Þurfa ekki að borga með skónum sínum þetta árið Starfsmenn Landspítalans geta valið milli sjö mismunandi jólagjafa þetta árið. Mikil umræða skapaðist um val stjórnenda í fyrra þegar um sex þúsund starfsmenn fengu Omnom súkkulaðistykki og sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers. 9.12.2021 20:26
Í gæsluvarðhald grunaður um fjölmörg brot gegn börnum Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 6. janúar, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9.12.2021 17:14
„Þetta er bara vægast sagt hræðilegt fyrir orðspor okkar“ Eftir miklar umræður um fjárlagafrumvarp og tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar undanfarna daga áttu stjórnarandstöðuþingmenn sviðið á Alþingi í dag. 8.12.2021 23:06
Borgin þurfi að fara í megrun Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld. 8.12.2021 21:26
Óttast um afdrif sautján ára stúlku sem lögreglan leitar að Leit lögreglu og björgunarsveita stendur nú yfir að sautján ára stúlku sem síðast sást til á Smiðjuvegi í Kópavogi um hálfsexleytið í dag. Óttast er um stúlkuna, að sögn lögreglu, og því mjög mikilvægt að hún finnst sem allra fyrst. 8.12.2021 19:33
Fluttur á slysadeild eftir fjögurra bíla árekstur Fjögurra bíla árekstur varð á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar í dag og var einn fluttur á slysadeild til nánari skoðunar. Sá var ekki alvarlega slasaður. 8.12.2021 18:33
Gera úttekt á Hugarafli í kjölfar ásakana Félagsmálaráðuneytið hefur óskað eftir því að Vinnumálastofnun geri úttekt á starfsemi Hugarafls í kjölfar ábendinga og kvartana frá fyrrverandi félagsmönnum samtakanna. 8.12.2021 17:54
Þurfi að takast á við þetta sem íþróttahreyfing og samfélag Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fagnar nýrri skýrslu Úttektarnefndar ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi. Ábendingar í henni muni nýtast stjórn KSÍ mjög vel í þeirri vinnu sem framundan er. 7.12.2021 23:30
Sextán greinst með omíkron hér á landi Alls hafa sextán einstaklingar greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. 7.12.2021 21:28
Mótmæltu bólusetningum á Austurvelli Tugir manna voru samankomin á Austurvelli á sjöunda tímanum í kvöld til að mótmæla bólusetningarstefnu stjórnvalda. Beindust mótmælin einna helst gegn bólusetningum barna við Covid-19. 7.12.2021 20:26