Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2017 23:30 Hundruð lögregluþjóna og bráðaliða þustu á vettvang eftir árásina. Vísir/EPA Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. Ljóst er að um árás var að ræða en maðurinn lét til skarar skríða síðdegis að staðartíma. Keyrði hann um tuttugu húsaraðir eftir stígnum, vegalengd sem nemur um 1,5 kílómetra. Eftir að hann ók á annan bíl stökk maðurinn úr bílnum.Maðurinn komst alla leið frá efsta rauða punktinum, að þeim neðsta, um 1,5 kílómetra leið.Mynd/New York Times.Fyrstu fregnir gáfu til kynna að skotárás hefði átt sér stað en síðar kom í ljós að byssur sem maðurinn var með voru í raun ekki ekta. Lögregla, sem var afar skjót á vettvang, skaut manninn og handtók hann. Hann er nú í haldi lögreglu á sjúkrahúsi.Samkvæmt heimildarmönnum New York Times er maðurinn sagðir hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum. Yfirvöld í New York hafa staðfest að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverkaárás en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki. Árásarmaðurinn er 29 ára og kom til Bandaríkjannar árið 2010. Hann er sagður vera alvarlega slasaður. Leigði hann bílinn, stóran sendiferðabíl í New Jersey. Fréttastofa CBS hefur nú þegar nafngreint árásarmanninn, Úsbeka að nafni Sayfullo Habibullaevic Saipov. Þar segir jafnframt að ekki líti út fyrir að lögregla hafi þekkt til hans fyrir árásina. Á myndinni hér til hliðar má hvar árásin átti sér stað og hversu langt árásarmaðurinn komst á bílnum áður en hann var yfirbugaður af lögreglu.Í fyrstu frétt New York Post af árásinni var vettvanginum lýst sem „blóðbaði“. Myndir af vettvangi sýna löskuð reiðhjól eins og hráviði á hjólastígnum, sem lík sem búið var að breiða yfir.Talið er að myndbandið hér að neðan sýni árásarmanninn skömmu eftir að hann yfirgaf bílinn. Tengdar fréttir Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. Ljóst er að um árás var að ræða en maðurinn lét til skarar skríða síðdegis að staðartíma. Keyrði hann um tuttugu húsaraðir eftir stígnum, vegalengd sem nemur um 1,5 kílómetra. Eftir að hann ók á annan bíl stökk maðurinn úr bílnum.Maðurinn komst alla leið frá efsta rauða punktinum, að þeim neðsta, um 1,5 kílómetra leið.Mynd/New York Times.Fyrstu fregnir gáfu til kynna að skotárás hefði átt sér stað en síðar kom í ljós að byssur sem maðurinn var með voru í raun ekki ekta. Lögregla, sem var afar skjót á vettvang, skaut manninn og handtók hann. Hann er nú í haldi lögreglu á sjúkrahúsi.Samkvæmt heimildarmönnum New York Times er maðurinn sagðir hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum. Yfirvöld í New York hafa staðfest að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverkaárás en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki. Árásarmaðurinn er 29 ára og kom til Bandaríkjannar árið 2010. Hann er sagður vera alvarlega slasaður. Leigði hann bílinn, stóran sendiferðabíl í New Jersey. Fréttastofa CBS hefur nú þegar nafngreint árásarmanninn, Úsbeka að nafni Sayfullo Habibullaevic Saipov. Þar segir jafnframt að ekki líti út fyrir að lögregla hafi þekkt til hans fyrir árásina. Á myndinni hér til hliðar má hvar árásin átti sér stað og hversu langt árásarmaðurinn komst á bílnum áður en hann var yfirbugaður af lögreglu.Í fyrstu frétt New York Post af árásinni var vettvanginum lýst sem „blóðbaði“. Myndir af vettvangi sýna löskuð reiðhjól eins og hráviði á hjólastígnum, sem lík sem búið var að breiða yfir.Talið er að myndbandið hér að neðan sýni árásarmanninn skömmu eftir að hann yfirgaf bílinn.
Tengdar fréttir Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56