Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Benóný Breki Andrésson kom inn af varamannabekknum og skoraði jöfnunarmark Stockport í 1-3 sigri gegn Wycombe í lokaumferð League One deildarinnar á Englandi. Með sigrinum tryggði Stockport sér þriðja sæti deildarinnar, framundan er umspil um sæti í Championship deildinni. Enski boltinn 3.5.2025 16:24
Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Þrátt fyrir að komast tveimur mörkum yfir tókst Everton ekki að vinna fallið lið Ipswich Town. Leicester City vann hins vegar langþráðan sigur þegar Southampton kom í heimsókn. Enski boltinn 3.5.2025 16:13
Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Arsenal er langt komið með að tryggja sér 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, þriðja árið í röð, en liðið tekur á móti Bournemouth sem er komið niður í 10. sæti. Enski boltinn 3.5.2025 16:01
Beckham fimmtugur í dag David Beckham, einn frægasti íþróttamaður allra tíma, fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Enski boltinn 2.5.2025 08:01
Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Brentford sótti Nottingham Forest heim í Skírisskóg í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Gestirnir unnu góðan útisigur og eftir þrjú töp í síðustu fjórum leikjum eru vonir Forest-manna um að komast í Meistaradeild Evrópu að renna út í sandinn. Enski boltinn 1.5.2025 20:23
Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enska knattspyrnusambandið hefur greint frá því að frá og með 1. júní verði trans konum óheimilt að spila í kvennaflokki. Enski boltinn 1.5.2025 11:31
Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Leikmennirnir ungu Chido Obi og Sekou Kone voru hafðir með í hópi Manchester United sem ferðaðist til Spánar fyrir leikinn við Athletic Bilbao annað kvöld en mega samt ekki spila. Enski boltinn 30.4.2025 21:45
Chelsea meistari sjötta árið í röð Yfirburðir Chelsea í knattspyrnu kvenna á Englandi halda áfram en liðið varð í kvöld Englandsmeistari sjötta árið í röð. Enski boltinn 30.4.2025 21:41
Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Spænski miðjumaðurinn Rodri, núverandi handhafi Gullboltans, er byrjaður að æfa með liði Manchester City að nýju eftir að hafa slitið krossband í hné í september í fyrra. Enski boltinn 30.4.2025 19:46
Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Félög í sádísku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sögð renna hýru auga til þriggja framherja Liverpool í von um að tryggja sér þjónustu þeirra í sumar. Ólíklegt þykir að Liverpool hyggist selja svo marga úr framlínu liðsins. Enski boltinn 30.4.2025 16:00
ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Svo virðist sem Eni Aluko hafi gert sjálfsmark þegar hún gagnrýndi Ian Wright fyrir að taka of mikið pláss í umfjöllun um kvennafótbolta. Enski boltinn 30.4.2025 08:30
Leeds sló eigið stigamet Leeds United hefur slegið eigið stigamet í ensku knattspyrnunni. Enski boltinn 28.4.2025 23:32
Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enska knattspyrnufélagið Aston Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu úrvalsdeildarinnar á leikdegi félagsins gegn Tottenham Hotspur. Leikurinn á að fara fram sunnudaginn 18. maí en í yfirlýsingu Tottenham segir að félagið hafi þegar rætt við úrvalsdeildina um að færa leikinn. Enski boltinn 28.4.2025 23:02
Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Breski ríkismiðillinn BBC þrýstir nú á það að úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar þann 17. maí fari fram klukkan þrjú að staðartíma, til að öruggt sé að bikarmeistarar verði krýndir nokkru áður en Eurovision hefst í Basel um kvöldið. Enski boltinn 28.4.2025 09:33
Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Arne Slot undirstrikaði „brómansinn“ á milli þeirra Jürgen Klopp í gær þegar Liverpool fagnaði tuttugasta Englandsmeistaratitli sínum. Þeir hafa verið stöðugt í sambandi á leiktíðinni. Enski boltinn 28.4.2025 08:30
Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Birmingham City vann 4-0 heimasigur á Mansfield Town í ensku C-deildinni í dag en Birmingham var þegar búið að tryggja sér sæti í ensku b-deildinni á næstu leiktíð. Enski boltinn 27.4.2025 16:01
City í úrslit þriðja árið í röð Manchester City er komið í úrslitaleik enska bikarsins þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur gegn Nottingham Forest á Wembley í dag. Enski boltinn 27.4.2025 15:01
Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Liverpool er Englandsmeistari í knattspyrnu eftir afar sannfærandi 5-1 sigur gegn Tottenham á Anfield í dag. Enski boltinn 27.4.2025 15:01
Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Manchester United náði að bjarga stigi í uppbótatíma í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Bournemouth á suðurströndinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 27.4.2025 12:32
Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Liverpool getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn í tuttugasta sinn í dag með sigri á Tottenham á Anfield. Enski boltinn 27.4.2025 12:03
Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Aston Villa steinlá í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley í gær en liðið mætti þar til leiks án Marcus Rashford. Enski boltinn 27.4.2025 09:08
Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum í ensku C-deildinni í fótbolta í dag þegar Burton Albion fagnaði góðum sigri. Enski boltinn 26.4.2025 16:18
Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Newcastle vann mikilvægan sigur í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í baráttunni um Meistaradeildarsæti en um leið slökkti liðið endanlega vonir nýliða Ipswich um að halda sæti sínu. Enski boltinn 26.4.2025 15:57
Chelsea upp í fjórða sætið Chelsea hoppaði upp fyrir bæði Nottingham Forest og Newcastle og alla leið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Everton á Stamford Bridge í dag. Enski boltinn 26.4.2025 11:02