Innlent Stórslys í Laxá í Leirársveit Fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun segir stórslys hafa orðið í Laxá í Leirársveit vegna lagningar hitaveitu efst í ánni. Starfsmenn Hitaveitu Hvalfjarðar segjast vera vinna verk sem þeim var falið og fyrir því séu leyfi. Innlent 3.10.2006 18:04 Tvö flugfélög bjóða í flug til Eyja Tvö flugfélög hafa gert tilboð í tímabundna flugþjónustu á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, Flugfélag Íslands og Landsflug. Vegagerðin hefur skilað inn minnisblaði þessa efnis til samgönguráðuneytisins. Innlent 3.10.2006 17:34 Frjálslyndi armurinn hefur náð yfirhöndinni Frjálslyndur armur Sjálfstæðisflokksins hefur náð yfirhöndinni, segir stjórnmálafræðingur í framhaldi af því að Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri flokksins. Ungur lögmaður, Andri Óttarsson, tekur við þessari valdamiklu stöðu af Kjartani. Innlent 3.10.2006 17:50 Sjálfstæðismenn takast á í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðismenn takast á um það í Norðvesturkjördæmi hvort halda eigi prófkjör eða hvort stillt verði upp á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir ungir sjálfstæðismenn hafa lýst yfir áhuga á því að vera á lista flokksins í kjördæminu. Innlent 3.10.2006 17:14 Geir flytur stefnuræðu sína í kvöld Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytur í kvöld stefnuræða sína á Alþingi. Geir flytur ræðuna klukkan 19:50 en í framhaldinu fara svo fram umræður. Sýnt verður beint frá stefnuræðunni og umræðunum á Vísir.is. Innlent 3.10.2006 16:18 Fær heilan dag með Beckham í Madrid Innlent 3.10.2006 15:48 Á að tryggja að ekki sé óeðlileg mismunun Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um breytingar á lögum um heimild til samning um álbræðslu á Grundartanga. Frumvarpið er í tengslum við stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga Innlent 3.10.2006 15:27 Samfylkingin ekki hrifin af fjárlagafrumvarpinu Innlent 3.10.2006 15:10 Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar Nýtt frumvarp um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkið hefur endurgreitt 12% af þeim kostnaði sem fellur til vegna kvikmyndagerðar en lög þess efnis falla úr gildi í lok ársins. Innlent 3.10.2006 14:43 Skólabygging hafin í Malaví Innlent 3.10.2006 14:23 Enn eitt barn brennist í baði Innlent 3.10.2006 14:13 Lifandi gínur Innlent 3.10.2006 13:31 Mikil endurnýjun í þingmannahópnum Mikil endurnýjun verður í þingmannahópnum við upphaf næsta kjörtímabils. Sjö þingmenn hafa hætt á kjörtímabilinu og aðrir sjö tilkynnt að þeir hyggist hætta við lok kjörtímabilsins. Innlent 3.10.2006 12:29 Kvartar til Umboðsmanns Alþingis Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, hefur lagt fram kvörtun til Umboðsmann Alþingis þar sem þess er óskað að hann láti fara fram mat á því hvort borgarráð hafi farið að settum reglum þegar ráðið ákvað hinn 21.september sl. að ráða Stellu K. Víðisdóttur, viðskiptafræðing í starf sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Innlent 3.10.2006 11:49 Samfylkingin - prófkjör í SV kjördæmi Haldið verður prófkjör vegna vals á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi við Alþingiskosningar vorið 2007. Prófkjörið fer fram laugardaginn 4. nóvember 2006. Rétt til framboðs í prófkjörinu eiga allir félagar í Samfylkingunni sem hafa kjörgengi við Alþingiskosningar 2007. Innlent 3.10.2006 11:33 Vonbrigði með flutning ratsjárstöðvar Bæjarráð Bolungarvíkur lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Ratsjárstofnunar að segja upp starfsfólki ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli og flytja hluta starfa þess til höfuðborgarsvæðisins Innlent 3.10.2006 11:26 KB banki spáir minni þjóðarútgjöldum og lækkandi verðbólgu Innlent 3.10.2006 11:15 Stefnt að skráningu Icelandair fyrir áramót FL Group og Glitnir hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Glitnir sölutryggir 51 prósents hlut í Icelandair Group. Þetta þýðir að Icelandair Group hverfur úr samstæðu FL Group þegar áreiðanleikakönnun lýkur. Stefnt er að því að henni ljúki um miðjan október og verður Icelandair Group skráð á hlutabréfamarkað fyrir áramót. Viðskipti innlent 3.10.2006 10:50 Næstmesta verðbólgan á Íslandi Verðbólga mældist 3 prósent á ársgrundvelli innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í ágúst. Þetta er 0,1 prósentustigi minni verðbólga en mældist fyrir mánuði. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi en mest í Tyrklandi. Viðskipti innlent 3.10.2006 10:33 Krafist gæsluvarðahalds yfir tvítugum manni Lögreglan í Hafnarfirði krafðist í gær gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manni á tvítugs aldri, sem hún handtók tvisvar um helgina vegna innbrota. Auk þeirra á hann langan brotaferil og vill lögreglan að hann gangi ekki laus þar til hann hlýtur dóm og fer að afplána hann. Dómari tekur afstöðu til kröfu lögreglunnar í dag. Innlent 3.10.2006 09:54 Stjórnmálaskóli fyrir konur Innlent 3.10.2006 10:22 Viðræðum um sölu á Icelandair slitið Slitnað hefur upp úr viðræðum FL Group og Kaupþings um kaup bankans á Icelandair, dótturfélagi FL Group, fyrir hönd fjárfestingarfélagsins Kers hf. Ker er í eigu Ólafs Ólafssonar, eiganda Samskipa. Viðskipti innlent 3.10.2006 10:17 Fjórtán teknir fyrir of hraðan akstur Lögreglan í Reykjavík stöðvaði og kærði 14 ökumenn fyrir of hraðan akstur frá klukkan ellefu í gærkvöldi til klukkan tvö í nótt. Þeir voru allir á öðru hundraðinu á götum þar sem hámarkshraði er sextíu. Innlent 3.10.2006 09:51 Heildarveltan eykst í Kauphöllinni Heildarveltan í Kauphöll Íslands eru meiri fyrstu 9 mánuði þessa árs en allt árið í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsyfirliti sem birt var í gær. Innlent 3.10.2006 09:24 Viðskipti stöðvuð með bréf í FL Group Viðskipti voru stöðvuð með bréf FL Group í Kauphöll Íslands í morgun. Ekki liggur fyrir hver ástæðan er á þessari stundu en í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að fréttar sé að vænta. Viðskipti innlent 3.10.2006 09:55 Lokið við stækkun Norðurál, dótturfélag Century Aluminum Company, hefur lokið gangsetningu allra kera í núverandi stækkunaráfanga álversins á Grundartanga. Vígsluathöfn var haldin af því tilefni þar í gær. Innlent 3.10.2006 09:28 Innbrot og bensínþjófnaðir Innlent 3.10.2006 09:28 Leituðu að sjö ára dreng Björgunarsveitir í Þingeyjarsýslum voru kallaðar út á níunda tímanum í gærkvöldi til að leita að sjö ára dreng sem hafði ekki skilað sér heim að Laugum í Reykjadal á tilsettum tíma. Innlent 3.10.2006 09:17 Slapp lítið meiddur eftir veltu Tafir urðu á umferð um Reykjanesbraut í nótt eftir að stór dráttarbíll með langan vagn, fullhlaðinn fiski, valt á mótum brautarinnar og Grindavíkurvegar. Ökumaður slapp lítið meiddur. Innlent 3.10.2006 09:14 Hvetur til umræðu um krónuna Kostnaður við krónuna sem gjaldmiðil er meiri en nemur ávinningnum af því að halda henni, segir Michael E. Porter, prófessor við Harvard Business School, sem af mörgum er talinn einhver áhrifamesti viðskiptahugsuður vorra tíma. Viðskipti innlent 2.10.2006 21:18 « ‹ 219 220 221 222 223 224 225 226 227 … 334 ›
Stórslys í Laxá í Leirársveit Fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun segir stórslys hafa orðið í Laxá í Leirársveit vegna lagningar hitaveitu efst í ánni. Starfsmenn Hitaveitu Hvalfjarðar segjast vera vinna verk sem þeim var falið og fyrir því séu leyfi. Innlent 3.10.2006 18:04
Tvö flugfélög bjóða í flug til Eyja Tvö flugfélög hafa gert tilboð í tímabundna flugþjónustu á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, Flugfélag Íslands og Landsflug. Vegagerðin hefur skilað inn minnisblaði þessa efnis til samgönguráðuneytisins. Innlent 3.10.2006 17:34
Frjálslyndi armurinn hefur náð yfirhöndinni Frjálslyndur armur Sjálfstæðisflokksins hefur náð yfirhöndinni, segir stjórnmálafræðingur í framhaldi af því að Kjartan Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri flokksins. Ungur lögmaður, Andri Óttarsson, tekur við þessari valdamiklu stöðu af Kjartani. Innlent 3.10.2006 17:50
Sjálfstæðismenn takast á í Norðvesturkjördæmi Sjálfstæðismenn takast á um það í Norðvesturkjördæmi hvort halda eigi prófkjör eða hvort stillt verði upp á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir ungir sjálfstæðismenn hafa lýst yfir áhuga á því að vera á lista flokksins í kjördæminu. Innlent 3.10.2006 17:14
Geir flytur stefnuræðu sína í kvöld Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytur í kvöld stefnuræða sína á Alþingi. Geir flytur ræðuna klukkan 19:50 en í framhaldinu fara svo fram umræður. Sýnt verður beint frá stefnuræðunni og umræðunum á Vísir.is. Innlent 3.10.2006 16:18
Á að tryggja að ekki sé óeðlileg mismunun Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp um breytingar á lögum um heimild til samning um álbræðslu á Grundartanga. Frumvarpið er í tengslum við stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga Innlent 3.10.2006 15:27
Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar Nýtt frumvarp um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkið hefur endurgreitt 12% af þeim kostnaði sem fellur til vegna kvikmyndagerðar en lög þess efnis falla úr gildi í lok ársins. Innlent 3.10.2006 14:43
Mikil endurnýjun í þingmannahópnum Mikil endurnýjun verður í þingmannahópnum við upphaf næsta kjörtímabils. Sjö þingmenn hafa hætt á kjörtímabilinu og aðrir sjö tilkynnt að þeir hyggist hætta við lok kjörtímabilsins. Innlent 3.10.2006 12:29
Kvartar til Umboðsmanns Alþingis Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, hefur lagt fram kvörtun til Umboðsmann Alþingis þar sem þess er óskað að hann láti fara fram mat á því hvort borgarráð hafi farið að settum reglum þegar ráðið ákvað hinn 21.september sl. að ráða Stellu K. Víðisdóttur, viðskiptafræðing í starf sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Innlent 3.10.2006 11:49
Samfylkingin - prófkjör í SV kjördæmi Haldið verður prófkjör vegna vals á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi við Alþingiskosningar vorið 2007. Prófkjörið fer fram laugardaginn 4. nóvember 2006. Rétt til framboðs í prófkjörinu eiga allir félagar í Samfylkingunni sem hafa kjörgengi við Alþingiskosningar 2007. Innlent 3.10.2006 11:33
Vonbrigði með flutning ratsjárstöðvar Bæjarráð Bolungarvíkur lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Ratsjárstofnunar að segja upp starfsfólki ratsjárstöðvarinnar á Bolafjalli og flytja hluta starfa þess til höfuðborgarsvæðisins Innlent 3.10.2006 11:26
Stefnt að skráningu Icelandair fyrir áramót FL Group og Glitnir hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Glitnir sölutryggir 51 prósents hlut í Icelandair Group. Þetta þýðir að Icelandair Group hverfur úr samstæðu FL Group þegar áreiðanleikakönnun lýkur. Stefnt er að því að henni ljúki um miðjan október og verður Icelandair Group skráð á hlutabréfamarkað fyrir áramót. Viðskipti innlent 3.10.2006 10:50
Næstmesta verðbólgan á Íslandi Verðbólga mældist 3 prósent á ársgrundvelli innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í ágúst. Þetta er 0,1 prósentustigi minni verðbólga en mældist fyrir mánuði. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi en mest í Tyrklandi. Viðskipti innlent 3.10.2006 10:33
Krafist gæsluvarðahalds yfir tvítugum manni Lögreglan í Hafnarfirði krafðist í gær gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir manni á tvítugs aldri, sem hún handtók tvisvar um helgina vegna innbrota. Auk þeirra á hann langan brotaferil og vill lögreglan að hann gangi ekki laus þar til hann hlýtur dóm og fer að afplána hann. Dómari tekur afstöðu til kröfu lögreglunnar í dag. Innlent 3.10.2006 09:54
Viðræðum um sölu á Icelandair slitið Slitnað hefur upp úr viðræðum FL Group og Kaupþings um kaup bankans á Icelandair, dótturfélagi FL Group, fyrir hönd fjárfestingarfélagsins Kers hf. Ker er í eigu Ólafs Ólafssonar, eiganda Samskipa. Viðskipti innlent 3.10.2006 10:17
Fjórtán teknir fyrir of hraðan akstur Lögreglan í Reykjavík stöðvaði og kærði 14 ökumenn fyrir of hraðan akstur frá klukkan ellefu í gærkvöldi til klukkan tvö í nótt. Þeir voru allir á öðru hundraðinu á götum þar sem hámarkshraði er sextíu. Innlent 3.10.2006 09:51
Heildarveltan eykst í Kauphöllinni Heildarveltan í Kauphöll Íslands eru meiri fyrstu 9 mánuði þessa árs en allt árið í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsyfirliti sem birt var í gær. Innlent 3.10.2006 09:24
Viðskipti stöðvuð með bréf í FL Group Viðskipti voru stöðvuð með bréf FL Group í Kauphöll Íslands í morgun. Ekki liggur fyrir hver ástæðan er á þessari stundu en í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að fréttar sé að vænta. Viðskipti innlent 3.10.2006 09:55
Lokið við stækkun Norðurál, dótturfélag Century Aluminum Company, hefur lokið gangsetningu allra kera í núverandi stækkunaráfanga álversins á Grundartanga. Vígsluathöfn var haldin af því tilefni þar í gær. Innlent 3.10.2006 09:28
Leituðu að sjö ára dreng Björgunarsveitir í Þingeyjarsýslum voru kallaðar út á níunda tímanum í gærkvöldi til að leita að sjö ára dreng sem hafði ekki skilað sér heim að Laugum í Reykjadal á tilsettum tíma. Innlent 3.10.2006 09:17
Slapp lítið meiddur eftir veltu Tafir urðu á umferð um Reykjanesbraut í nótt eftir að stór dráttarbíll með langan vagn, fullhlaðinn fiski, valt á mótum brautarinnar og Grindavíkurvegar. Ökumaður slapp lítið meiddur. Innlent 3.10.2006 09:14
Hvetur til umræðu um krónuna Kostnaður við krónuna sem gjaldmiðil er meiri en nemur ávinningnum af því að halda henni, segir Michael E. Porter, prófessor við Harvard Business School, sem af mörgum er talinn einhver áhrifamesti viðskiptahugsuður vorra tíma. Viðskipti innlent 2.10.2006 21:18