Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mikil ásókn í að greiða at­kvæði utan kjör­fundar

Spennan magnast í kosningabaráttunni nú þegar innan við einn og hálfur sólarhringur er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu. Fleiri hafa nú greitt atkvæði utan kjörfundar en fyrir síðustu kosningar og búist er við að fjölmargir greiði atkvæði á morgun.

Fluttur á slysa­deild eftir mótor­hjóla­slys

Mótorhjólaslys átti sér stað í Mosfellsbæ um áttaleytið í kvöld og var einn fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins féll ökumaðurinn af hjóli sínu. 

Nú­verandi mönnun sé farin að ógna öryggi sjúk­linga

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gífurlegar áhyggjur af vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa og skorar á yfirvöld að bæta kjör og starfsumhverfi til að fjölga hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu.

Eim­skip hagnaðist um 1,5 milljarða á fyrsta árs­fjórðungi

Tekjur Eimskipa námu 239,7 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi 2022 og hækkuðu um 33% milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 10,5 milljónum evra, jafnvirði um 1.472 milljóna króna. Það er hátt í fjórföldun frá sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 2,8 milljóna evra hagnaði. 

Grunaður um nauðgun, ráns­til­raunir og líkams­á­rásir

Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um mörg brot á undanförnum vikum, þar á meðal nauðgun, ránstilraunir og líkamsárásir, var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 8. júní, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mótorhjólaslys í Laugardal

Minnst einn slasaðist í mótorhjólaslysi nærri Pylsuvagninum í Laugardal upp úr klukkan sex í kvöld.

Maður lést við Hengifoss

Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir voru kallaðar út að Hengifossi í norðanverðum Fljótsdal á öðrum tímanum í dag þegar tilkynning barst um veikan mann. 

Sjá meira