Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Hollenski ölframleiðandinn Heineken tilkynnti í dag að eftir þriggja áratuga samstarf við Meistaradeild Evrópu í fótbolta væri nú ljóst að því myndi ljúka sumarið 2027. 30.10.2025 17:15
Aron Einar kominn á toppinn Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í liði Al Gharafa þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Al Duhail og kom sér á topp katörsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 30.10.2025 16:44
Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Patrekur Jóhannesson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handbolta. Í tilkynningu handknattleiksdeildarinnar er honum þakkað fyrir vel unnin störf hjá félaginu síðustu fimm ár. 30.10.2025 16:02
Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Rússneski hlauparinn Iskander Yadgarov fór óvenjulega leið í vali á skóbúnaði þegar hann keppti í hálfmaraþoni í Valencia á dögunum. Hann hljóp nefnilega í Crocs-skóm en náði engu að síður að klára hlaupið á innan við sjötíu mínútum. 30.10.2025 13:28
Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Arsenal hefur gengið einstaklega vel að verja mark sitt það sem af er leiktíð og fékk verðskuldað lof í nýjasta þættinum af Fantasýn, þar sem rýnt er í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 30.10.2025 13:09
Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Michael Carrick, fimmfaldur Englandsmeistari með Manchester United, segir að sigur síns gamla liðs gegn Liverpool á Anfield gæti hafa markað tímamót. 30.10.2025 12:00
Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Líkt og frá stofnun Þjóðadeildar kvenna í fótbolta verður Ísland áfram í hópi sextán bestu landsliða Evrópu, í A-deild, á næsta ári þegar leikin verður undankeppni HM í Brasilíu. Ísland valtaði yfir Norður-Írland í umspilseinvígi þjóðanna. 29.10.2025 18:44
Arteta fyrstur stjóranna á fætur Stjórarnir í ensku úrvalsdeildinni taka daginn snemma enda í mörg horn að líta í vægast sagt stressandi starfi. Það kemst fátt annað að en fótbolti í lífi þeirra. 29.10.2025 16:30
Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Gunnlaugur Árni Sveinsson er fyrstur Íslendinga kominn í hóp tíu bestu áhugakylfinga heims eftir að hafa náð 9. sæti á nýjasta listanum. 29.10.2025 14:12
Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Belgískir fjölmiðlar velta fyrir sér stöðu Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta, nú þegar ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild fyrir undankeppni HM á næsta ári. 29.10.2025 13:00