Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leik lokið: Valur - Aftur­elding 33-29 | Aftur­elding send í sumar­frí og Vals­menn leika til úr­slita

Valur vann Aftureldingu 33-29 í oddaleik í undanúrslitum Olís deildar karla. Valsmenn voru við völd allan leikinn og fengu mikla hjálp frá markmanninum Björgvini Pál Gústavssyni. Afturelding átti nokkur ágætis áhlaup en tókst aldrei að minnka muninn í minna en tvö mörk. Rautt spjald á lokamínútum gerði svo algjörlega út af við leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum

Fram hélt undanúrslitaeinvígi sínu gegn Haukum í Olís deild kvenna í handbolta á lífi með sigri þegar liðin mættust í Úlfarsárdal í kvöld, lokatölur 23-17 og staðan í einvíginu nú 2-1 Haukum í vil.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég er smá í móðu“

Elín Klara Þorkelsdóttir réði enn og aftur úrslitum í leik Hauka sem vann 25-24 sigur á Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Hún skoraði 11 mörk, þar á meðal markið sem réði úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Haraldur tekur við Fram af Rakel

Fram hefur gengið frá ráðningu á Haraldi Þorvarðarsyni sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta. Hann tekur við því af Rakel Dögg Bragadóttur.

Handbolti
Fréttamynd

„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“

„Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Aftur­elding - Valur 29-26 | Ein­vígið ræðst í odda­leik

Valur og Afturelding munu leika oddaleik á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir að Afturelding sigraði fjórða leik liðanna í einvíginu og jafnaði það í 2-2. Lokatölur að Varmá 29-26, en þess ber að geta að aðeins hafa komið heimasigrar í einvíginu hingað til.

Handbolti