Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys George Baldock, fyrrum leikmaður ÍBV sem spilaði einnig lengi í ensku úrvalsdeildinni, fannst látinn í október síðastliðnum. Rannsókn á málinu hefur nú leitt í ljós að hann drukknaði í sundlaug við heimili sitt í Aþenu í Grikklandi. 24.7.2025 10:15
Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Fyrrum NBA leikmaðurinn Jeff Teague sagði LeBron James hafa gert sér upp meiðsli í baki til að sleppa við lyfjapróf, vegna þess að hann var á sterum. Teague dró ummælin svo til baka og sagðist bara hafa verið að djóka. 24.7.2025 09:33
Isak fer ekki í æfingaferðina Alexander Isak fer ekki með Newcastle í æfingaferðina til Asíu vegna meiðsla í læri. 24.7.2025 09:03
Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Los Angeles FC í MLS deildinni leggur mikið upp úr því að lokka Heung-Min Son í félagaskiptaglugganum sem var að opna í Bandaríkjunum en Tottenham mun missa heilmiklar tekjur ef hann er seldur strax. 24.7.2025 08:31
Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson var orðinn þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum í Grikklandi og samdi frekar við topplið í Póllandi. 24.7.2025 08:03
Karlremban Chicharito í klandri Javier Hernandez, einnig þekktur sem Chicharito og var áður leikmaður Manchester United og landsliðsfyrirliði Mexíkó, hefur verið sektaður fyrir karlrembuleg ummæli á samfélagsmiðlinum TikTok. 24.7.2025 07:34
Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Jannik Sinner var dæmdur í keppnisbann fyrr á þessu ári fyrir lyfjamisnotkun, hann kenndi sjúkraþjálfara sínum um og rak hann úr starfi en hefur nú ráðið sama sjúkraþjálfara aftur. 23.7.2025 15:45
Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Ólympíunefnd Bandaríkjanna hefur uppfært stefnuskrá sína fyrir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028 til að samræmast stefnu Bandaríkjaforsetans Donald Trump, sem undirritaði tilskipun fyrr á þessu ári þar sem trans konum var bannað að keppa í kvennaíþróttum. 23.7.2025 13:30
Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Erik Ten Hag, þjálfari Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni, segir svissneska miðjumanninn Granit Xhaka of mikilvægan liðinu til að selja til Sunderland, þrátt fyrir að hann vilji sjálfur fara þangað. 23.7.2025 10:17
Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Stelpurnar okkar á EM í Sviss eru ekki þær einu sem sæta gagnrýni fyrir að birta TikTok myndbönd á miðju móti. Emma Tainio, 21 árs gamall spretthlaupari sem keppti fyrir Finnland á Evrópumóti í frjálsum íþróttum, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, meðal annars frá forseta finnska frjálsíþróttasambandsins, fyrir að birta TikTok myndband þar sem hún bendir á keppendur af hinu kyninu sem hún myndi vilja sofa hjá. 23.7.2025 09:32