Ósanngjarnt að börn hafi úrslitavald Kennari við Kársnesskóla skorar á fulltrúa í menntaráði og bæjarstjórn Kópavogs að endurskoða þá ákvörðun að láta nemendur skólans frá fyrsta upp í tíunda bekk velja nafn á þá nýju skóla sem verða til við skiptingu Kársnesskóla í tvennt. 16.12.2024 18:49
Fyrirtækjaleikskólar innleiði mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið Kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ segir að áform fyrirtækja á borð við Alvotech og Arion banka að koma á fót leikskólum og dagvistunarúrræðum á höfuðborgarsvæðinu séu til þess fallin að innleiða mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið. 16.12.2024 18:14
Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Ísraelsk stjórnvöld hafa tilkynnt um að sendiráði Ísraels í Dyflinni á Írlandi verði lokað. Utanríkisráðuneytið segir það helst koma til vegna „öfgafullrar“ og „andsemitískrar“ stefnu írskra stjórnvalda í garð Ísraels. 15.12.2024 16:18
Búseti sættir sig ekki við vöruhúsið Húsnæðissamvinnufélagið Búseti sættir sig ekki við stærðarinnar vöruhús sem reist var fáum metrum frá fjölbýlishúsi í þeirra eigu. Framkvæmdastjórinn segir stjórnendur munu funda með lögmanni sínum á morgun. 15.12.2024 15:31
Fer úr Efstaleiti yfir til SFS Benedikt Sigurðsson sagði skilið við fréttastofu RÚV og hefur nú verið ráðinn aftur til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar starfaði hann áður sem upplýsingafulltrúi. 15.12.2024 13:49
Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15.12.2024 13:07
Kona lést í skotárás í Lundúnum Kona á fimmtugsaldri lést þegar skothríð hófst í norðurhluta Lundúna í gærnótt. Tveir karlmenn á fertugsaldri voru særðir og er annar þeirra þungt haldinn á sjúkrahúsi. 15.12.2024 12:30
Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Karlmaður á sextugsaldri og kona á þrítugsaldri hafa verið ákærð fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til andláts á Suður-Jótlandi vegna andláts tveggja ára barns. 15.12.2024 10:11
„Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir ummæli borgarstjóra um hæð og útlit umdeilds vöruhúss í Breiðholti „Framsóknarleg.“ Hún segir tillögur hans um að minnka umfang hússins bakkaklór. 14.12.2024 17:11
Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Mikheil Kavelashvili var í dag kjörinn forseti Georgíu. Hann var einn í framboði. Hann er sagður hallur undir Kremlið og andvígur áframhaldandi aðildarviðræðum landsins að Evrópusambandinu. 14.12.2024 15:15