EY kaupir vottunarstofuna iCert Ernst & Young ehf. (EY) hefur keypt allt hlutafé í vottunarstofunni iCert ehf. Kaupsamningur þess efnis var undirritaður þann 10. desember síðastliðinn. 16.12.2021 17:01
Icelandair flýgur til Norður-Karólínu Icelandair hefur bætt áfangastaðnum Raleigh-Durham í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum við leiðarkerfi sitt. Flogið verður þangað fjórum sinnum í viku næsta sumar á tímabilinu 12. maí til 30. október. 16.12.2021 16:34
Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16.12.2021 13:06
Um 200 þúsund gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Rai Ofurfellibylurinn Rai, sem heimamenn kalla Odette, skall á austurströnd Filippseyja á fimmtudag og færði með sér úrhellisrigningu sem óttast er að geti leitt til mikilla flóða. 16.12.2021 11:43
Jogginggallinn jólagjöf ársins Jogginggallinn er jólagjöf ársins 2021 að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Miðað var við að gjöfin væri vara sem selst vel, væri vinsæl meðal neytenda og falli vel að tíðarandanum. 15.12.2021 15:31
Mikill vöxtur er í tilraunum til tölvuárása vegna Log4j Netöryggissveitinni CERT-IS hefur ekki verið tilkynnt um atvik þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með Log4j veikleikanum en mikill vöxtur er í tilraunum til árása. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna veikleikans. 15.12.2021 14:23
Hækka útsvar eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagðist á sveif með minnihlutanum Samþykkt var að hækka útsvar Seltjarnarnesbæjar úr 13,70 prósentum í 14,09 prósent á fundi bæjarstjórnar í dag. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna og lagðist fulltrúi flokksins á sveif með minnihlutanum. 15.12.2021 12:43
Ljósabekkjanotkun aldrei mælst minni á Íslandi Ljósabekkjanotkun á Íslandi stendur í stað milli ára en 6% fullorðinna segjast hafa notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu tólf mánuðum. Hlutfallið var það sama í fyrra en mældist 11% árið 2019. 15.12.2021 11:50
Verslunarveldi sem endaði með gjaldþroti upp á milljarð Skiptum er lokið í þrotabúi Arctic Shopping ehf. og Geysir Shops ehf. en félögin ráku verslanir undir merkjum Geysis. Lýstar kröfur í þrotabú Arctic Shopping námu 724 milljónum króna og 388 milljónum í tilfelli Geysis Shops. 14.12.2021 16:36
Framkvæmdastjóraskipti og skipulagsbreytingar hjá Slippnum Páll Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slippsins á Akureyri og tekur við starfinu um áramótin. Páll hefur stýrt framleiðslusviði félagsins og tekur við starfinu af Eiríki S. Jóhannssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri í sex og hálft ár. 14.12.2021 15:11