Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum. 28.8.2025 14:44
Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. 28.8.2025 13:41
Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Innviðaráðherra ætlar að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á haustþingi þar sem jarðgöngum verður meðal annars forgangsraðað. Fimm ár eru frá því að síðasta samgönguáætlun var lögð fram en lög gera ráð fyrir að hún sé uppfærð á þriggja ára fresti. 28.8.2025 09:33
Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Verulegar skemmdir urðu á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði í hörðum dróna- og skotflaugaárásum Rússa á borgina í nótt. Engan sakaði þar en að minnsta kosti tólf óbreyttir borgarar létust í árásum í íbúðabyggð. Búist er við að tala látinna hækki. 28.8.2025 08:28
Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Erlendur eigandi tæknifyrirtækisins Vélfags á Akureyri segir að það verði líklega lagt niður og starfsmönnum sagt upp vegna efnahagslega þvingana sem það sætir vegna tengsla við Rússland. Hann gagnrýnir harðlega utanríkisráðuneytið og Arion banka. 28.8.2025 07:49
Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Ein af stærstu peningaþvottastöðvum heims er sögð hafa leigt netþjóna frá íslensku hýsingarfyrirtæki til þess að þvætta tæpa 25 milljarða króna af illa fenginni rafmynt. Íslenska lögreglan aðstoðaði bandarísku alríkislögregluna við að upplýsa peningaþvættið. 28.8.2025 07:28
Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Íslenskt samfélag, stóriðja og land losaði meira magn gróðurhúsalofttegunda í fyrra en árið 2023. Stóraukin losun frá jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi átti meðal annars þátt í aukningunni. Horfur á að Ísland nái loftslagsskuldbindingum sínum fara versnandi ef eitthvað er. 27.8.2025 12:02
Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Borgaryfirvöldum í finnsku borginni Oulu er nóg boðið vegna þess að ítrekað hefur verið kúkað í almenningssundlaug í borginni í sumar. Þau hafa kært athæfið til lögreglu en á meðan gengur raðkúkarinn laus. 27.8.2025 11:11
Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Steinverkfæri, örvaroddar og dýrabein eru á meðal þess sem kafarar hafa fundið í leifum steinaldarbyggðar á botni Árósaflóa í Danmörku í sumar. Byggðin fór á kaf þegar sjávarstaða hækkaði hratt eftir síðustu ísöld. 27.8.2025 09:17
Ungstirni ryður sér til rúms Mynd sem VLT-sjónaukinn náði af reikistjörnu á frumstigum sínum er sú fyrsta sem sýnir slíka plánetu mynda belti í gas- og rykskífunni sem fóstraði hana. Uppgötvunin hjálpar stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. 26.8.2025 15:23