Innlent

Ingi­björg tekur slaginn við Berg­þór

Að minnsta kosti tveir verða í framboði til varaformanns Miðflokksins eftir að Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður flokksins, tilkynnti um framboð sitt í morgun. Þar etur hún kappi við Bergþór Ólason.

Innlent

Skjálfta­hrina við Krýsu­vík og Kleifar­vatn

Skjálftahrina er nú í gangi við Krýsuvík og Kleifarvatn. Stærsti skjálftinn í hrinunni er skráður klukkan 7:39 og var 3,3 að stærð. Aðrir skjálftar hafa verið minni en einn á stærð. Skjálftahrinan virðist hafa hafist rétt fyrir klukkan sjö í morgun.

Innlent

Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela

Rík leiðbeiningarskylda hvílir á Útlendingastofnun og er henni sinnt gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd í viðtölum, með aðstoð túlks, og í ákvörðunum stofnunarinnar. Lögmaður segir alveg ljóst að starfsmenn Útlendingastofnunar gæti ekki hagsmuna umsækjenda umfram þess sem krafist sé af þeim, honum hafi verið bent á að skjólstæðingur hans gæti búið með eiginkonunni og syninum í Venesúela.

Innlent

Berg­þór vill verða vara­for­maður

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og fráfarandi þingflokksformaður, mun sækjast eftir varaformannsembætti flokksins á flokksþinginu sem fram fer dagana 11. til 12. október.

Innlent

„Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“

Kona sem var rúmliggjandi í nokkurn tíma vegna baráttu sinnar við POTS-heilkennið neyddist til að leita á bráðamóttökuna eftir að heilsugæsla hennar hætti að veita vökvagjöf. Hún óttast að enda aftur á sama stað nú þegar búið er að stöðva niðurgreiðslu úrræðisins

Innlent

Rauk upp úr flug­vél Jet2

Flugmenn á vegum flugfélagsins Jet2 komu auga á reyk rísa upp úr flugvél sinni eftir að þeir lentu á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Birmingham í dag. Slökkvilið var sent á vettvang en betur fór en á hofðist.

Innlent

Eðli­legt að Ís­land skoði að taka þátt

Rússar reyna á þolmörk Evrópu og það hefur aldrei verið mikilvægara að ríki álfunnar standi saman að sögn forsætisráðherra Danmerkur. Úkraínumenn munu gegna lykilhlutverki við að aðstoða önnur ríki við að koma sér upp drónavörnum og forsætisráðherra Íslands telur eðlilegt að Íslendingar taki mögulega þátt í slíku samstarfi.

Innlent

Til um­ræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú

Aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna, sem standa að byggingu Fossvogsbrúar, segist skilja áhyggjur um öryggi vegfarenda um brúna vegna vindhviða. Mögulega verða settir upp lokunarpóstar vegna slæmra veðurskilyrða en slíkt ástand sé þó einungis tímabundið.

Innlent

Ragn­hildur tekur við Kveik

Ragnhildur Þrastardóttir, fréttastjóri á Heimildinni, hefur verið ráðin ritstjóri Kveiks og mun hefja störf um miðjan október. Hún segist þó munu sakna Heimildarinnar.

Innlent

Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd

Daníel Örn Unnarsson, þrítugur maður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítrekað í Lundi í Kópavogi síðasta sumar. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms, sem taldi rétt að fara niður fyrir lágmarksrefsingu.

Innlent

Miklar breytingar á gjald­skrá leik­skóla borgarinnar

Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem nýta ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá heilan mánuð ókeypis. Þá verður einnig veittur afsláttur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Miðað er við að breytingarnar taki gildi um áramótin.

Innlent

Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play

Nýráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, Arnar Már Magnússon, var í lykilhlutverki í ákvörðun flugfélagsins Play að reka eingöngu þotur frá Airbus í A320-línunni. Arnar var í hópi stofnenda Play, gegndi stöðu forstjóra í fyrstu en var einnig flugrekstrarstjóri.

Innlent

Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla

Hjónin Rebekka Rún Sigurgeirsdóttir og Bergur Vilhjálmsson sjá fram á að vera föst í Barcelona á Spáni næstu mánuði vegna kvilla sem kom upp á meðgöngu Rebekku. Þau vonast til þess að komast heim fyrir jól en hafa þangað til ekki í nein hús að venda í Barcelona og halda til á spítala. Þau leita nú logandi ljósi að íbúð nálægt spítalanum til þess að geta fengið börn sín til sín.

Innlent

Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjó­herinn hóf hand­tökur

Íslenskur ríkisborgari sem er á leið til Gasastrandarinnar með Frelsisflotanum svokallaða segir að það hafi farið um hópinn um borð í skipinu Samviskunni í gærkvöldi þegar hann fylgdist með myndbandi af ísraelska sjóhernum handtaka skipverja í fremstu skipum flotans. Handtökurnar hafi þau áhrif að gera hópinn enn einbeittari í ætlunarverki sínu, sem er að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum til Gasabúa.

Innlent

Hraðamyndavélar settar upp við Þing­velli

Tvær hraðamyndavélar verða teknar í notkun á Þingvallavegi austan þjónustumiðstöðvar á morgun, þann 3. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að markmiðið sé að auka umferðaröryggi.

Innlent

Hjóla í for­seta ASÍ og segja hann af­vega­leiða um­ræðuna

Stjórn Eflingar stéttarfélagsins segir forseta ASÍ sýna vitundarleysi í skýringum sínum á niðurstöðum könnunar um stöðu launafólks á Íslandi. Það sé miður að forseti ASÍ skuli taka þátt í að afvegaleiða umræðuna þegar komi að baráttunni gegn misskiptingu í íslensku samfélagi.

Innlent

Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast

Um 2500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar og hefur orðið mikil fjölgun á biðlista undanfarin fjögur ár. Bið barna eftir ADHD-greiningu getur verið á fimmta ár. Umboðsmaður barna kallar eftir aðgerðum stjórnvalda og segir áhyggjufullt hve mörg börn séu með stöðu sakbornings í ofbeldismálum.

Innlent

Styttist í lok rann­sóknar

Það styttist í að lögregla ljúki rannsókn á máli þar sem kona er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition. Konan gengur laus en er í farbanni til 27. nóvember.

Innlent