Njósnir að undirlagi Björgólfs Thors

Fréttamynd

„Vona að þú sofir vel“

„Vona að þú sofir vel“. Þessi skilaboð bárust Helga Seljan blaðamanni á Messenger Facebook í kjölfar Kveiks-þáttar sem fjallaði um njósnir sem fyrirtækið PPP ehf. stóð fyrir að undirlagi Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis 2012.

Innlent
Fréttamynd

Buðu mót­herjum Björg­ólfs fyrst þjónustu sína

Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar buðu fyrst þjónustu sína lögmönnum sem undirbjuggu málsókn gegn Björgólfi. Einn lögmannanna segir að aðeins hafi verið rætt um lögmæta gagnaöflun.

Innlent
Fréttamynd

Gefur lítið fyrir tal um fyrningu

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og eitt viðfang njósna sem hafa verið á allra vörum síðan fjallað var um þær í gærkvöldi, furðar sig á tali ríkissaksóknara um að meint brot kunni að vera fyrnd.

Innlent
Fréttamynd

Brot á trausti gagn­vart fé­lögum Lúð­víks sem vilji hjálpa

Formaður Nefndar um eftirlit með lögreglu segir að mál Lúðvíks Kristinssonar lögreglumanns sem leystur hefur verið frá störfum vegna njósna sé litið alvarlegum augum. Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til að endurskoða reglur um aukastörf lögreglumanna en forstjóri Persónuverndar segist ekki telja að heimildir til slíks eftirlits yrðu gefnar. F

Innlent
Fréttamynd

Lítur málið mjög al­var­legum augum

Þegar lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um efni umfjöllunar Kveiks í gær var málið sent þá þegar, að frumkvæði embættisins, til meðferðar hjá embætti ríkissaksóknara. Í beinu framhaldi var viðkomandi lögreglumaður sendur í leyfi á meðan rannsókn þess fer fram.

Innlent
Fréttamynd

Gætu þurft að endur­skoða auka­störf lög­reglu­manna

Ríkislögreglustjóri segir lögregluna þurfa að kanna hvort ástæða sé til þess að endurskoða aukastörf lögreglumanna eftir uppljóstranir um að starfandi lögreglumaður hafi tekið þátt í njósnum um fólk í aukastarfi. Lögreglumenn séu í ýmsum störfum samhliða lögreglustörfunum.

Innlent
Fréttamynd

Grunar að fleiri lög­reglu­menn hafi verið við­riðnir njósnirnar

Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á meintum njósnaaðgerðum Björgólfs Thors Björgólfssonar segist gruna að fleiri lögreglumenn hafi aðstoðað við njósnirnar heldur en einungis einn varðstjóri hjá umferðarlögreglu. Héraðssaksóknari segir að sér sé brugðið vegna málsins, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki tjá sig um málið. 

Innlent
Fréttamynd

Málið á­fall fyrir em­bættið

Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og fyrrverandi sérstakur saksóknari, segir að njósnamálið sem Kveikur fjallaði um í gærkvöldi sé áfall fyrir saksóknaraembættið. Það sem lýst sé í þættinum gangi gegn öllum gildum og siðferði innan lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“

Vilhjálmur Bjarnason segir að njósnir um hann hafi verið miklu svakalegri en hann gerði sér grein fyrir þegar hann frétti fyrst af málinu fyrir hálfum mánuði. Björgólfur Thor Björgólfsson stóð fyrir umfangsmiklum njósnum um Vilhjálm árið 2012 með aðstoð lögreglumanna.

Innlent