Kennsla í trúðslátum 14. júní 2004 00:01 Trúðurinn Julien Cottereau er á leið til landsins. Tilefnið er trúðanámskeið sem Hrókur alls fagnaðar mun halda. Julien er heimsfrægur trúður og hefur meðal annars starfað í Sólarsirkusnum og með "Trúðum án landamæra" sem er ekki ósvipuð hreyfing og "Læknar án landamæra". Trúðarnir ferðast um svæði þar sem stríðsástand ríkir eða hörmungar eru nýafstaðnar og leggja sig fram við að létta líf barna á svæðinu, hjálpa þeim að hlæja og gleyma um stund köldum veruleikanum. Julien ætlar þó ekki að skemmta börnum hér á landi því nú gefst fullorðnum tækifæri á að kynna sér trúðatæknina og kynnast trúðinum sem býr innra með þeim. Nemandinn á að fá tækifæri til að kynnast sínu sérsviði og þroska það undir handleiðslu Juliens. Að sögn aðstandenda námskeiðsins gefur það að vera trúður tækifæri til að kanna öll listform svo sem að vera dansari, söngvari, tónlistarmaður, leikari og höfundur. En einnig gefur trúðurinn manni tækifæri á að samtvinna öll þessi listrænu svið í eitt, það er að segja trúðinn. Julien er búsettur í París og starfar þar bæði sem leikari og trúður en hann kemur jafnt fram í kvikmyndum og á sviði. Hann fór meðal annars með hlutverk í kvikmynd Sólveigar Anspach "Hertu upp hugann". Námskeiðið verður í Galleríi Skugga og hefst það 21. júní. Aðeins tólf þátttakendur komast að á námskeiðinu en það mun fara fram á ensku. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Trúðurinn Julien Cottereau er á leið til landsins. Tilefnið er trúðanámskeið sem Hrókur alls fagnaðar mun halda. Julien er heimsfrægur trúður og hefur meðal annars starfað í Sólarsirkusnum og með "Trúðum án landamæra" sem er ekki ósvipuð hreyfing og "Læknar án landamæra". Trúðarnir ferðast um svæði þar sem stríðsástand ríkir eða hörmungar eru nýafstaðnar og leggja sig fram við að létta líf barna á svæðinu, hjálpa þeim að hlæja og gleyma um stund köldum veruleikanum. Julien ætlar þó ekki að skemmta börnum hér á landi því nú gefst fullorðnum tækifæri á að kynna sér trúðatæknina og kynnast trúðinum sem býr innra með þeim. Nemandinn á að fá tækifæri til að kynnast sínu sérsviði og þroska það undir handleiðslu Juliens. Að sögn aðstandenda námskeiðsins gefur það að vera trúður tækifæri til að kanna öll listform svo sem að vera dansari, söngvari, tónlistarmaður, leikari og höfundur. En einnig gefur trúðurinn manni tækifæri á að samtvinna öll þessi listrænu svið í eitt, það er að segja trúðinn. Julien er búsettur í París og starfar þar bæði sem leikari og trúður en hann kemur jafnt fram í kvikmyndum og á sviði. Hann fór meðal annars með hlutverk í kvikmynd Sólveigar Anspach "Hertu upp hugann". Námskeiðið verður í Galleríi Skugga og hefst það 21. júní. Aðeins tólf þátttakendur komast að á námskeiðinu en það mun fara fram á ensku.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira