Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Lilja Rannveig er nýr ritari Framsóknarflokksins. Lilja hlaut 53,3 prósent atkvæða í kosningu sem fór fram síðdegis í dag á fundi miðstjórnar. Jónína Brynjólfsdóttir hlaut 27,2 prósent atkvæða og Einar Freyr Elínarson hlaut 19,5 prósent atkvæða. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. 18.10.2025 18:09
„Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18.10.2025 14:44
Allt bendir til verkfalls Allt bendir til að flugumferðarstjórar fari í verkfall annað kvöld. Engin niðurstaða fékkst á fundi í kjaradeilu þeirra og Samtaka atvinnulífsins í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður. 18.10.2025 12:42
Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Íbúi í Fossvogi segir að strætóumferð í gegnum hverfið úr Kópavogi geri það að umferðareyju. Hann segir að sextán strætisvagnar muni keyra í gegnum hverfið á hverri klukkustund verði strætó að ósk sinni að opna þar leið á milli Kópavogs og Reykjavíkur. 16.10.2025 19:31
Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Prófessor í stjórnmálafræði segir slagorð Miðflokksins í anda svipað þenkjandi flokka í öðrum löndum þar sem þjóðernishyggja er sett á oddinn. Þá segir hún Ísland eiga allt undir í alþjóðasamstarfi og fái oftar en ekki meira til baka en gefið sé í slíkt samstarf. 13.10.2025 23:31
Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu. 13.10.2025 12:15
Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Snorri Másson var kjörinn varaformaður Miðflokksins með töluverðum yfirburðum á landsþingi flokksins í dag. Hann segist þakklátur fyrir að fá að vera rödd fólks í málum þar sem öðrum finnst erfitt að tjá sig. 12.10.2025 20:29
„Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. 11.10.2025 19:09
Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir tölur frá ungloðnumælingum Hafrannsóknastofnunar gríðarlega jákvæðar. Hann vonast til að frekari mælingar gefi tilefni til að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. 11.10.2025 13:01
„Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Bóndi á Kirkjuhóli segir sárt að skera þurfi fé en riða greindist á bænum í gær. Grunur um smit vaknaði í síðustu viku en hann segist hafa vitað um leið og hann sá kindina að um riðu væri að ræða, símtalið til Matvælastofnunar hafi verið þungt. 7.10.2025 22:06