Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. maí 2025 21:13 Harry segir hugsanlegar sættir við fjölskylduna helst hafa strandað á málaferlunum. Nú þegar þeim er lokið þætti honum vænt um að ná sáttum. EPA Harry Bretaprins segir að honum þætti verulega vænt um að ná sáttum við bresku konungsfjölskylduna eftir allt sem gengið hefur á. Í tilfinningaþrungnu viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann niðurbrotinn eftir að hafa tapað máli fyrir Hæstarétti í Lundúnum vegna reglna um öryggisgæslu fyrir fjölskyldu hans í Bretlandi. Í viðtalinu segir Harry föður sinn, Karl III Bretakonung, neita að tala við hann af öryggisástæðum. Hann segist ólmur vilja grafa stríðsöxina með fjölskyldu sinni, enda viti hann ekki hve lengi faðir hans lifir. Þrátt fyrir deilurnar fyrirgæfi hann fjölskyldunni allt. Harry tapaði í dag dómsmáli gegn breska ríkinu sem snerist um hve mikilli öryggisgæslu fjölskylda hans á rétt á meðan hún dvelur í Bretlandi. Hann sagðist í samtali við BBC svekktur yfir niðurstöðunni. „Eins og staðan er núna sé ég ekki fyrir að geta komið með fjölskylduna mína til Bretlands,“ sagði Harry eftir að niðurstaðan varð ljós. Strandaði á málaferlunum Rúm fimm ár eru síðan Harry og Megan hertogaynja, eiginkona hans, sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna og fluttu til Bandaríkjanna. Í framhaldinu voru þær breytingar gerðar að fjölskyldan ætti ekki. Breytingarnar leiddu til þess að Harry höfðaði mál gegn breska ríkinu og var dómsuppkvaðning í dag í Hæstarétti í Lundúnum. Niðurstaðan var sú að ekki yrði haggað við reglunum. Í tilkynningu frá Buckingham-höll vegna málsins segir að ágreiningsefnið hafi margsinnis verið rannsakað vandvirknislega og að í hvert sinn hafi dómstólar komist að sömu niðurstöðu. Í viðtalinu sagði Harry að fyrst málið hefði verið leitt til lykta gæti mögulega myndast vettvangur til sátta. Hugsanlegar sættir hefðu alltaf strandað á málaferlunum. „Mér og fjölskyldunni minni hefur greint á svo oft. [...]. Ég er tilbúinn að fyrirgefa þeim,“ segir Harry. „Mér þætti frábært að sættast. Það er enginn tilgangur í því að halda ósætttinu áram, lífið er svo dýrmætt.“ Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Í viðtalinu segir Harry föður sinn, Karl III Bretakonung, neita að tala við hann af öryggisástæðum. Hann segist ólmur vilja grafa stríðsöxina með fjölskyldu sinni, enda viti hann ekki hve lengi faðir hans lifir. Þrátt fyrir deilurnar fyrirgæfi hann fjölskyldunni allt. Harry tapaði í dag dómsmáli gegn breska ríkinu sem snerist um hve mikilli öryggisgæslu fjölskylda hans á rétt á meðan hún dvelur í Bretlandi. Hann sagðist í samtali við BBC svekktur yfir niðurstöðunni. „Eins og staðan er núna sé ég ekki fyrir að geta komið með fjölskylduna mína til Bretlands,“ sagði Harry eftir að niðurstaðan varð ljós. Strandaði á málaferlunum Rúm fimm ár eru síðan Harry og Megan hertogaynja, eiginkona hans, sögðu skilið við bresku konungsfjölskylduna og fluttu til Bandaríkjanna. Í framhaldinu voru þær breytingar gerðar að fjölskyldan ætti ekki. Breytingarnar leiddu til þess að Harry höfðaði mál gegn breska ríkinu og var dómsuppkvaðning í dag í Hæstarétti í Lundúnum. Niðurstaðan var sú að ekki yrði haggað við reglunum. Í tilkynningu frá Buckingham-höll vegna málsins segir að ágreiningsefnið hafi margsinnis verið rannsakað vandvirknislega og að í hvert sinn hafi dómstólar komist að sömu niðurstöðu. Í viðtalinu sagði Harry að fyrst málið hefði verið leitt til lykta gæti mögulega myndast vettvangur til sátta. Hugsanlegar sættir hefðu alltaf strandað á málaferlunum. „Mér og fjölskyldunni minni hefur greint á svo oft. [...]. Ég er tilbúinn að fyrirgefa þeim,“ segir Harry. „Mér þætti frábært að sættast. Það er enginn tilgangur í því að halda ósætttinu áram, lífið er svo dýrmætt.“
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira