Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Húðflúrara hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum 280 þúsund krónur eftir að hann fór frá hálfkláruðu verki og sagðist hættur störfum. Viðskiptavinurinn var búinn að greiða fyrir verkið en hafði einungis fengið dökkan bakgrunn flúraðan á allan handlegginn og útlínur fugls á hálsi en bæði voru verkin ófullgerð. 23.12.2025 13:45
Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Þóra Gréta Þórisdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu framkvæmdastjóra fjármála og rekstrar hjá Þjóðleikhúsinu og Eyjólfur Gíslason í stöðu mannauðsstjóra. 23.12.2025 11:19
Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa slegið mann með glerflösku í höfuðið á skemmtistað á Ísafirði í apríl 2023. 23.12.2025 11:08
Skapari Call of Duty lést í bílslysi Vince Zampella, einn skapara hinna vinsælu Call of Duty-tölvuleikja, er látinn eftir að hafa lent í bílslysi í Kaliforníu í Bandaríkjunum á sunnudag. Hann varð 55 ára. 23.12.2025 07:53
Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Nú í morgunsárið er tiltölulega rólegur vindur á landinu og lítil úrkoma heilt yfir. Það á síðan að breytast, því síðdegis á að ganga í mikið og langvinnt sunnan hvassviðri, sem á að standa áfram á aðfangadag og enn nokkuð hvasst á jóladag. 23.12.2025 07:09
Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir fyrir stærstan hluta landsins á næstu dögum. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á Vestfjörðum og á norðanverðu landinu vegna storms eða roks á aðfangadag. 22.12.2025 13:51
Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Ásgeir Elvar Garðarsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, hefur ákveðið að sækjast eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í leiðtogaprófkjöri 31. janúar næstkomandi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 22.12.2025 10:17
Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Alvotech hefur hafið markaðssetningu á Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við Simponi (golimumab), í Evrópu en um er að ræða fyrstu hliðstæðu við Simponi sem komi á markað í heiminum. Advanz Pharma fer með einkarétt á sölu Gobivaz í Evrópu. 22.12.2025 08:22
Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Hlédís Maren Guðmundsdóttir félagsfræðingur segir mikla vanmáttarkennd og ójafnvægi hafa einkennt mikið af vinstra fólki á undanförnum árum. Hún segist ánægð með að hafa haft hugrekki til að skipta um skoðanir í lífinu og að það trufli hana ekki þó að hún hafi misst vini og kunningja eftir að hún fór að tjá skoðanir sínar opinberlega á undanförnum mánuðum. 22.12.2025 08:04
Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Ákveðin suðaustanátt er nú á landinu og milt. Það verða skúrir sunnantil á landinu í dag, einkum síðdegis þar sem myndarlegar dembur geta gert vart við sig. 22.12.2025 07:11