Innlent

Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt and­leg veikindi

Lögmaður aðstandenda Sólons heitins Guðmundssonar fer hörðum orðum um Icelandair, sem hann segir ekki hafa tekið með réttum hætti á einelti í garð Sólons á vinnustaðnum. Icelandair hafi stillt honum upp við vegg og hann sagt upp störfum í kjölfarið. Tveimur dögum síðar svipti Sólon sig lífi. Þá hafi hann verið látinn fljúga þrátt fyrir að vera vansvefta og með stuttan þráð vegna málsins.

Innlent

Al­þingi kemur saman á ný eftir páska­frí

Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá.

Innlent

Réðust á tvo menn á göngu

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var meðal annars kölluð út vegna líkamsárásar, rúðubrots á skemmtistað, hópslagsmála og ofurölvi ferðamanns í gærkvöldi og í nótt.

Innlent

Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins

Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu.

Innlent

Höllu dreymir um að fá gróður­hús á Bessa­staði

Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld.

Innlent

Geð­heil­brigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa

Að láta hælisleitendur sem vísa á úr landi sæta einangrun í fangelsum er versta úrræðið sem hægt er að bjóða þeim uppá. Þetta segir teymisstjóri geðheilsuteymis fanga sem segir andlega heilsu fólksins afar slæma. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Innlent

Á­ætlun Trump gangi engan veginn upp

Hagkerfið er byrjað að kólna og gæti stefnt í kreppu sem að mestu má rekja til breyttrar en óljósrar stefnu Bandaríkjastjórnar í efnahags- og tollamálum. Þetta segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Innlent

Vill selja bílastæða­hús borgarinnar og Iðnó

Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún  selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar.

Innlent

Ráða­menn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS

Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna.

Innlent

Amman hand­leggs­brotin eftir hundsbit með barna­barnið í göngu­túr

Kona á göngu í Árbænum með ungbarn og lítinn hund lenti í því að hundur af tegundinni husky réðst að henni. Hún handleggsbrotnaði við bitið og þarf að gangast undir aðgerð. Dóttir hennar ber engan kala til eigandans en gerir ákall eftir því að ýtt verði undir upplýsingaskyldu hundaræktenda og að hundaþjálfunarnámskeið verði gerð að skyldu fyrir hundaeigendur. 

Innlent

„Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“

Það getur verið gríðarlega erfitt að ala upp barn með einhverfu í samfélagi þar sem skilningur og umburðarlyndi eru ekki sjálfgefin gildi. Sæunn Harpa Kristjánsdóttir þekkir það af eigin raun. Hún er móðir Héðins Dags, 14 ára drengs sem greindur er með dæmigerða einhverfu, ADHD, málþroskaröskun, þroskaröskun og tourette, og er með félagsþroska á við tíu ára barn.

Innlent

Töldu Akur­eyringa ekki reka alvöruflugfélag

Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi.

Innlent

Hefur á­hyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt

Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands hefur áhyggjur af rekstri skólans í höndum Rafmenntar. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör hvers vegna skólinn fékk ekki að verða að háskóla eða hvers vegna hann fékk ekki fjármnuni frá ríkinu eins og lofað var.

Innlent

Vita ekki hver á­hrif fyrirætlanna Meta verða

Tæknifyrirtækið Meta hyggst nota opinbert efni notenda sinna á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram til að þjálfa gervigreind. Forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til að hafa varann á hvað það birti á samfélagsmiðlum. Hún ætlar sjálf að afþakka að efnið hennar verði notað en fólk þurfa taka sjálfstæða ákvörðun.

Innlent

Rukkaði konuna fyrir heim­ferðina eftir að hafa nauðgað henni

Leigubílstjóri sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrr í mánuðinum fyrir nauðgun, fór í Hagkaup til að kaupa verjur meðan vinur hans nauðgaði konunni í íbúð sinni í bílskúr í Kópavogi. Eftir að þeir höfðu báðir brotið á konunni í umræddri íbúð ók leigubílstjórinn henni heim og rukkaði hana fyrir farið. 

Innlent