegna þess að fjölskyldur eru svo oft samsettar,“ segir hann. Þó án þess að vísa í nokkuð sérstakt heldur aðeins í samtali á almennum nótum. „En það er mögulega gott fyrir fólk að átta sig á því að staðan er þessi og sömuleiðis líka að erfðamálin eru auðvitað öðruvísi,“ segir Róbert og hittir þar einmitt á annað atriði sem er mjög áhugavert að velta fyrir sér. Því samkvæmt erfðalögunum má aðeins ráðstafa einum þriðja arfs, sem getur svo sem vel gengið ef börnin eru til dæmis tvö plús eitt stjúpbarn. En gæti ekki gengið sem jafningi ef stjúpbörnin eru tvö og síðan eiga hjón eitt barn saman. Undatekning á þessu er auðvitað ef stjúpforeldri ættleiðir stjúpbörn, en við það fellur þá niður réttur kynforeldris og því má telja líklegt að í hinum almennu samsettu fjölskyldum á Íslandi, þar sem börn búa á víxl hjá báðum kynforeldrum og stjúpforeldrum, eigi ættleiðing ekki við. „Ég upplifði það aldrei neitt annað en jákvætt að Rakel ætti börn. Í raun fannst mér það miklu stærra mál að hún ætti heima á Skaganum!“ segir Róbert og skellir hlær. „En ég var samt meðvitaður um að ég væri að ganga inn í samband þar sem börn væru fyrir og að mínu hlutverki fylgdi því ábyrgð gagnvart börnunum,“ segir Róbert en bætir við: „Við Rakel erum dugleg að tala saman og sjálfur hef ég enga trú á þeirri aðferðafræði að skamma krakka, þannig að góð samskipti fyrir mér eru lykillinn að þessu öllu, bæði gagnvart makasambandinu og í uppeldi.“ Aðspurður um eitthvað gott ráð fyrir ungt fólk sem mögulega er að ganga inn í samband þar sem börn eru fyrir, segir Róbert: „Ég myndi segja: Vertu búin að hugsa þetta í gegn áður en þú ferð af stað og gerðu þér líka grein fyrir því að það ert þú sem þarft að aðlagast börnunum en ekki öfugt. Sem foreldri eru réttindin síðan þannig að kynforeldrarnir hafa réttinn og frá upphafi þarf því að haga málunum þannig þegar kemur að umönnun eða því daglega sem fylgir því að ala upp börn. Sama hvernig á það er litið er grundvallaratriðið því alltaf góð samskipti.“ Sérðu fyrir þér að þið eignist fleiri börn? „Já eitt,“ segir Róbert og hlær. Þú ert sumsé enn á því að eignast bara eitt barn sjálfur? „Já, ég hef alltaf bara séð fyrir mér eitt barn og það hefur svo sem ekkert breyst. Ég yrði samt örugglega svakalega stressaður yfir því að hún yrði ólétt af tvíburum!“
Fjölskyldumál Tengdar fréttir Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Það eru vægast sagt fróðlegt og gagnlegt að taka samtalið við Sigrúnu Þorsteinsdóttur barna- og heilsusálfræðing og doktor í heilsueflingu um matvendni barna. 14. desember 2025 08:00 Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ „Flestir ganga frá fjárskiptisamningi án þess að samið sé sérstaklega um lífeyrisréttindi, en þó eru samkvæmt lögum þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi milli hjóna,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. 14. september 2025 08:01 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 „Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. 29. september 2024 08:02 Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Fleiri fréttir Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Útivinnandi og valið barnleysi með hund að bætast við útivinnandi og valið barnleysi Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Einmana um jólin og sex góð ráð Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Sjá meira
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00
Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Það eru vægast sagt fróðlegt og gagnlegt að taka samtalið við Sigrúnu Þorsteinsdóttur barna- og heilsusálfræðing og doktor í heilsueflingu um matvendni barna. 14. desember 2025 08:00
Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ „Flestir ganga frá fjárskiptisamningi án þess að samið sé sérstaklega um lífeyrisréttindi, en þó eru samkvæmt lögum þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi milli hjóna,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson, lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum. 14. september 2025 08:01
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01
„Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. 29. september 2024 08:02