Eyþór Aron skoraði fernu í risasigri Skagamanna í Unglingadeild UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 16:20 Eyþór Aron Wöhler er hér til hægri með Sigurði Þór Sigursteinssyni, framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA. Mynd/Heimasíða ÍA Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. Skagamenn voru í fínum málum eftir fyrri leikinn upp á Skaga og unnu að lokum 16-1 samanlagt. Þessi 12-1 sigur er örugglega stærsti sigur íslensks knattspyrnuliðs í Evrópukeppni og hann var að vinnast á útivelli. Skagamenn hafa unnið 2. flokkinn undanfarin tvö sumur og þarna eru gríðarlega spennandi knattspyrnumenn að koma upp. Skagamenn mæta Derby County frá Englandi í næstu umferð en Derby vann öruggan sigur á Minsk frá Hvíta-Rússlandi í tveimur leikjum, samtals 9-2. Fyrri leikurinn upp á Akranesi fór 4-0 og þá var ÍA-liðið komið í 6-0 í hálfleik í seinni leiknum í dag. Eistarnir náðu að minnka muninn þegar Skagamenn voru búnir að skora ellefu mörk. Hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler fór á kostum og skoraði fernu í leiknum en hann var á yngsta ári í 2. flokknum í sumar. Öll fjögur mörkin hans komu á fyrstu 32 mínútum leiksins. Eyþór Aron átti einnig þrjár stoðsendingar á félaga sína samkvæmt beinni textalýsingu ÍATV sem þýðir að Eyþór kom að átta mörkum í þessum leik. Gísli Laxdal Unnarsson var líka á skotskónum og skoraði tvö mörk en hin mörk Skagamanna skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (úr víti), Elís Dofri G Gylfason, Aron Snær Ingason, Brynjar Snær Pálsson og varamaðurinn Aron Snær Guðjónsson, sem skoraði tvívegis á lokamínútunum. Mörk Skagamanna í fyrri leiknum skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (tvö mörk), Brynjar Snær Pálsson og Marteinn Theodórsson.Hér má nálgast tölfræði UEFA úr þessum ótrúlega leik.2. flokkur ÍA.Mynd/Heimasíða ÍA Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira
Skagamenn komust örugglega áfram í sextán liða úrslit Unglingadeild UEFA með 12-1 stórsigri á útivelli á móti Levadia Tallinn frá Eistlandi. Hetja dagsins var hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler sem var með tvær þrennur í leiknum. Skagamenn voru í fínum málum eftir fyrri leikinn upp á Skaga og unnu að lokum 16-1 samanlagt. Þessi 12-1 sigur er örugglega stærsti sigur íslensks knattspyrnuliðs í Evrópukeppni og hann var að vinnast á útivelli. Skagamenn hafa unnið 2. flokkinn undanfarin tvö sumur og þarna eru gríðarlega spennandi knattspyrnumenn að koma upp. Skagamenn mæta Derby County frá Englandi í næstu umferð en Derby vann öruggan sigur á Minsk frá Hvíta-Rússlandi í tveimur leikjum, samtals 9-2. Fyrri leikurinn upp á Akranesi fór 4-0 og þá var ÍA-liðið komið í 6-0 í hálfleik í seinni leiknum í dag. Eistarnir náðu að minnka muninn þegar Skagamenn voru búnir að skora ellefu mörk. Hinn sautján ára gamli Eyþór Aron Wöhler fór á kostum og skoraði fernu í leiknum en hann var á yngsta ári í 2. flokknum í sumar. Öll fjögur mörkin hans komu á fyrstu 32 mínútum leiksins. Eyþór Aron átti einnig þrjár stoðsendingar á félaga sína samkvæmt beinni textalýsingu ÍATV sem þýðir að Eyþór kom að átta mörkum í þessum leik. Gísli Laxdal Unnarsson var líka á skotskónum og skoraði tvö mörk en hin mörk Skagamanna skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (úr víti), Elís Dofri G Gylfason, Aron Snær Ingason, Brynjar Snær Pálsson og varamaðurinn Aron Snær Guðjónsson, sem skoraði tvívegis á lokamínútunum. Mörk Skagamanna í fyrri leiknum skoruðu þeir Sigurður Hrannar Þorsteinsson (tvö mörk), Brynjar Snær Pálsson og Marteinn Theodórsson.Hér má nálgast tölfræði UEFA úr þessum ótrúlega leik.2. flokkur ÍA.Mynd/Heimasíða ÍA
Fótbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Sjá meira