Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Búið er að finna tvo skartgripi sem var stolið úr Louvre í París í morgun. Alls voru níu hlutir teknir en þjófanir komust á brott með átta þeirra. Málið er til rannsóknar. 19.10.2025 16:55
Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur Formaður utanríkismálanefndar Alþingis telur tvísýnt að vopnahlé Ísraela og Hamas haldi. Hann og alþjóðastjórnmálafræðingur sammælast um að hlutverk Bandaríkjaforseta sé gífurlega mikilvægt í vopnahlésviðræðunum. 19.10.2025 16:32
Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Í kjölfar gríðarstórra mótmæla í Bandaríkjunum birti Bandaríkjaforseti gervigreindarmyndband þar sem hann sést með kórónu á höfði að fljúga herþotu sem skýtur hægðum á mótmælendur. Ekki er þetta fyrsta gervigreindarmyndbandið af þessu tagi sem forsetinn birtir. 19.10.2025 15:53
Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Hugleiki Dagssyni hefur verið hent út af Meta-aðgöngum sínum fyrir að brjóta reglur miðlanna. Hann veit ekki um hvaða mynd sé að ræða en spýtukallanekt viðrist fara fyrir brjóstið á algóritma Meta. 19.10.2025 15:01
„Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Það er löngu komin tími til að þú, Guðmundur Ingi og þitt ráðuneyti, hysjið upp um ykkur, takið ábyrgð og sýnið það í verki, áður en að fleiri börn deyja á ykkar vakt. Því barnið mitt dó á ykkar vakt og það er blákaldur sannleikurinn,“ skrifar móðir sautján ára drengs sem lést í eldsvoðanum á Stuðlum fyrir ári síðan. 19.10.2025 13:52
Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19.10.2025 10:16
Louvre-safni lokað vegna ráns Louvre-safninu í Parísarborg hefur verið lokað vegna ráns í húsakynnum þess. Níu hlutir úr skartgripasafni Napóleons voru teknir. Einn þeirra er þegar fundinn. 19.10.2025 09:33
Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. 19.10.2025 09:24
Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Búist er við að milljónir manna flykkist út á götur bandarískra borgra til að taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Donald Trumps. Samtökin No Kings eru að baki mótmælunum en þau héldu einnig gríðarstór mómtæli í júní. 18.10.2025 17:25
Fjórir á lista Páls hættir við Fjórir af þeim sex sem prýddu framboðslista Páls Baldvins Baldvinssonar til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur eru hættir við framboðið. Þrír þeirra staðfestu aldrei framboð sitt. 18.10.2025 16:39