Saman á rauða dreglinum Jennifer Lopez og Ben Affleck voru saman á rauða dreglinum í New York í gær vegna frumsýningar á nýrri söngleikjamynd. Var þetta í fyrsta skiptið sem hjónin fyrrverandi sjást opinberlega saman síðan þau ákváðu að skilja í fyrra. 7.10.2025 09:47
Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, átti að spila á Bítla-heiðurstónleikum í gær en þurfti að leggjast inn á spítala og gat því ekki komið fram. Hann hafði fundið fyrir miklum verkjum, var fluttur í flýti á spítala og þurfti þar að fjarlægja úr honum gallblöðruna. 6.10.2025 16:38
Enn veldur Britney áhyggjum Tónlistarkonan Britney Spears veldur aðdáendum sínum enn á ný áhyggjum. Nú segist hún hafa dottið niður stiga heima hjá vini sínum og er ekki viss hvort hún sé fótbrotin eða ekki. 6.10.2025 13:31
Trúlofuðu sig í laxveiði Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og einn eigandi Skot Productions, og Sigurður Viðarsson, framkvæmdastjóri Aparta á Íslandi, eru trúlofuð eftir rúmlega árs samband. 6.10.2025 10:36
„Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Ég er mættur í eiginlega algjöra óvissuferð, sem hófst í morgun þegar ég sótti móður mína í Hveragerði og skutlaði henni í Selsund sem er bóndabær undir Heklu. Ég ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist á bílnum að Krakatind.“ 3.10.2025 14:32
Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Tólf klukkustunda sviðslistarhátíðin „Komum út í mínus“ fer fram laugardaginn 4. október frá hádegi til miðnættis. Markmiðið er lyfta upp grasrót íslenskra sviðslista og geta áhorfendur kíkt á dansverk um fótbolta, hlustað á uppistand, sánað sig eða fengið sér pulsu. 3.10.2025 14:03
Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Aðdáendur Taylor Swift eru sannfærðir um að poppstjarnan sé að dissa bresku tónlistarkonuna Charli XCX á nýútkominni plötu sinni. Swift syngur um ónefnda söngkonu sem baktali sig meðan viðkomandi var útúrkókuð. 3.10.2025 10:40
Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Tæplega þriggja tíma hasarsprengja með sprenghlægilegum karakterum, æsispennandi framvindu og hárbeittri ádeilu. Hér mætast róttækir byltingarsinnar, freðinn faðir með ofsóknaræði, innflytjendur í leit að betra lífi og fasistar sem beita óhræddir hernaðarvaldi. 3.10.2025 07:02
Keith sagður kominn með nýja kærustu Kántrísöngvarinn Keith Urban er sagður þegar kominn með nýja kærustu en eiginkona hans, Nicole Kidman, sótti um skilnað í vikunni eftir nítján ára hjónaband. Kærastan ku vera yngri kona úr kantrísenunni og hefur nafn gítarleikarans Maggie Baugh verið nefnt í því samhengi. 2.10.2025 16:09
Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Rússneskur kvikmyndagerðarmaður, sem sýnir heimildarmyndina Smákarl gegn Pútín á RIFF, nær ekki að fylgja myndinni til Íslands þar sem afgreiðslu vegabréfs hans „hefur verið frestað“ af rússneskum yfirvöldum. 2.10.2025 12:17