Sunna Rannveig sigraði Kelly D'Angelo Pétur Marinó Jónsson skrifar 16. júlí 2017 01:00 Mjölnir/Vísir Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn þriðja bardaga í röð í nótt í Kansas. Sunna sigraði Kelly D’Angelo eftir dómaraákvörðun og átti frábæra frammistöðu. Bardaginn var nokkuð jafn til að byrja með og skiptust þær á höggum. Báðar voru að lenda höggum en Sunna náði að stjórna Kelly upp við búrið í 1. lotu um tíma. Sunna var þó komin með blóðnasir strax í 1. lotu. Önnur lotan var einfaldlega frábær hjá Sunnu. Hún náði glæsilegri fellu snemma í 2. lotu og leyfði Kelly ekkert að standa upp. Hún stjórnaði henni allan tímann í gólfinu, náði nokkrum fínum olnbogum og hafði algjöra yfirburði. Kelly varðist ágætlega í gólfinu og náði Sunna ekki að ógna með uppgjafartökum. Þriðja lotan var nokkuð lík 1. lotunni þar sem þær skiptust á höggum. Kelly var hikandi við að sækja af ótta við að vera tekin niður og reyndi að beita gagnárásum. Báðar voru að ná höggum inn en Sunna var þó að hafa betur standandi. Þegar skammt var eftir af 3. lotunni náði hún annarri fellu sem innsiglaði lotuna. Dómararnir voru allir sammála um hver hefði unnið bardagann. Þetta var sannfærandi sigur hjá Sunnu og frábær frammistaða. Kelly D'Angelo var fyrir bardagann ósigruð í MMA og hnefaleikum og var þetta því hennar fyrsta tap á bardagaferlinum. Sigurinn var afar sannfærandi hjá Sunnu og hefur hún vaxið gríðarlega sem bardagaíþróttamaður síðan hún tók sinn fyrsta bardaga í Invicta í september. Sunna hefur unnið alla atvinnubardaga sína og er nú 3-0 sem atvinnumaður. Sunna þakkaði kærlega fyrir stuðninginn eftir bardagann og getur gengið stolt frá borði. MMA Tengdar fréttir Gunnar og Sunna á leið í stríð 15. júlí 2017 09:00 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir vann sinn þriðja bardaga í röð í nótt í Kansas. Sunna sigraði Kelly D’Angelo eftir dómaraákvörðun og átti frábæra frammistöðu. Bardaginn var nokkuð jafn til að byrja með og skiptust þær á höggum. Báðar voru að lenda höggum en Sunna náði að stjórna Kelly upp við búrið í 1. lotu um tíma. Sunna var þó komin með blóðnasir strax í 1. lotu. Önnur lotan var einfaldlega frábær hjá Sunnu. Hún náði glæsilegri fellu snemma í 2. lotu og leyfði Kelly ekkert að standa upp. Hún stjórnaði henni allan tímann í gólfinu, náði nokkrum fínum olnbogum og hafði algjöra yfirburði. Kelly varðist ágætlega í gólfinu og náði Sunna ekki að ógna með uppgjafartökum. Þriðja lotan var nokkuð lík 1. lotunni þar sem þær skiptust á höggum. Kelly var hikandi við að sækja af ótta við að vera tekin niður og reyndi að beita gagnárásum. Báðar voru að ná höggum inn en Sunna var þó að hafa betur standandi. Þegar skammt var eftir af 3. lotunni náði hún annarri fellu sem innsiglaði lotuna. Dómararnir voru allir sammála um hver hefði unnið bardagann. Þetta var sannfærandi sigur hjá Sunnu og frábær frammistaða. Kelly D'Angelo var fyrir bardagann ósigruð í MMA og hnefaleikum og var þetta því hennar fyrsta tap á bardagaferlinum. Sigurinn var afar sannfærandi hjá Sunnu og hefur hún vaxið gríðarlega sem bardagaíþróttamaður síðan hún tók sinn fyrsta bardaga í Invicta í september. Sunna hefur unnið alla atvinnubardaga sína og er nú 3-0 sem atvinnumaður. Sunna þakkaði kærlega fyrir stuðninginn eftir bardagann og getur gengið stolt frá borði.
MMA Tengdar fréttir Gunnar og Sunna á leið í stríð 15. júlí 2017 09:00 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00