Erlent

Leyniþjónustu­stjóri ber Netanja­hú þungum sökum

Yfirmaður ísraelsku innanríkisleyniþjónustunnar segir að Benjamín Netanjahú forsætisráðherra hafi rekið sig fyrir að neita að njósna um mótmælendur og trufla réttarhöld í spillingarmáli hans. Netanjahú segir fullyrðingarnar „lygar“.

Erlent

Drottningin lögð inn vegna veikinda

Sonja Noregsdrottning var lögð inn á spítala í Osló seint í gær vegna öndunarerfiðleika. Drottningin var útskrifuð af spítalanum í morgun og verður í veikindaleyfi út vikuna. 

Erlent

Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída

Þrjúhundruð farþegar um borð í farþegaþotu á vegum Delta flugfélagsins í Bandaríkjunum þurftu að yfirgefa vélina í snatri þegar eldur kom upp í henni á flugbrautinni á Orlando flugvelli í Flórída í gær. 

Erlent

Út­för páfans á laugar­dag

Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 

Erlent

Greint frá dánar­or­sök páfans

Dánar­or­sök Frans páfa, sem lést í morg­un 88 ára að aldri, hef­ur verið kunn­gjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp.

Erlent

Skýrslan sé „full af lygum“

Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi.

Erlent

Leið­togar minnast páfans

Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna.

Erlent

Hvernig er nýr páfi valinn?

Frans páfi er látinn og því mun kaþólska kirkjan, stærsta trúfélag heims, brátt velja sér nýjan leiðtoga. Kjör nýs páfa má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir.

Erlent

Pútín til­kynnir um „páskavopnahlé“

Vladímír Pútín Rússlandsforseti tilkynnti í dag „páskavopnahlé“ í stríðsátökum þeirra við Úkraínu. Umrætt vopnahlé á að hefjast í kvöld og standa yfir til miðnættis á sunnudag.

Erlent

Hæsti­réttur frestar brottvísunum Trumps

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að hætt verði tímabundið við brottflutning venesúelskra innflytjenda úr landi. Mennirnir eru sakaðir um að tengjast glæpagengjum og flytja átti þá í fangelsi í El Salvador.

Erlent

Mann­skæðasta á­rásin á Húta hingað til

Minnst 74 eru taldir af eftir loftárás Bandaríkjahers á eldsneytisgeymslur Húta við Ras Isa höfnina í Jemen í morgun. Árásin er sú mannskæðasta síðan herinn hóf að auka árásir á herstöðvar Húta í fyrra. 

Erlent

Bað fyrir frið­sam­legum kosningum meðan hann hékk á krossinum

Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu. 

Erlent