Mjölnismenn brjálaðir og vilja nýjan bardaga | Potað þrisvar í augu Gunnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2017 21:45 Hér má sjá Ponzinibbio með puttana á kafi í báðum augum Gunnars. Hættulegur leikur sem hefði getað endað illa. mynd/Jerry McCarthy/KO! Media Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars. Gunnar Nelson kvartaði um það strax eftir bardagann að Santiago Ponzinibbio hafi potað í augað á honum og menn hafa síðan getað sannað það með bæði myndum og myndbandi. „Ég sló hann alveg í byrjun og þá tróð hann puttanum upp í augað á mér á sama tíma,“ sagði Gunnar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir bardagann. Gunnar var þarna rotaður í fyrsta sinn í bardaga en hann sagðist hafa séð tvöfaldan Ponzinibbio það sem eftir var eftir að hafa fengið fingurinn í augað. Menn hafa verið að skoða bardagann betur í dag og þar hefur komið í ljós að þetta var engin tilviljun hjá Argentínumanninum. Það er augljóst að taktíkin hans var að pota í augu Gunnars því hann gerir það aftur og aftur. Hann reyndi oftar en hann náði og vilja menn meina að þetta hafi verið óheiðarleg leikáætlun hjá Argentínumanninum. Alls sést Santiago Ponzinibbio pota þrisvar sinnum í auga Gunnars á þeim 82 sekúndum sem bardaginn stóð yfir. Hér fyrir neðan er farið yfir þetta. Nú er það spurningin hvort að Gunnar geti fengið nýjan bardaga á móti Santiago Ponzinibbio því það er löngu orðið ljóst að Argentínumaðurinn var að svindla með þessari mjög svo óheiðarlegu taktík sinni í þessum bardaga. Hann hefði hæglega getað blindað Gunnar. Eins og sjá má hér að neðan hafa Mjölnismenn skorað á UFC að láta Gunnar og Ponzinibbio berjast aftur. Ef svo ólíklega vill til að UFC taki undir þá kröfu þá færi sá bardagi ekki fram á næstunni enda má Gunnar ekki æfa meira í sumar vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í gær. MMA Tengdar fréttir Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30 Gunnar: Ég varð gráðugur Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. 16. júlí 2017 23:34 Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30 Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20 Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15 „Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Santiago Ponzinibbio vann Gunnar Nelson í UFC-bardaga þeirra í Glasgow í gærkvöldi en fljótlega fóru menn að tala um óheiðarleika Argentínumannsins. Myndband frá bardaganum sýnir að Ponzinibbio potaði mörgum sinni í auga Gunnars. Gunnar Nelson kvartaði um það strax eftir bardagann að Santiago Ponzinibbio hafi potað í augað á honum og menn hafa síðan getað sannað það með bæði myndum og myndbandi. „Ég sló hann alveg í byrjun og þá tróð hann puttanum upp í augað á mér á sama tíma,“ sagði Gunnar í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir bardagann. Gunnar var þarna rotaður í fyrsta sinn í bardaga en hann sagðist hafa séð tvöfaldan Ponzinibbio það sem eftir var eftir að hafa fengið fingurinn í augað. Menn hafa verið að skoða bardagann betur í dag og þar hefur komið í ljós að þetta var engin tilviljun hjá Argentínumanninum. Það er augljóst að taktíkin hans var að pota í augu Gunnars því hann gerir það aftur og aftur. Hann reyndi oftar en hann náði og vilja menn meina að þetta hafi verið óheiðarleg leikáætlun hjá Argentínumanninum. Alls sést Santiago Ponzinibbio pota þrisvar sinnum í auga Gunnars á þeim 82 sekúndum sem bardaginn stóð yfir. Hér fyrir neðan er farið yfir þetta. Nú er það spurningin hvort að Gunnar geti fengið nýjan bardaga á móti Santiago Ponzinibbio því það er löngu orðið ljóst að Argentínumaðurinn var að svindla með þessari mjög svo óheiðarlegu taktík sinni í þessum bardaga. Hann hefði hæglega getað blindað Gunnar. Eins og sjá má hér að neðan hafa Mjölnismenn skorað á UFC að láta Gunnar og Ponzinibbio berjast aftur. Ef svo ólíklega vill til að UFC taki undir þá kröfu þá færi sá bardagi ekki fram á næstunni enda má Gunnar ekki æfa meira í sumar vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í gær.
MMA Tengdar fréttir Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30 Gunnar: Ég varð gráðugur Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. 16. júlí 2017 23:34 Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30 Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20 Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15 „Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Ponzinibbio sigraði Gunnar | Myndasyrpa Gunnar Nelson beið ósigur fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. Þetta var þriðja tap Gunnars í síðustu sex bardögum. 17. júlí 2017 09:30
Gunnar: Ég varð gráðugur Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow. 16. júlí 2017 23:34
Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi. 17. júlí 2017 10:30
Twitter-samfélagið í losti: Fyrst var þögn, síðan kom þruman Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar Nelson í Glasgow í kvöld. 16. júlí 2017 22:20
Sjáðu svipmyndir úr bardaga Gunnars | Myndband Gunnar Nelson var rotaður af argentínska Santiago Ponzinibbio eftir aðeins 82 sekúndur á UFC 214 bardagakvöldinu í Glasgow í kvöld en þetta var þriðja tap Gunnars á UFC-ferlinum. 16. júlí 2017 22:15
„Gunnar Nelson er harður gaur“ Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio kom, sá og sigraði í kvöld. 16. júlí 2017 22:04