Hetja Blika um sigurmarkið: „Rugluð tilfinning“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2016 23:03 Hinn 16 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson var hetja Blika þegar hann tryggði þeim sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins með marki í framlengingu gegn ÍA. Hann hefur nú skorað tvö mörk í þeim þremur meistaraflokksleikjum sem hann á að baki. „Þetta var rugluð tilfinning, alveg geðveikt,“ segir Ágúst í viðtali við Vísi eftir leikinn. Mark hans var afar laglegt en hann fékk boltann í þröngri stöðu í markteignum umkringdur leikmönnum en náði að snúa boltann framhjá Árna Snæ í marki Skagamanna á ótrúlegan hátt. Pabbi Ágústs er gamla kempan Hlynur Eiríksson sem á árum áður lék með FH og Þór og þjálfaði meðal annars kvennalið Breiðabliks. Hann var unglingalandsliðsframherji áður en hann færði sig í vörnina en Ágúst segist ekki hafa fengið markanefið frá honum. „Nei, ég lærði þetta ekki af honum, hann skoraði engin mörk,“ segir Ágúst hlæjandi en hann er viss um að hann sé í rétta liðinu til þess að þróa sína hæfileika. „Það er frábært að spila með þessum leikmönnum. þeir styðja frábærlega við mann og hópurinn er mjög þéttur.“ Þeir þurfa þó að halda Ágústi á jörðinni en ljóst er að þar er gríðarmikið efni á ferð. Leikmenn ÍA voru mjög hrifnir af honum en blaðamaður heyrði þá ræða við Árna Snæ, markmann ÍA, hversu vel Ágúst hafi gert í því að koma boltanum í markið. Ágúst er einnig alveg með á tæru hvert markmiðið í þessari keppni sé. „Bikarinn er markmiðið. Vonandi förum við alla leið,“ sagði hetja kvöldsins. Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Hinn 16 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson var hetja Blika þegar hann tryggði þeim sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins með marki í framlengingu gegn ÍA. Hann hefur nú skorað tvö mörk í þeim þremur meistaraflokksleikjum sem hann á að baki. „Þetta var rugluð tilfinning, alveg geðveikt,“ segir Ágúst í viðtali við Vísi eftir leikinn. Mark hans var afar laglegt en hann fékk boltann í þröngri stöðu í markteignum umkringdur leikmönnum en náði að snúa boltann framhjá Árna Snæ í marki Skagamanna á ótrúlegan hátt. Pabbi Ágústs er gamla kempan Hlynur Eiríksson sem á árum áður lék með FH og Þór og þjálfaði meðal annars kvennalið Breiðabliks. Hann var unglingalandsliðsframherji áður en hann færði sig í vörnina en Ágúst segist ekki hafa fengið markanefið frá honum. „Nei, ég lærði þetta ekki af honum, hann skoraði engin mörk,“ segir Ágúst hlæjandi en hann er viss um að hann sé í rétta liðinu til þess að þróa sína hæfileika. „Það er frábært að spila með þessum leikmönnum. þeir styðja frábærlega við mann og hópurinn er mjög þéttur.“ Þeir þurfa þó að halda Ágústi á jörðinni en ljóst er að þar er gríðarmikið efni á ferð. Leikmenn ÍA voru mjög hrifnir af honum en blaðamaður heyrði þá ræða við Árna Snæ, markmann ÍA, hversu vel Ágúst hafi gert í því að koma boltanum í markið. Ágúst er einnig alveg með á tæru hvert markmiðið í þessari keppni sé. „Bikarinn er markmiðið. Vonandi förum við alla leið,“ sagði hetja kvöldsins.
Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira