Sjötti sigur Hamiltons í síðustu sjö keppnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2016 14:04 Hamilton fagnar við komuna í mark. vísir/epa Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í þýska kappakstrinum í dag. Þetta var sjötti sigur Hamiltons í síðustu sjö keppnum en hann er nú kominn með 19 stiga forskot á Nico Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna. Daniel Ricciardo á Red Bull endaði í 2. sæti og samherji hans, Max Verstappen, í því þriðja. Rosberg tókst ekki að sigra á heimavelli en hann endaði í 4. sæti. Rosberg var með rásspól en Hamilton náði strax forystunni af samherja sínum. „Ég vil þakka öllum sem mættu til að horfa á. Það er frábært að sjá svona marga hérna. Þetta var frábær kappakstur, þvílík byrjun. Þetta snerist bara um að vera svalur og halda haus,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn í dag. Staða hans hefur breyst mikið á undanförnum vikum. Eftir spænska kappaksturinn var hann 43 stigum á eftir Rosberg en nú er hann 19 stigum á undan Þjóðverjanum. Nú tekur við mánaðar sumarfrí en næsta keppni er í Belgíu 28. ágúst. Formúla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í þýska kappakstrinum í dag. Þetta var sjötti sigur Hamiltons í síðustu sjö keppnum en hann er nú kominn með 19 stiga forskot á Nico Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna. Daniel Ricciardo á Red Bull endaði í 2. sæti og samherji hans, Max Verstappen, í því þriðja. Rosberg tókst ekki að sigra á heimavelli en hann endaði í 4. sæti. Rosberg var með rásspól en Hamilton náði strax forystunni af samherja sínum. „Ég vil þakka öllum sem mættu til að horfa á. Það er frábært að sjá svona marga hérna. Þetta var frábær kappakstur, þvílík byrjun. Þetta snerist bara um að vera svalur og halda haus,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn í dag. Staða hans hefur breyst mikið á undanförnum vikum. Eftir spænska kappaksturinn var hann 43 stigum á eftir Rosberg en nú er hann 19 stigum á undan Þjóðverjanum. Nú tekur við mánaðar sumarfrí en næsta keppni er í Belgíu 28. ágúst.
Formúla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira