Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dregst saman um 4,4%

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 4,4% í september miðað við september í fyrra. Frá áramótum nemur samdráttur í umferðinni um átta prósentum og stefnir í þrisvar sinnum meiri samdrátt en áður hefur mælst á milli ára.

Bílar
Fréttamynd

Tesla með langflestar nýskráningar í september

Alls voru nýskráðar 313 Tesla bifreiðar í nýliðnum september mánuði. Þar af voru 289 Model 3 bílar, 16 Model X og átta Model S. Næstflestar nýskráningar áttu Toyota með 139. Af nýskráðum Toyota-bifreiðum var tæpur helmingur Rav4 eða 63 eintök.

Bílar
Fréttamynd

Krónutölugjöld hækki minna en verðbólguspá

Gert er ráð fyrir því að gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti hækki um 2,5% á næsta ári, nokkru undir áætlaðri hækkun vísitölu neysluverðs. Hækkun gjaldanna á að skila ríkissjóði tæpum tveimur milljörðum króna í tekjur.

Innlent
Fréttamynd

Mercedes-Benz kynnir áætlun um raf- og vetnisvæðingu vörubifreiða

Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka segir í fréttatilkynningu frá Öskju.

Bílar
Fréttamynd

MG afhjúpar tengiltvinnbílinn HS

Bílaframleiðandinn MG afhjúpaði í Lundúnum í gær fyrstu ljósmyndirnar af annarri bílgerð sinni sem framleiðandinn hyggst kynna í Evrópu. Um er að ræða tengiltvinnbíl sem verður viðbót við hinn 100% rafknúna ZS EV sem kom á markað á síðasta ári í völdum löndum Evrópu. Áætlað er að MG HS komi á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Bílar
Fréttamynd

Raf-Hummer með krabbatækni

Nýr raf-Hummer sem kynntur verður í næsta mánuði er ætlað að keppa við Cybertruck frá Tesla. Bíllinn un koma með beygjum á öllum hjólum, hann getur því skriðið til hliðar eins og krabbi.

Bílar
Fréttamynd

Umferð um höfuðborgarsvæðið dróst saman í ágúst

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst dróst saman um rúmlega sjö prósent í ágúst síðastliðnum eftir því sem fram kemur í tölum frá Vegarðinni. Umferð í ágúst hefur ekki áður dregist jafnmikið saman á svæðinu.

Bílar
Fréttamynd

Volkswagen hefur afhendingar á ID.3

Á föstudag afhenti Volskwagen fyrsta ID.3 bílinn sem byggður er á MEB grunni. Bíllinn er tilraun Volkswagen til að keppa við aðra rafbíla í sama stærðarflokki.

Bílar
Fréttamynd

Aston Martin fær Sebastian Vettel til liðs við sig

Racing Point liðið í Formúlu 1 mun skipta um nafn eftir yfirstandandi tímabil. Liðið mun þá kallast Aston Martin og miðað við fjárfestinguna sem er að eiga sér stað í innviðum og ökumönnum ætlar liðið sér stóra hluti. Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 mun koma til liðs við Aston Martin, frá Ferrari fyrir næsta tímabil.

Bílar
Fréttamynd

Nissan fagnar fimm hundruð þúsundasta Leaf-inum

Starfsfólk bílaverksmiðju Nissan í Sunderland í Bretlandi fagnaði því í vikunni þegar fimm hundraðasta eintakinu af rafbílnum Leaf var ekið af framleiðslulínunni. Bíllinn var afhentur eiganda sínum, Maríu Jansen, í Noregi í gær, í tilefni alþjóðadags rafbíla (World EV Day) sem var í gær, miðvikudag.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai ætlar að framleiða 700.000 vetnisbíla fyrir 2030

Hyundai ætlar að stíga stór skref í þá átt að framleiða vetnisbíla á næstunni og ætlar sér að vera ljúka við framleiðslu á yfir 700.000 slíkum fyrir árið 2030. Hyundai áætlar að fjárfesta í vetnisbílum og þróun þeirra fyrir um sex milljarða punda á þessum áratug. Það samsvarar um 1100 milljörðum króna.

Bílar
Fréttamynd

Ný kynslóð af Mercedes-Benz S-Class frumsýnd

Mercedes-Benz frumsýndi í gær nýja kynslóð af S-Class lúxusbílnum sem er án efa tæknivæddasti fjöldaframleiddi bíll heims. Hann er búinn ótrúlegum tæknibúnaði og getur ekið á sjálfstýringu að allmiklu leyti. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz og mest seldi lúxusbíll heims síðan hann kom fyrst á markað árið 1972.

Bílar