Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2025 07:02 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, telur fyrri ríkisstjórn verða að svara hvernig misskilningur um losunarmarkmið landsins kom til. Vísir/Anton Brink Loftslagsráðherra segir áralangan misskilning stjórnvalda á þeirra eigin losunarmarkmiði „stórkostlegan áfellisdóm“ yfir loftslagsstjórnsýslu á Íslandi sem fyrri ríkisstjórnir þurfi að svara fyrir. Ríkisendurskoðun ætlar að taka út stjórnsýslu loftslagsmála. Íslensk stjórnvöld leiðréttu svonefnt landsákvarðað framlag sitt til Parísarsamningsins í haust. Það gerðu þau eftir að í ljós kom í fyrra að þau hefðu vísað til losunarmarkmiðs Evrópusambandsins í stað þess að setja sér sitt eigið markmið. Ástæðan virðist hafa verið sú að stjórnvöld hafi um árabil misskilið eðli samstarfs við Evrópusambandið og Noreg um Parísarsamninginn, að minnsta kosti frá því að þau skiluðu inn uppfærðu landsframlagi árið 2021 og líklega lengur. Ísland hefur átt í samstarfi við ESB frá upphafi Parísarsamningsins og varðandi Kýótóbókunina, forvera þess. Eftir leiðréttinguna er landsframlag Íslands til Parísarsamningsins nú 41 prósent samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda miðað við árið 2005 fyrir árið 2030 í stað 55 prósenta miðað við árið 1990 þegar vísað var til ESB-markmiðsins. „Þetta er auðvitað stórkostlegur áfellisdómur yfir loftslagsstjórnsýslu á Íslandi og þetta er auðvitað eitthvað sem fyrri ríkisstjórnir verða að svara fyrir hvernig í ósköpunum svona misskilningur getur verið uppi árum saman,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við Vísi. Niðurstaða svonefnds sprettshóps, starfshóps sem sem skoðaði málið í skyndi, sem Jóhann Páll skipaði þegar hann tók við ráðuneytinu var að íslensk stjórnvöld hefðu misskilið skuldbindingar sínar og eðli samstarfsins við ESB frá upphafi. Hópurinn fór meðal annars yfir öll samskipti fulltrúa Íslands og ESB aftur í tímann. Hann skilji vel að fólk klóri sér yfir kollinum hvernig þetta gat gerst. „Ég gapti auðvitað yfir þessu þegar ég kom inn í ráðuneytið og mér var greint frá því að þetta væri staðan,“ segir ráðherrann. Misskilningur frá upphafi Óvissa um framlag Íslands kom fyrst upp í óformlegum athugasemdum þegar Parísarsamningurinn var tekinn út snemma árs 2024. Í kjölfarið staðfestu fulltrúar sammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og ESB skilning sinn á orðalagi framlagsins. Niðurstaða svonefnds sprettshóps, starfshóps sem sem skoðaði málið í skyndi, sem Jóhann Páll skipaði þegar hann tók við ráðuneytinu var að íslensk stjórnvöld hefðu misskilið skuldbindingar sínar og eðli samstarfsins við ESB frá upphafi. Hópurinn fór meðal annars yfir öll samskipti fulltrúa Íslands og ESB aftur í tímann. „Þá er það okkar hlutverk að greiða úr þeim misskilningi, leiðrétta og tryggja að Ísland sé með markmið gagnvart Parísarsamningnum sem við getum raunverulega staðið undir. Þess vegna ákváðum við að leiðrétta þetta landsákvarðaða framlag,“ segir Jóhann Páll. Varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi staðfesti skilning sambandsins á því að Ísland væri með sérstaka aðild að Parísarsamningum við Vísi í vikunni. Samstarfið byggði á sameiginlegri skuldbindingu um að ná markmiðum samningsins. Ríkisendurskoðun sendi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu bréf á miðvikudag þar sem því var tilkynnt um stjórnsýsluúttekt á stjórnsýslu loftslagsmála. Hún eigi einkum að beinast að skipulagi, árangri, upplýsingamiðlun og fjármögnun á tímabilinu 2018 til 2025. Stefnt er að því að birta skýrslu með niðurstöðunum næsta vor. Misskilningurinn aðeins um markmiðið, ekki samstarfið í heild Samstarf Íslands og ESB gagnvart Parísarsamningnum snýst í reynd um að íslensk stjórnvöld hafa tekið upp þau stjórnerkfi sem Evrópusambandið hefur smíðað utan um loftslagsmarkmið sín og halda utan um samfélagslega losun, stóriðjulosun og losun frá landi. Þá hefur Ísland gengist undir skuldbindingar gagnvart þessum evrópsku kerfum sem eru óháðar Parísarsamningnum þó að markmið þeirra byggist á honum. Jóhann Páll segir að það flæki málið að misskilningurinn snúist aðeins um uppgjör Íslands gagnvart Parísarsamningnum en ekki um samstarfið við ESB í lofstlagsmálum. „Þessar spurningar um uppgjörið eru kannski ekki eitthvað sem er viðvarandil til umræðu heldur meira eitthvað sem kemur upp þegar er verið að skila gögnum á einhverra ára fresti,“ segir ráðherrann. Ísland gerðist aðili að Parísarsamkomulaginu í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Loftslagsráðherra segir nú að stjórnvöld hafi misskilið samstarf við ESB um samninginn frá upphafi.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið hefur vísað til þess að stjórnvöld hafi talið að samstarfið við ESB væri sama eðlis og á tíma Kýótóbókunarinnar. Þá gerði Ísland losun sína upp sameiginlega með sambandinu. Parísarsamningurinn var hins vegar ólíkur Kýótóbókuninni að hann lagði ekki lagalega bindandi kvaðir um samdrátt í losun á ríki heldur skuldbatt hann þau til þess að tilkynna losunarmarkmið og uppfæra þau upp á við á nokkurra ára fresti. Breytingin var meðal annars gerð að kröfu Bandaríkjanna en nær ómögulegt hefði verið fyrir Barack Obama, þáverandi forseta þeirra, að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun vegna andstöðu Repúblikanaflokksins sem viðurkennir ekki vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Evrópusambandið Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Íslensk stjórnvöld leiðréttu svonefnt landsákvarðað framlag sitt til Parísarsamningsins í haust. Það gerðu þau eftir að í ljós kom í fyrra að þau hefðu vísað til losunarmarkmiðs Evrópusambandsins í stað þess að setja sér sitt eigið markmið. Ástæðan virðist hafa verið sú að stjórnvöld hafi um árabil misskilið eðli samstarfs við Evrópusambandið og Noreg um Parísarsamninginn, að minnsta kosti frá því að þau skiluðu inn uppfærðu landsframlagi árið 2021 og líklega lengur. Ísland hefur átt í samstarfi við ESB frá upphafi Parísarsamningsins og varðandi Kýótóbókunina, forvera þess. Eftir leiðréttinguna er landsframlag Íslands til Parísarsamningsins nú 41 prósent samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda miðað við árið 2005 fyrir árið 2030 í stað 55 prósenta miðað við árið 1990 þegar vísað var til ESB-markmiðsins. „Þetta er auðvitað stórkostlegur áfellisdómur yfir loftslagsstjórnsýslu á Íslandi og þetta er auðvitað eitthvað sem fyrri ríkisstjórnir verða að svara fyrir hvernig í ósköpunum svona misskilningur getur verið uppi árum saman,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við Vísi. Niðurstaða svonefnds sprettshóps, starfshóps sem sem skoðaði málið í skyndi, sem Jóhann Páll skipaði þegar hann tók við ráðuneytinu var að íslensk stjórnvöld hefðu misskilið skuldbindingar sínar og eðli samstarfsins við ESB frá upphafi. Hópurinn fór meðal annars yfir öll samskipti fulltrúa Íslands og ESB aftur í tímann. Hann skilji vel að fólk klóri sér yfir kollinum hvernig þetta gat gerst. „Ég gapti auðvitað yfir þessu þegar ég kom inn í ráðuneytið og mér var greint frá því að þetta væri staðan,“ segir ráðherrann. Misskilningur frá upphafi Óvissa um framlag Íslands kom fyrst upp í óformlegum athugasemdum þegar Parísarsamningurinn var tekinn út snemma árs 2024. Í kjölfarið staðfestu fulltrúar sammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) og ESB skilning sinn á orðalagi framlagsins. Niðurstaða svonefnds sprettshóps, starfshóps sem sem skoðaði málið í skyndi, sem Jóhann Páll skipaði þegar hann tók við ráðuneytinu var að íslensk stjórnvöld hefðu misskilið skuldbindingar sínar og eðli samstarfsins við ESB frá upphafi. Hópurinn fór meðal annars yfir öll samskipti fulltrúa Íslands og ESB aftur í tímann. „Þá er það okkar hlutverk að greiða úr þeim misskilningi, leiðrétta og tryggja að Ísland sé með markmið gagnvart Parísarsamningnum sem við getum raunverulega staðið undir. Þess vegna ákváðum við að leiðrétta þetta landsákvarðaða framlag,“ segir Jóhann Páll. Varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi staðfesti skilning sambandsins á því að Ísland væri með sérstaka aðild að Parísarsamningum við Vísi í vikunni. Samstarfið byggði á sameiginlegri skuldbindingu um að ná markmiðum samningsins. Ríkisendurskoðun sendi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu bréf á miðvikudag þar sem því var tilkynnt um stjórnsýsluúttekt á stjórnsýslu loftslagsmála. Hún eigi einkum að beinast að skipulagi, árangri, upplýsingamiðlun og fjármögnun á tímabilinu 2018 til 2025. Stefnt er að því að birta skýrslu með niðurstöðunum næsta vor. Misskilningurinn aðeins um markmiðið, ekki samstarfið í heild Samstarf Íslands og ESB gagnvart Parísarsamningnum snýst í reynd um að íslensk stjórnvöld hafa tekið upp þau stjórnerkfi sem Evrópusambandið hefur smíðað utan um loftslagsmarkmið sín og halda utan um samfélagslega losun, stóriðjulosun og losun frá landi. Þá hefur Ísland gengist undir skuldbindingar gagnvart þessum evrópsku kerfum sem eru óháðar Parísarsamningnum þó að markmið þeirra byggist á honum. Jóhann Páll segir að það flæki málið að misskilningurinn snúist aðeins um uppgjör Íslands gagnvart Parísarsamningnum en ekki um samstarfið við ESB í lofstlagsmálum. „Þessar spurningar um uppgjörið eru kannski ekki eitthvað sem er viðvarandil til umræðu heldur meira eitthvað sem kemur upp þegar er verið að skila gögnum á einhverra ára fresti,“ segir ráðherrann. Ísland gerðist aðili að Parísarsamkomulaginu í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Loftslagsráðherra segir nú að stjórnvöld hafi misskilið samstarf við ESB um samninginn frá upphafi.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið hefur vísað til þess að stjórnvöld hafi talið að samstarfið við ESB væri sama eðlis og á tíma Kýótóbókunarinnar. Þá gerði Ísland losun sína upp sameiginlega með sambandinu. Parísarsamningurinn var hins vegar ólíkur Kýótóbókuninni að hann lagði ekki lagalega bindandi kvaðir um samdrátt í losun á ríki heldur skuldbatt hann þau til þess að tilkynna losunarmarkmið og uppfæra þau upp á við á nokkurra ára fresti. Breytingin var meðal annars gerð að kröfu Bandaríkjanna en nær ómögulegt hefði verið fyrir Barack Obama, þáverandi forseta þeirra, að fá Bandaríkjaþing til þess að samþykkja alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun vegna andstöðu Repúblikanaflokksins sem viðurkennir ekki vísindalega þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Evrópusambandið Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira