Áfram þrætt um veiðigjöld
Þingfundur hefur staðið yfir frá klukkan tíu í morgun og eina mál á dagskrá er frumvarp um veiðigjöld. Frumvarpið hefur verið helsta bitbeinið á þinginu og helsta umræðuefnið í samningaviðræðum þingflokksformanna um þinglok, sem virðast ekki í sjónmáli.