Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Magdeburg hafði betur gegn Melsungen er liðin mættust í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur fjögurra marka sigur Magdeburgar, 31-27. 10.12.2025 21:03
Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Haukar unnu átta marka sigur á ÍR í Olís deild karla í handbolta í kvöld, 39-31, og jafna þar með Val að stigum á toppi deildarinnar. 10.12.2025 20:49
Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Stjarnan vann í kvöld sex stiga sigur á Tindastól í Bónus deild kvenna í körfubolta. Lokatölur í Garðabæ 89-83, sex stiga sigur Stjörnunnar. 10.12.2025 20:34
FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli FH hafði betur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum þar sem liðin mættust í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Eyjum sex marka sigur FH, 29-23. 10.12.2025 20:18
Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir máttu þola grátlegt tap með liði sínu Vålerenga gegn Paris í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 1-0 sigur Parísar. 10.12.2025 20:00
Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Surne Bilbao Basket höfðu betur gegn Sporting Lissabon í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. Lokatölur fimmtán stiga sigur Bilbao, 94-79. 10.12.2025 19:28
Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mörk þegar að Kolstad vann tíu marka sigur á Nærbö í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 36-26 sigur Kolstad. 10.12.2025 19:20
Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Gestgjafar Hollands eru komnir áfram í undanúrslit HM kvenna í handbolta. Þetta varð ljóst eftir fimm marka sigur liðsins á Ungverjalandi í dag, lokatölur þar 28-23. 10.12.2025 18:43
Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Stuðningsmenn norska úrvalsdeildarfélagsins Bodö/Glimt hafa heldur betur nýtt ferð sína á útileik liðsins gegn Dortmund, í Meistaradeildinni í kvöld, vel. Þeir voru að sjálfsögðu mættir til að styðja við bakið á norska kvennalandsliðinu í handbolta í gær sem spilar í sömu borg á HM. 10.12.2025 18:01
Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Brann í fótbolta, er búinn í aðgerð vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn PAOK í Evrópudeildinni á dögunum. Hann verður frá næstu mánuðina. 10.12.2025 16:46