Innlent

Sleppt lausum eftir yfir­heyrslu

Karlmaður sem yfirheyrður var vegna rannsóknar lögreglu á eldsvoða í íbúð í Írabakka í Breiðholti í gær var sleppt lausum í dag að lokinni yfirheyrslu.

Innlent

Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins.

Innlent

Stefnir í próf­kjör, borgar­full­trúar undir feldi og hugsan­lega sótt að Heiðu

Sitjandi borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki allir gert upp við sig hvort þeir hyggist gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Fastlega er gert ráð fyrir að fram fari prófkjör í einhverri mynd hjá flokknum við val á lista, en nokkuð ákall er uppi um breytingar í borginni. Flestir borgarstjórnarfulltrúar flokksins hafa þegar setið hátt í þrjú kjörtímabil.

Innlent

Eldra fólk þurfi ekki að endur­nýja skír­teinið svo oft

Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lagt fram þingsályktunartillögu með það fyrir augum að innviðaráðherra endurskoði umferðarlög með tilliti til endurnýjunar ökuskírteina hjá eldra fólki. Málið varði hagsmuni eldra fólks og geti dregið úr álagi á heilbrigðiskerfið. Allir virðast sammála um tímabærar breytingar á reglunum að ræða.

Innlent

Fólk hvatt til að taka strætó

Bíllausi dagurinn er í dag og eru landsmenn hvattir til að skilja bílinn eftir heima. Til að auðvelda fólki þá er frítt í strætó um allt land.

Innlent

„Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“

Faðir manns sem glímdi við fíknivanda frá tólf ára aldri og svipti sig lífi tuttugu ára gamall segir kerfið hafa brugðist algjörlega. Neyðarvistun var eina úrræðið fyrir barn með fíknivanda og þar hafi strákurinn dvalið með langt gengnum eldri fíklum. Stofnanir sem eigi að grípa börn séu í raun völundarhús og drekkingarhylir.

Innlent

Kvart­milljón fyrir bólu­setningu eftir al­var­leg veikindi dóttur

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og kona hans greiddu 240 þúsund krónur til að láta bólusetja sig gegn ristli eftir að dóttir þeirra á sextugsaldri veiktist alvarlega af sjúkdómnum hér á landi. Norrænn hópur hefur til skoðunar hvort tilefni sé til að gera bólusetningu við ristli sem hluta af almenna bólusetningarkerfinu.

Innlent

„Dýr­lingurinn“ aftur með leigubílaleyfi

Saint Paul Edeh er aftur kominn með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri eftir að þau voru tímabundið dregin til baka í ágúst síðastliðnum. Myndband fór í mikla dreifingu í síðasta mánuði þar sem Edeh sást öskurrífast við mexíkóska ferðamenn og loka skotti á höfuð annars þeirra.

Innlent

ESB myndi taka Ís­landi opnum örmum

Landsþing Viðreisnar var haldið á Grand Hótel um helgina. Á dagskrá voru meðal annars hringborðsumræður um ESB þar sem fulltrúar ASÍ, Samtaka Atvinnulífsins og sjávarútvegsins tóku þátt. 

Innlent

Braust inn og stal bjórkútum

Maður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í dag vegna gruns um innbrot og þjófnað á bjórkútum. Var hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Innlent

Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun

Á morgun, mánudaginn 22. september, verður frítt í Strætó bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilefnið er bíllausi dagurinn sem er hluti af Evrópsku samgönguvikunni, sem hófst 16. september.

Innlent

Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti

Rúnar Ólafsson, sauðfjárbóndi á Eystri-Torfastöðum í Fljótshlíð er nú í sínum hundruðustu leitum á fjalli á Fljótshlíðarafrétti og var því fagnað um helgina með fjallmönnum á afréttinum. Rúnar segir bjart yfir sauðfjárræktinni.

Innlent