Lögregla ræðir við mótmælendur við veginn í Bláa lónið
Mótmælendur segjast ekki ætla að hleypa umferð að Bláa lóninu fyrr en opnað verður fyrir aðgengi í Grindavík. Þau segja kominn tíma til að hlusta á heimafólk. Ferðamenn voru ráðavilltir og sumir höfðu áhyggjur af því að missa af flugi.