Innlent Fall Play frá öllum hliðum Flugfélagið Play er gjaldþrota og hætti starfsemi í morgun. Fjögur hundruð manns misstu vinnuna og þúsundir ferðamanna hafa verið strandaglópar í dag. Forstjóri félagsins telur óvægna umræðu og deilur við starfsfólk meðal þess sem varð félaginu af falli. Innlent 29.9.2025 18:19 Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Innlent 29.9.2025 18:16 Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Fertugur Spánverji, Kendry Ariel Agramonte Moreta, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir tilraun til innflutnings á tæpum þremur kílóum af kókaíni. Fyrir dómi sagðist hann ekkert hafa vitað af innflutningnum en dómari taldi frásögn hans ótrúverðuga og að engu hafandi við úrlausn málsins. Innlent 29.9.2025 17:13 Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. Innlent 29.9.2025 17:08 Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gekk á fund atvinnuráðherra í morgun þar sem hann óskaði eftir lausn frá embætti. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra að auglýsa stöðu forstjóra. Þorsteinn segir ljóst að hann njóti ekki trausts ráðherra til að gegna stöðunni áfram og því sé betra að annar taki við sem fyrst. Innlent 29.9.2025 14:46 Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Meginorsök banaslyss sem varð á Skagavegi í september á síðasta ári var að ökumaður missti stjórn á bílnum í beygju á malarvegi, ók á vegrið einbreiðrar brúar, og hafnaði á hvolfi út í á. Ökumaðurinn, sem 34 ára karlmaður frá Hong Kong, lést í slysinu en farþeginn slasaðist lítið. Innlent 29.9.2025 14:33 Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Nokkur ringulreið skapaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að óvænt var tilkynnt að starfsemi flugfélagsins Play hafi verið hætt. Innlent 29.9.2025 13:11 Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Lýðheilsuvísar 2025 verða kynntir á fundi í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði milli klukkan 13 og 15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilanum að neðan. Innlent 29.9.2025 12:33 Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir. Innlent 29.9.2025 12:05 „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ „Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi. Innlent 29.9.2025 11:45 Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Í hádegisfréttum okkar verður mesta púðrið sett í umfjöllun um endalok flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í morgun. Innlent 29.9.2025 11:40 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. Innlent 29.9.2025 11:30 Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. Innlent 29.9.2025 10:44 Bílstjórinn þrettán ára Ökumaðurinn sem ók bílnum sem valt á mótum Miklubrautar og Vesturlandsvegar í Reykjavík eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglu af um hádegisbil í gær, er þrettán ára. Innlent 29.9.2025 08:34 Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Þrír gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið en 58 mál voru skráð í kerfi lögreglunnar á vaktinni í nótt. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu. Innlent 29.9.2025 06:24 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. Innlent 28.9.2025 21:20 Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. Innlent 28.9.2025 21:11 Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Ungabörn og tónlist virka vel saman og ekki síst þegar fiðluleikur er í boði en tónlistarkennari í Kópavogi fær allt að niður í þriggja mánaða börn til að spila á fiðlu með sér. Innlent 28.9.2025 20:04 „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Brasilískri konu var á fimmtudag vísað frá á landamærum Íslands þegar hún kom hingað til lands til að hitta vinafólk sitt. Lögreglan vildi meina að hún gæti ekki sannað að hún væri hér í lögmætum tilgangi en lögmaður konunnar segir frávísunina ólögmæta enda hafi konan haft nægileg gögn því til marks. Hann telur þann aukna þunga sem lögregla leggur á frávísanir farinn að bitna á saklausum ferðamönnum. Innlent 28.9.2025 19:49 „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Íbúi á Stöðvarfirði segist langþreytt eftir að hafa neyðst til að sjóða allt sitt neysluvatn í tvo mánuði. Hún biðlar til stjórnvalda að taka málum er varða neysluvatn alvarlega og segir ljóst að eitthvað þurfi að breytast. Innlent 28.9.2025 19:27 Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Þrír unglingar voru fluttir á spítala eftir bílveltu í Ártúnsbrekku á tólfta tímanum í dag. Sex börn voru í bílnum, en aðeins fimm sæti, og ökumaðurinn reyndist án ökuréttinda þegar lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför. Innlent 28.9.2025 19:09 Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Fjórir voru drepnir og fjölmargir særðust í umfangsmiklum loftárásum Rússa á Úkraínu. Viðkvæmur öryggisbúnaður í stærsta kjarnorkuveri landsins veldur áhyggjum, en það hefur verið ótengt rafmagni í fimm daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 28.9.2025 18:14 Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Áttatíu tonna trébátur sökk í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld og líkt og greint hefur verið frá eru tildrögin til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta er hins vegar í annað sinn á síðustu fimm árum sem þessi sami bátur sekkur bundinn við bryggju og í fyrra skiptið fannst engin skýring á því af hverju hann sökk. Innlent 28.9.2025 16:36 Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Drukkinn ökumaður keyrði á fleygiferð aftan í kyrrstæðan bíl á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavíkur um þrjúleytið. Enginn hefur verið fluttur á sjúkrahús. Innlent 28.9.2025 15:13 Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Það verður mikið um að vera í Háskólanum á Akureyri í næstu viku, því þar fer fram stór lögregluráðstefna þar sem þemað er „Spennulækkun“. Í dag stunda um tvö hundruð nemendur lögreglunám við skólann, sem er mesti fjöldi. Innlent 28.9.2025 14:03 Skora á Snorra að gefa kost á sér Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skorar á Snorra Másson að gefa kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins á komandi landsþingi. Um þetta ályktaði stjórnin í dag en landsþing flokksins fer fram 10. til 12. október næstkomandi. Innlent 28.9.2025 13:15 Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Minnst þrír voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar eftir bílveltu í Ártúnsbrekkunni stuttu fyrir hádegi í dag. Bíllinn hafnaði á hvolfi utan í ljósastaur eftir að hann reyndi að stinga lögreglu af. Innlent 28.9.2025 13:00 Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Innlent 28.9.2025 12:20 Lögreglan með málið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nú með til rannsóknar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi þar sem bátur sökk en hann var bundinn við Óseyjarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Lögreglan bíður þess að báturinn verði hífður á land til að rannsaka málið frekar. Innlent 28.9.2025 11:52 Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í Auðbrekku í Kópavogi í gær. Lögreglufulltrúi segir að áfram verði grannt fylgst með Vítisenglum en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 28.9.2025 11:41 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Fall Play frá öllum hliðum Flugfélagið Play er gjaldþrota og hætti starfsemi í morgun. Fjögur hundruð manns misstu vinnuna og þúsundir ferðamanna hafa verið strandaglópar í dag. Forstjóri félagsins telur óvægna umræðu og deilur við starfsfólk meðal þess sem varð félaginu af falli. Innlent 29.9.2025 18:19
Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Innlent 29.9.2025 18:16
Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Fertugur Spánverji, Kendry Ariel Agramonte Moreta, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir tilraun til innflutnings á tæpum þremur kílóum af kókaíni. Fyrir dómi sagðist hann ekkert hafa vitað af innflutningnum en dómari taldi frásögn hans ótrúverðuga og að engu hafandi við úrlausn málsins. Innlent 29.9.2025 17:13
Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. Innlent 29.9.2025 17:08
Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gekk á fund atvinnuráðherra í morgun þar sem hann óskaði eftir lausn frá embætti. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra að auglýsa stöðu forstjóra. Þorsteinn segir ljóst að hann njóti ekki trausts ráðherra til að gegna stöðunni áfram og því sé betra að annar taki við sem fyrst. Innlent 29.9.2025 14:46
Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Meginorsök banaslyss sem varð á Skagavegi í september á síðasta ári var að ökumaður missti stjórn á bílnum í beygju á malarvegi, ók á vegrið einbreiðrar brúar, og hafnaði á hvolfi út í á. Ökumaðurinn, sem 34 ára karlmaður frá Hong Kong, lést í slysinu en farþeginn slasaðist lítið. Innlent 29.9.2025 14:33
Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Nokkur ringulreið skapaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að óvænt var tilkynnt að starfsemi flugfélagsins Play hafi verið hætt. Innlent 29.9.2025 13:11
Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Lýðheilsuvísar 2025 verða kynntir á fundi í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði milli klukkan 13 og 15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilanum að neðan. Innlent 29.9.2025 12:33
Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir. Innlent 29.9.2025 12:05
„Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ „Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi. Innlent 29.9.2025 11:45
Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Í hádegisfréttum okkar verður mesta púðrið sett í umfjöllun um endalok flugfélagsins Play sem tilkynnt var um í morgun. Innlent 29.9.2025 11:40
Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. Innlent 29.9.2025 11:30
Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu. Innlent 29.9.2025 10:44
Bílstjórinn þrettán ára Ökumaðurinn sem ók bílnum sem valt á mótum Miklubrautar og Vesturlandsvegar í Reykjavík eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglu af um hádegisbil í gær, er þrettán ára. Innlent 29.9.2025 08:34
Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Þrír gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið en 58 mál voru skráð í kerfi lögreglunnar á vaktinni í nótt. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu. Innlent 29.9.2025 06:24
29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sérfræðingur í jákvæðri sálfræði segir það skiljanlegt að fleiri kjósi einveru með ári hverju. Það þurfi ekki að vera skaðlegt og mikilvægt að gera greinarmun á einmanaleika og einveru. Innlent 28.9.2025 21:20
Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. Innlent 28.9.2025 21:11
Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Ungabörn og tónlist virka vel saman og ekki síst þegar fiðluleikur er í boði en tónlistarkennari í Kópavogi fær allt að niður í þriggja mánaða börn til að spila á fiðlu með sér. Innlent 28.9.2025 20:04
„Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Brasilískri konu var á fimmtudag vísað frá á landamærum Íslands þegar hún kom hingað til lands til að hitta vinafólk sitt. Lögreglan vildi meina að hún gæti ekki sannað að hún væri hér í lögmætum tilgangi en lögmaður konunnar segir frávísunina ólögmæta enda hafi konan haft nægileg gögn því til marks. Hann telur þann aukna þunga sem lögregla leggur á frávísanir farinn að bitna á saklausum ferðamönnum. Innlent 28.9.2025 19:49
„Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Íbúi á Stöðvarfirði segist langþreytt eftir að hafa neyðst til að sjóða allt sitt neysluvatn í tvo mánuði. Hún biðlar til stjórnvalda að taka málum er varða neysluvatn alvarlega og segir ljóst að eitthvað þurfi að breytast. Innlent 28.9.2025 19:27
Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Þrír unglingar voru fluttir á spítala eftir bílveltu í Ártúnsbrekku á tólfta tímanum í dag. Sex börn voru í bílnum, en aðeins fimm sæti, og ökumaðurinn reyndist án ökuréttinda þegar lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför. Innlent 28.9.2025 19:09
Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Fjórir voru drepnir og fjölmargir særðust í umfangsmiklum loftárásum Rússa á Úkraínu. Viðkvæmur öryggisbúnaður í stærsta kjarnorkuveri landsins veldur áhyggjum, en það hefur verið ótengt rafmagni í fimm daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 28.9.2025 18:14
Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Áttatíu tonna trébátur sökk í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld og líkt og greint hefur verið frá eru tildrögin til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta er hins vegar í annað sinn á síðustu fimm árum sem þessi sami bátur sekkur bundinn við bryggju og í fyrra skiptið fannst engin skýring á því af hverju hann sökk. Innlent 28.9.2025 16:36
Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Drukkinn ökumaður keyrði á fleygiferð aftan í kyrrstæðan bíl á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavíkur um þrjúleytið. Enginn hefur verið fluttur á sjúkrahús. Innlent 28.9.2025 15:13
Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Það verður mikið um að vera í Háskólanum á Akureyri í næstu viku, því þar fer fram stór lögregluráðstefna þar sem þemað er „Spennulækkun“. Í dag stunda um tvö hundruð nemendur lögreglunám við skólann, sem er mesti fjöldi. Innlent 28.9.2025 14:03
Skora á Snorra að gefa kost á sér Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skorar á Snorra Másson að gefa kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins á komandi landsþingi. Um þetta ályktaði stjórnin í dag en landsþing flokksins fer fram 10. til 12. október næstkomandi. Innlent 28.9.2025 13:15
Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Minnst þrír voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar eftir bílveltu í Ártúnsbrekkunni stuttu fyrir hádegi í dag. Bíllinn hafnaði á hvolfi utan í ljósastaur eftir að hann reyndi að stinga lögreglu af. Innlent 28.9.2025 13:00
Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Innlent 28.9.2025 12:20
Lögreglan með málið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nú með til rannsóknar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi þar sem bátur sökk en hann var bundinn við Óseyjarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Lögreglan bíður þess að báturinn verði hífður á land til að rannsaka málið frekar. Innlent 28.9.2025 11:52
Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í Auðbrekku í Kópavogi í gær. Lögreglufulltrúi segir að áfram verði grannt fylgst með Vítisenglum en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 28.9.2025 11:41