Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 29. september 2025 16:50 Óhætt er að fullyrða að umfjöllun Stefáns Einars hafi vakið kurr meðal rithöfunda. Formaður Rithöfundasambands Íslands segist fagna nýrri úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum en bendir þó á að ekki sé hægt að meta afköst rithöfunda út frá útgefnum bókum eða fjölda blaðsíðna. Fleira sé skrifað heldur en bara bækur. Blaðamaður Morgunblaðsins segir að sér þyki hörð viðbrögð rithöfunda benda til þess að hópurinn vilji í lengstu lög forðast umræðu um launin. Málið var rætt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þangað mætti Stefán Einar Stefánsson blaðamaður Morgunblaðsins sem skrifaði um útttektina í Morgunblaðið um helgina auk Margrétar Tryggvadóttur formanni Rithöfundasambandsins. Rithöfundar gagnrýnt framsetninguna Útttekt Samtaka skattgreiðenda birtist fyrir helgi og þar koma fram upplýsingar um ritlaun listamanna undanfarin 25 ár. Úttektin gerði grein fyrir fjölda mánaða sem hver rithöfundur hefur fengið úthlutað á tímabilinu og settu fjárhæðirnar í samhengi við afköst þeirra og var mælikvarðinn í fjölda bóka og blaðsíða. Mikil og heit umræða hefur spunnist í kjölfar þess að Morgunblaðið birti frétt upp úr tölum í úttekt Samtaka skattgreiðenda, þar hélt á penna Stefán Einar Stefánsson blaðamaður. Þar eru listaðar upp hæstu þiggjendur ritlauna listamanna og fullyrt að nokkrir listamenn séu svo að segja með áskrift að ritlaunum. Ýmsir rithöfundar hafa stigið fram og gagnrýnt fréttaflutninginn, rithöfundar líkt og Sverrir Norland, Guðmundur Andri Thorsson og Einar Kárason auk þess sem rithöfundar á borð við Hallgrím Helgason hafa sagt Samtökin ekki hafa tiltekið allar útgefnar bækur þeirra og verk. Sverrir Norland segir rithöfundana á listanum allt fólk sem hafi blómstrað við skrifborðið í krafti þess að ritlaunin hafi tryggt þeim örlítinn stöðugleika í lífinu. Hann spyr hvað þessi hrjóstruga eyja væri án lista og bókmennta og segir í besta falli barnalegtað nota markaðinn sem mælikvarða á gæði bókmennta. „Við lifum tíma þar sem efnishyggja, útlitsdýrkun, tækniblæti og alræði skjássins ýta okkur markvisst fjær því að fá tíma til að tengjast því sem við geymum innst inni. Köllum það bara sál. Að ráðast á þau fáu sem enn sinna því af krafti að rita bækur - og að það sé gert í síðasta prentmiðlinum sem enn kemur reglulega út - er alveg kostulegt. Bara eiginlega hálf galið. Ég held við getum gert betur - og verið stolt af því að eiga enn framúrskarandi rithöfunda sem margir hverjir eru á heimsmælikvarða.“ Einar Kárason segist geta huggað Samtök skattgreiðeiðenda með þeim upplýsingum að launin séu ekki óhófleg og umfang kostnaðar við vinnu þeirra sem semji skáldskap á Íslandi sé í lágmarki. Flest vinnandi fólk sé á föstum launum, fái vinnuaðstöðu og hlunnindi. Það eigi ekki við um þá sem semji bókmenntir allt árið í kring, óvissan sem fylgi kerfinu sé mikil. „Og því er við að bæta að þau mánaðarlaun sem þó stundum koma eru, að teknu tilliti til alls, langt undir al-lægstu launum á markaði Ég vona að þessar upplýsingar lini aðeins þjáningar, ofsjónir og öfund „Samtaka skattgreiðenda“ í garð okkar sem erum að sýsla við áðurnefnt fánýti.“ Fleira verk undir en bara bækur Hallgrímur Helgason segist hafa farið að kanna málið fyrir eigin umsókn um listamannalaun. Á listann hjá Samtökunum hafi ekki vantað eitt eins og hann hafi upprunalega haldið heldur tíu verk. „Þar á meðal þrjár þýðingar klassískra leiktexta í bundnu máli, líklega þær snúnustu og mest krefjandi línur sem ég hef sent frá mér. Að auki eru svo á listanum tvær listaverkabækur og eitt safnrit sem ég tel ekki með, af einskærri tillitssemi við vanstillta menn, þótt vinnan við þau væri ærin. En að það skuli vanta (bara í mínu tilfelli) tíu útgefin verk á listann sem birtur var í Morgunblaðinu yfir afköst okkar rithöfunda sýnir hversu yfirborðskennd þessi blaðamennska er.“ Fram kemur í uppfærðri skrá hjá Samtökum skattgreiðenda að það sama eigi við um Andra Snæ Magnúson. Hið rétta sé að hann hafi gefið út sex bækur, fjögur leikrit og þrjár heimildarmyndir á 25 árum en ekki einungis fimm bækur líkt og lagt er upp með í upphaflegri útgáfu. Guðmundur Andri Thorsson leggur til að tiltekinn fjöldi rithöfunda verði á launum án þess að þurfa að sækja um árlega eða sanna sig með „einhverjum umsókna-hundahundakúnstum,“ sem liggi misvel fyrir skapandi fólki að útfylla. Nýsköpunarstyrkir yrðu þannig á sínum stað handa efnilegu fólki en þau sem sannað hefðu gildi sitt sem rithöfundur væru á föstum launum út ævina. „Í rauninni er það ekki skrýtið að það sé tiltölulega fámennur hópur höfunda sem fær reglubundin starfslaun eins og nú háttar, og ekki endilega þess að vænta hjá svo fámennri þjóð að hann sé mikið stærri. Það er komið undir mörgu hvort manni tekst að verða atvinnu-rithöfundur sem nær máli: hæfileikum, tækifærum, ástríðu, aðstæðum, ástundun ... Við erum öll sammála því að við þurfum á bókmenntum að halda, en til að bókmenntirnar verði til þá þurfa rithöfundar að vera til og til að rithöfundar geti verið til þurfa þeir að hafa lágmarks framfærslu af sinni iðju.“ Æri óstöðugan en formaðurinn fagnar Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu hefur brugðist við gagnrýninni á fréttaflutninginn á Facebook. Hann segir í Bítinu að umfjöllunin um frétt blaðsins hafi ært óstöðugan. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins segist aftur á móti fagna umfjölluninni í Bítinu en bendir á að lokaafurðin þurfi ekki að vera bók og að blaðsíðufjöldi sé ekki góður mælikvarði á afköst. „Þetta er gott fyrir okkur hjá Rithöfundasambandinu að fá þetta til umfjöllunar þegar fjárlögin eru til umfjöllunar hjá þinginu og tíminn gæti ekki verið betri fyrir okkur. Það sem blasir við er að þetta eru fáránlega lág laun. Þetta eru ekki einu sinni laun, þetta eru verktakagreiðslur sem þýðir að fólk er að fá svona 60,70% af þessu. Stefán Einar bendir á að ritlaunakerfið sé ósanngjarnt gagnvart tilteknum höfundum. Hann segir rangt sem Margrét haldi fram að kerfið sé hugsað til þess að halda fólki algjörlega uppi við sína listsköpun. Ef svo væri væri öllum úthlutað tólf mánuðum. Í staðinn séu til að mynda úthlutanir upp á þrjá, sex mánuði og níu mánuði og segir Stefán skilja kerfið þannig að það sé hugsað til að létta undir með rithöfundum. „Það eru ákveðnir höfundar sem alltaf fá úthlutanir upp á tólf mánuði en það eru aðrir höfundar sem aldrei komast að og fá aldrei úthlutun. Fólk sem hefur líka haft mikil áhrif,“ segir Stefán Einar Stefánsson og nefnir Þorgrím Þráinsson í því samhengi. Honum gremst hörð viðbrögð rithöfunda við umfjölluninni. „Þessi viðbrögð gefur til kynna að þessi hópur virðist forðast það í lengstu lög við allar mögulegar aðstæður að þessi umræða eigi sér stað en vandinn er bara sá að við ætlum ekkert að þegja undir þessu. að sjálfsögðu verður talað um þetta áfram og talað um takmarkaða fjármuni ríkisins.“ Margrét segir það ekki rétt sem Stefán segi um kerfið, að það sé hugsað til að létta undir með rithöfundum. Skýrt sé af gögnum frá því að kerfið var sett á laggirnar 1992 að hugmyndin hafi verið að gera listamönnum kleyft að starfa við listgreinar. „Það sem gerðist var að það varð bara til hér alveg ótrúleg sprengja af íslenskum rithöfunum og það er það sem gerist þegar kemur fjármagn inn í svona greinar, þetta verður svo dýnamískt. Við erum bara með útttektir og skýrslur sem sýna það að hver einasta króna af opinberum stuðningi sem fer í menningu og skapandi greinar, hún kemur þrefalt til baka.“ Spyr hvort fjármunum sé úthlutað til aktívisma Stefán Einar nefnir í Bítinu Andra Snæ Magnason rithöfund, sem listaður var lægstur á lista Samtaka skattgreiðenda yfir fjölda útgefinna bóka miðað við laun, með fimm bækur. Andri Snær hefur síðan leiðrétt þær tölur líkt og fram kemur fyrr í fréttinni. Stefán Einar segir áhugavert að Andri sé lægstur í útttektinni. „Vegna þess að hann hefur verið mjög aktívur í baráttunni gegn því að hér sé virkjað, að hér séu lífsgæði aukin með því að beisla raforkuna í landinu og ég velti fyrir mér, þetta er bara spurning og tilraun til þess að veita aðhald að þessum sjóði, að það sé verið að úthluta fjármunum til fólks til þess að það geti sinnt einhverju öðru, bara pólitískum aktívisma af ýmsu tagi?“ Margrét segir í Bítinu að þessi ummæli séu fáránleg. Hún segir að það sem skipti máli sé að reglulega sé skipt um fólk í valnefnd sem ákveður hverjir hljóti rithöfundalaunin. „Lögin eru þannig og mér finnst þau gölluð, að okkur ber í stjórninni að velja valnefndina. Það gerum við ekki, eða semsagt úthlutunarnefndina. Það sem við viljum tryggja er armslengd, við viljum ekki vita hvaða fólk þetta er, vegna þess að ég til dæmis er að sækja um og ég vil ekki að það liggi neinn vafi á því að ég hafi einhver áhrif á úthlutun. Það sem við gerum er að velja valnefnd, fólk sem við vitum að er vel inni í þessum geira og það velur úthlutunarnefndina. Það sem skiptir rosalega miklu máli og þetta er breyting sem kom inn í lögin 2009 að þetta er rótering, það getur enginn setið þarna meira en í þrjú ár, þannig það er alltaf nýtt og nýtt fólk.“ Með reglum um nýliðun hafi nýjum rithöfundum sem fá launin auk þess fjölgað. Áður hafi það verið handvalið af stjórnmálamönnum hverjir ættu að fá launin en nú eigi nýir rithöfundar möguleika á að vera þýddir erlendis. „Þetta hefur breyst mikið og með þessum reglum um nýliðun þá erum við alltaf að sjá ný og ný nöfn. Við erum fá og þetta er ekki fámenn stétt en á okkar örmarkaði, þá skiptir þetta öllu máli. Annað sem gerðist eftir '92 þegar þessu kerfi var komið á er að íslenskir rithöfundar fóru í meira mæli að vera þýddir í útlöndum.“ Stefán segir í Bítinu vandann vera þann að það líti út fyrir að vera fámennisklíka sem eigi launin. Margrét segir það fáránlegt að telja verk þeirra eftir blaðsíðum. Stuðningur við skapandi greinar skipti máli. Á yfirhöfuð að launa fólki fyrir vinnu sína? Einar Kárason grípur boltann á lofti í kjölfar umræðunnar í Bítinu „En af hverju eru engar efasemdir um að blaðamenn, sem líka skrifa texta, og útvarpsmenn, sem mæla fram orðin, fái borgað kaup? Af hverju er það svo yfirmáta tortryggilegt að höfundum bókmenntatexta sé umbunað fyrir vel unnið starf, á meðan enginn efast um réttmæti þess að annað vinnandi fólk fái laun?“ spyr Einar á Facebook og vísar til fréttamannanna Stefáns Einars og Heimis Karlssonar þáttastjórnanda í Bítinu í því samhengi. „Mér heyrist á sumum að það sem veki þennan kurr sé að það sé ríkið sem greiði höfundum laun. En hvað með alla hina sem ríkið hefur á föstum töxtum? Það eru stórir hópar fólks í ýmsum menningar- og listastofnunum sem eru á föstum launum árið um kring, án það séu endalausar efasemdir um réttmæti þess að því sé eitthvað skammtað úr hnefa. Það er til dæmis líka fólk við ritstörf í ráðuneytum og stofnunum og allskyns fyrirtækjum við að búa til skjöl og skýrslur, og er á kannski fimmföldum þeim launum sem skáldsagnahöfundur sem hefur unnið í sæmilegri alúð við sitt starf í áratugi gæti látið sig dreyma um. Og það þarf heldur ekki að búa til flókna umsókn á hverju ári um að fá eitthvað líka greitt það næsta.“ Einar er spenntur fyrir heimboði frá Stefáni Einar eða Heimi. „Næst vil ég fá að koma í umræðuþátt með Heimi og Stefáni Einari til þess að ræða um hvort yfirhöfuð sé réttlætanlegt að þeim sjálfum sé borgað kaup. Og heyra röksemdir þeirra fyrir því. Eða jafnvel hvort það eigi að launa fólk fyrir sína vinnu yfirhöfuð.“ Menning Bókmenntir Listamannalaun Bítið Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Málið var rætt í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þangað mætti Stefán Einar Stefánsson blaðamaður Morgunblaðsins sem skrifaði um útttektina í Morgunblaðið um helgina auk Margrétar Tryggvadóttur formanni Rithöfundasambandsins. Rithöfundar gagnrýnt framsetninguna Útttekt Samtaka skattgreiðenda birtist fyrir helgi og þar koma fram upplýsingar um ritlaun listamanna undanfarin 25 ár. Úttektin gerði grein fyrir fjölda mánaða sem hver rithöfundur hefur fengið úthlutað á tímabilinu og settu fjárhæðirnar í samhengi við afköst þeirra og var mælikvarðinn í fjölda bóka og blaðsíða. Mikil og heit umræða hefur spunnist í kjölfar þess að Morgunblaðið birti frétt upp úr tölum í úttekt Samtaka skattgreiðenda, þar hélt á penna Stefán Einar Stefánsson blaðamaður. Þar eru listaðar upp hæstu þiggjendur ritlauna listamanna og fullyrt að nokkrir listamenn séu svo að segja með áskrift að ritlaunum. Ýmsir rithöfundar hafa stigið fram og gagnrýnt fréttaflutninginn, rithöfundar líkt og Sverrir Norland, Guðmundur Andri Thorsson og Einar Kárason auk þess sem rithöfundar á borð við Hallgrím Helgason hafa sagt Samtökin ekki hafa tiltekið allar útgefnar bækur þeirra og verk. Sverrir Norland segir rithöfundana á listanum allt fólk sem hafi blómstrað við skrifborðið í krafti þess að ritlaunin hafi tryggt þeim örlítinn stöðugleika í lífinu. Hann spyr hvað þessi hrjóstruga eyja væri án lista og bókmennta og segir í besta falli barnalegtað nota markaðinn sem mælikvarða á gæði bókmennta. „Við lifum tíma þar sem efnishyggja, útlitsdýrkun, tækniblæti og alræði skjássins ýta okkur markvisst fjær því að fá tíma til að tengjast því sem við geymum innst inni. Köllum það bara sál. Að ráðast á þau fáu sem enn sinna því af krafti að rita bækur - og að það sé gert í síðasta prentmiðlinum sem enn kemur reglulega út - er alveg kostulegt. Bara eiginlega hálf galið. Ég held við getum gert betur - og verið stolt af því að eiga enn framúrskarandi rithöfunda sem margir hverjir eru á heimsmælikvarða.“ Einar Kárason segist geta huggað Samtök skattgreiðeiðenda með þeim upplýsingum að launin séu ekki óhófleg og umfang kostnaðar við vinnu þeirra sem semji skáldskap á Íslandi sé í lágmarki. Flest vinnandi fólk sé á föstum launum, fái vinnuaðstöðu og hlunnindi. Það eigi ekki við um þá sem semji bókmenntir allt árið í kring, óvissan sem fylgi kerfinu sé mikil. „Og því er við að bæta að þau mánaðarlaun sem þó stundum koma eru, að teknu tilliti til alls, langt undir al-lægstu launum á markaði Ég vona að þessar upplýsingar lini aðeins þjáningar, ofsjónir og öfund „Samtaka skattgreiðenda“ í garð okkar sem erum að sýsla við áðurnefnt fánýti.“ Fleira verk undir en bara bækur Hallgrímur Helgason segist hafa farið að kanna málið fyrir eigin umsókn um listamannalaun. Á listann hjá Samtökunum hafi ekki vantað eitt eins og hann hafi upprunalega haldið heldur tíu verk. „Þar á meðal þrjár þýðingar klassískra leiktexta í bundnu máli, líklega þær snúnustu og mest krefjandi línur sem ég hef sent frá mér. Að auki eru svo á listanum tvær listaverkabækur og eitt safnrit sem ég tel ekki með, af einskærri tillitssemi við vanstillta menn, þótt vinnan við þau væri ærin. En að það skuli vanta (bara í mínu tilfelli) tíu útgefin verk á listann sem birtur var í Morgunblaðinu yfir afköst okkar rithöfunda sýnir hversu yfirborðskennd þessi blaðamennska er.“ Fram kemur í uppfærðri skrá hjá Samtökum skattgreiðenda að það sama eigi við um Andra Snæ Magnúson. Hið rétta sé að hann hafi gefið út sex bækur, fjögur leikrit og þrjár heimildarmyndir á 25 árum en ekki einungis fimm bækur líkt og lagt er upp með í upphaflegri útgáfu. Guðmundur Andri Thorsson leggur til að tiltekinn fjöldi rithöfunda verði á launum án þess að þurfa að sækja um árlega eða sanna sig með „einhverjum umsókna-hundahundakúnstum,“ sem liggi misvel fyrir skapandi fólki að útfylla. Nýsköpunarstyrkir yrðu þannig á sínum stað handa efnilegu fólki en þau sem sannað hefðu gildi sitt sem rithöfundur væru á föstum launum út ævina. „Í rauninni er það ekki skrýtið að það sé tiltölulega fámennur hópur höfunda sem fær reglubundin starfslaun eins og nú háttar, og ekki endilega þess að vænta hjá svo fámennri þjóð að hann sé mikið stærri. Það er komið undir mörgu hvort manni tekst að verða atvinnu-rithöfundur sem nær máli: hæfileikum, tækifærum, ástríðu, aðstæðum, ástundun ... Við erum öll sammála því að við þurfum á bókmenntum að halda, en til að bókmenntirnar verði til þá þurfa rithöfundar að vera til og til að rithöfundar geti verið til þurfa þeir að hafa lágmarks framfærslu af sinni iðju.“ Æri óstöðugan en formaðurinn fagnar Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu hefur brugðist við gagnrýninni á fréttaflutninginn á Facebook. Hann segir í Bítinu að umfjöllunin um frétt blaðsins hafi ært óstöðugan. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins segist aftur á móti fagna umfjölluninni í Bítinu en bendir á að lokaafurðin þurfi ekki að vera bók og að blaðsíðufjöldi sé ekki góður mælikvarði á afköst. „Þetta er gott fyrir okkur hjá Rithöfundasambandinu að fá þetta til umfjöllunar þegar fjárlögin eru til umfjöllunar hjá þinginu og tíminn gæti ekki verið betri fyrir okkur. Það sem blasir við er að þetta eru fáránlega lág laun. Þetta eru ekki einu sinni laun, þetta eru verktakagreiðslur sem þýðir að fólk er að fá svona 60,70% af þessu. Stefán Einar bendir á að ritlaunakerfið sé ósanngjarnt gagnvart tilteknum höfundum. Hann segir rangt sem Margrét haldi fram að kerfið sé hugsað til þess að halda fólki algjörlega uppi við sína listsköpun. Ef svo væri væri öllum úthlutað tólf mánuðum. Í staðinn séu til að mynda úthlutanir upp á þrjá, sex mánuði og níu mánuði og segir Stefán skilja kerfið þannig að það sé hugsað til að létta undir með rithöfundum. „Það eru ákveðnir höfundar sem alltaf fá úthlutanir upp á tólf mánuði en það eru aðrir höfundar sem aldrei komast að og fá aldrei úthlutun. Fólk sem hefur líka haft mikil áhrif,“ segir Stefán Einar Stefánsson og nefnir Þorgrím Þráinsson í því samhengi. Honum gremst hörð viðbrögð rithöfunda við umfjölluninni. „Þessi viðbrögð gefur til kynna að þessi hópur virðist forðast það í lengstu lög við allar mögulegar aðstæður að þessi umræða eigi sér stað en vandinn er bara sá að við ætlum ekkert að þegja undir þessu. að sjálfsögðu verður talað um þetta áfram og talað um takmarkaða fjármuni ríkisins.“ Margrét segir það ekki rétt sem Stefán segi um kerfið, að það sé hugsað til að létta undir með rithöfundum. Skýrt sé af gögnum frá því að kerfið var sett á laggirnar 1992 að hugmyndin hafi verið að gera listamönnum kleyft að starfa við listgreinar. „Það sem gerðist var að það varð bara til hér alveg ótrúleg sprengja af íslenskum rithöfunum og það er það sem gerist þegar kemur fjármagn inn í svona greinar, þetta verður svo dýnamískt. Við erum bara með útttektir og skýrslur sem sýna það að hver einasta króna af opinberum stuðningi sem fer í menningu og skapandi greinar, hún kemur þrefalt til baka.“ Spyr hvort fjármunum sé úthlutað til aktívisma Stefán Einar nefnir í Bítinu Andra Snæ Magnason rithöfund, sem listaður var lægstur á lista Samtaka skattgreiðenda yfir fjölda útgefinna bóka miðað við laun, með fimm bækur. Andri Snær hefur síðan leiðrétt þær tölur líkt og fram kemur fyrr í fréttinni. Stefán Einar segir áhugavert að Andri sé lægstur í útttektinni. „Vegna þess að hann hefur verið mjög aktívur í baráttunni gegn því að hér sé virkjað, að hér séu lífsgæði aukin með því að beisla raforkuna í landinu og ég velti fyrir mér, þetta er bara spurning og tilraun til þess að veita aðhald að þessum sjóði, að það sé verið að úthluta fjármunum til fólks til þess að það geti sinnt einhverju öðru, bara pólitískum aktívisma af ýmsu tagi?“ Margrét segir í Bítinu að þessi ummæli séu fáránleg. Hún segir að það sem skipti máli sé að reglulega sé skipt um fólk í valnefnd sem ákveður hverjir hljóti rithöfundalaunin. „Lögin eru þannig og mér finnst þau gölluð, að okkur ber í stjórninni að velja valnefndina. Það gerum við ekki, eða semsagt úthlutunarnefndina. Það sem við viljum tryggja er armslengd, við viljum ekki vita hvaða fólk þetta er, vegna þess að ég til dæmis er að sækja um og ég vil ekki að það liggi neinn vafi á því að ég hafi einhver áhrif á úthlutun. Það sem við gerum er að velja valnefnd, fólk sem við vitum að er vel inni í þessum geira og það velur úthlutunarnefndina. Það sem skiptir rosalega miklu máli og þetta er breyting sem kom inn í lögin 2009 að þetta er rótering, það getur enginn setið þarna meira en í þrjú ár, þannig það er alltaf nýtt og nýtt fólk.“ Með reglum um nýliðun hafi nýjum rithöfundum sem fá launin auk þess fjölgað. Áður hafi það verið handvalið af stjórnmálamönnum hverjir ættu að fá launin en nú eigi nýir rithöfundar möguleika á að vera þýddir erlendis. „Þetta hefur breyst mikið og með þessum reglum um nýliðun þá erum við alltaf að sjá ný og ný nöfn. Við erum fá og þetta er ekki fámenn stétt en á okkar örmarkaði, þá skiptir þetta öllu máli. Annað sem gerðist eftir '92 þegar þessu kerfi var komið á er að íslenskir rithöfundar fóru í meira mæli að vera þýddir í útlöndum.“ Stefán segir í Bítinu vandann vera þann að það líti út fyrir að vera fámennisklíka sem eigi launin. Margrét segir það fáránlegt að telja verk þeirra eftir blaðsíðum. Stuðningur við skapandi greinar skipti máli. Á yfirhöfuð að launa fólki fyrir vinnu sína? Einar Kárason grípur boltann á lofti í kjölfar umræðunnar í Bítinu „En af hverju eru engar efasemdir um að blaðamenn, sem líka skrifa texta, og útvarpsmenn, sem mæla fram orðin, fái borgað kaup? Af hverju er það svo yfirmáta tortryggilegt að höfundum bókmenntatexta sé umbunað fyrir vel unnið starf, á meðan enginn efast um réttmæti þess að annað vinnandi fólk fái laun?“ spyr Einar á Facebook og vísar til fréttamannanna Stefáns Einars og Heimis Karlssonar þáttastjórnanda í Bítinu í því samhengi. „Mér heyrist á sumum að það sem veki þennan kurr sé að það sé ríkið sem greiði höfundum laun. En hvað með alla hina sem ríkið hefur á föstum töxtum? Það eru stórir hópar fólks í ýmsum menningar- og listastofnunum sem eru á föstum launum árið um kring, án það séu endalausar efasemdir um réttmæti þess að því sé eitthvað skammtað úr hnefa. Það er til dæmis líka fólk við ritstörf í ráðuneytum og stofnunum og allskyns fyrirtækjum við að búa til skjöl og skýrslur, og er á kannski fimmföldum þeim launum sem skáldsagnahöfundur sem hefur unnið í sæmilegri alúð við sitt starf í áratugi gæti látið sig dreyma um. Og það þarf heldur ekki að búa til flókna umsókn á hverju ári um að fá eitthvað líka greitt það næsta.“ Einar er spenntur fyrir heimboði frá Stefáni Einar eða Heimi. „Næst vil ég fá að koma í umræðuþátt með Heimi og Stefáni Einari til þess að ræða um hvort yfirhöfuð sé réttlætanlegt að þeim sjálfum sé borgað kaup. Og heyra röksemdir þeirra fyrir því. Eða jafnvel hvort það eigi að launa fólk fyrir sína vinnu yfirhöfuð.“
Menning Bókmenntir Listamannalaun Bítið Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira