Heimsfaraldur aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, telur heimsfaraldur hafa aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki og tölur frá Alfreð ráðningaþjónustu benda til þess að auglýsingum mannauðsstarfa hafi fjölgað verulega síðastliðin ár. 6.10.2021 06:58
Í kjölfar Covid: Snúa vörn í sókn með enn meiri íslenska hönnun Um þessar mundir eru íslensk fyrirtæki að birta ársuppgjör fyrir árið 2020. Áhrif Covid eru því að birtast í tölum en á sama tíma einnig þær aðgerðir sem fyrirtæki eru að ráðast í til að snúa vörn í sókn. 4.10.2021 07:00
„Ég er eiginlega bara partí plötusnúður“ Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Fiskikóngsisn og Heitirpottar.is, segist vakna á nóttunni enda vekjaraklukkan stillt á rúmlega klukkan fimm. Þá þarf að huga að hvernig bátum hefur gengið að afla. Eitt það skemmtilegasta sem Kristján gerir er að vera plötusnúður og skemmta fólki. 2.10.2021 10:00
Agnar Freyr ráðinn deildarstjóri netmarkaðsmála hjá Birtingahúsinu Agnar Freyr Gunnarsson hefur verið ráðinn deildarstjóri netmarkaðsmála hjá Birtingahúsinu. Hann kom til starfa snemma árs 2020 og hefur verið að sinna viðskiptaþróun og markaðssetningu á samfélagsmiðlum ásamt annarri netráðgjöf fyrir viðskiptavini félagsins. Agnar 1.10.2021 10:47
Helmingslíkur á að skilaboðin frá þér séu misskilin Niðurstöður rannsóknar sem birt var um árið í Journal of Personality and Social Psychology sýna að um 80% okkar telja að skilaboð sem við sendum séu rétt túlkuð. Þetta er mikill misskilningur því hið rétta er að um 50% fólks sem við sendum tölvupósta, SMS eða önnur skilaboð, eru ekki að skilja skilaboðin frá okkur eins og við teljum. 1.10.2021 07:00
Teitur til Eyland Spirits Teitur Þór Ingvarsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eyland Spirits, framleiðanda Ólafsson gins. Teitu er með M.Sc. í fjármálum fyrirtækja en hann starfaði meðal annars áður sem fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Florealis og var í tíu ár í fyrirtækjaráðgjöf og hagdeild Arion banka. 30.9.2021 15:26
Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30.9.2021 07:01
Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám. 29.9.2021 07:01
„Fjölskylda og vinir halda að við séum búnir að meika það“ Í síðustu viku sagði Vísir frá því að íslenska sprotafyrirtækið Lightsnap hefði sprengt öll nýskráningarmet Google þegar það opnaði fyrir appþjónustuna sína í Svíþjóð. Fyrir vikið misskildi Google viðtökurnar og taldi að um netárás væri að ræða. Lightsnap hyggst á enn frekari útrás og stefnir næst á að opna í Bandaríkjunum. 27.9.2021 07:01
Liðin tíð að vaka frameftir og allt betra eftir fjölskyldusund Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, vaknar snemma og klárar helst hreyfingu dagsins á „ókristilegum tíma“ að eiginmanninum finnst. Hún segir það liðna tíð að geta vakað lengi fram eftir, reynir að vera með fyrri part vinnuvikunnar þyngri en síðari hlutann og í uppáhaldi eru sundferðir fjölskyldunnar. Þar stendur Sundhöll Reykjavíkur meðal annars upp úr, sem Ásta upplifir eins og að fara í sund á safni. 25.9.2021 10:00