Innlent

Flug­vél lenti í Kefla­víkur vegna bilunar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Flugvél á vegum finnska flugfélagsins Finnair sem var á leið frá Helsinki til New York lenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í búnaði. Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð, en þegar vélin hafði lent án vandræða var allt viðbragð afturkallað.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að nokkrum sinnum í mánuði lendi flugvélar óvænt á Keflavíkurflugvelli, ýmist vegna veikinda eða bilunar.

„Þarna kemur upp einhver bilun sem ég veit ekki nákvæmlega hver var, en hún verður þess valdandi að flugstjóri óskar eftir því að koma til lendingar hjá okkur.“

„Útkallið var svo afboðað eftir að vélin lenti, þannig eftir því sem ég best veit lenti hún alveg heilu og höldnu.“

Um 120 manns hafi verið í vélinni, og hún hafi lent klukkan 21:24 í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×