Enski boltinn

Fréttamynd

Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni

Benóný Breki Andrésson kom inn af varamannabekknum og skoraði jöfnunarmark Stockport í 1-3 sigri gegn Wycombe í lokaumferð League One deildarinnar á Englandi. Með sigrinum tryggði Stockport sér þriðja sæti deildarinnar, framundan er umspil um sæti í Championship deildinni. 

Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sádar eltast við þrjá fram­herja Liverpool

Félög í sádísku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sögð renna hýru auga til þriggja framherja Liverpool í von um að tryggja sér þjónustu þeirra í sumar. Ólíklegt þykir að Liverpool hyggist selja svo marga úr framlínu liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Villa mót­mælir fyrir­hugaðri breytingu

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu úrvalsdeildarinnar á leikdegi félagsins gegn Tottenham Hotspur. Leikurinn á að fara fram sunnudaginn 18. maí en í yfirlýsingu Tottenham segir að félagið hafi þegar rætt við úrvalsdeildina um að færa leikinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vilja úr­slita­leik snemma vegna Euro­vision

Breski ríkismiðillinn BBC þrýstir nú á það að úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar þann 17. maí fari fram klukkan þrjú að staðartíma, til að öruggt sé að bikarmeistarar verði krýndir nokkru áður en Eurovision hefst í Basel um kvöldið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Chelsea upp í fjórða sætið

Chelsea hoppaði upp fyrir bæði Nottingham Forest og Newcastle og alla leið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Everton á Stamford Bridge í dag.

Enski boltinn