Einyrki ársins 2004 15. júní 2004 00:01 "Ég er búinn að vera sjómaður í 27 ár og hef kynnst því áður að vinna allan sólarhringinn. Sú reynsla hefur nýst vel síðustu vikurnar því salan á kartöflukökunum hefur gengið ævintýralega," segir Auðunn Helgi Herlufsen hjá Drangabakstri en hann var valinn "einyrki ársins" á heimasíðu sýningarinnar Matur 2004. Auðunn hóf að baka kartöflukökur undir merkjum Drangabaksturs dag einn í febrúar sl. og nú eru þær komnar í flesta stórmarkaði bæjarins og einnig til Akureyrar, Akraness, Njarðvíkur og Selfoss. Kartöflukökurnar eru að sjálfsögðu búnar til úr kartöflum en einnig koma súrmjólk, hveitiklíð og fleiri hráefnistegundir við sögu. Þær eru bakaðar á eldavélarhellu og snæddar með smjöri og áleggi, einnig eru þær góðar af grillinu, sem meðlæti með súpum og sem pizzubotnar. Auðunn gerir allt sjálfur, bakar, keyrir út, kynnir vöruna og sér um bókhaldið auk þess að hafa teiknað lógó fyrirtækisins. Reyndar fær hann hjálp við baksturinn og einnig nýtur hann aðstoðar ötullar móður sinnar, Þorbjargar Samúelsdóttur sem er "ein þeirra kvenna sem aldrei fellur verk úr hendi," svo notuð séu orð hans. Frá henni og formæðrum hennar er uppskriftin líka komin sem liggur að baki velgengninni. Uppruninn er á Dröngum í Strandarsýslu og nafn fyrirtækisins og lógó eru þeim til heiðurs. "Drangar eru magnaður staður og mér finnst eins og æðri máttarvöld séu fyrirtækinu hliðholl," segir hann og lýsir gangi mála. "Þetta byrjaði allt með sýningunni Matur 2004. Ég var á rúntinum á mánudegi þegar ég heyrði um þessa einyrkjadeild þar, tók vinkilbeygju og skráði mig. Hafði stofnað fyrirtækið á föstudeginum áður og var hvorki kominn með húsnæði né vélar en sýningin átti að hefjast þremur dögum seinna. Ég fékk húsnæði á miðvikudeginum og þann dag sá ég auglýsta flatningsvél í bakaríi í Ólafsvík, hringdi vestur og vélarnar voru komnar fyrir hádegi daginn eftir. Mamma var tilbúin með degið, við byrjuðum að baka klukkan eitt og ég var mættur kl. fjögur á sýninguna með fyrstu kökurnar í hitakassa. Þær slógu í gegn. Klukkan hálf sjö á mánudagsmorgninum eftir sýninguna hringdi fyrsti viðskiptavinurinn og síðan hefur þetta ekki stoppað." Matur Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Ég er búinn að vera sjómaður í 27 ár og hef kynnst því áður að vinna allan sólarhringinn. Sú reynsla hefur nýst vel síðustu vikurnar því salan á kartöflukökunum hefur gengið ævintýralega," segir Auðunn Helgi Herlufsen hjá Drangabakstri en hann var valinn "einyrki ársins" á heimasíðu sýningarinnar Matur 2004. Auðunn hóf að baka kartöflukökur undir merkjum Drangabaksturs dag einn í febrúar sl. og nú eru þær komnar í flesta stórmarkaði bæjarins og einnig til Akureyrar, Akraness, Njarðvíkur og Selfoss. Kartöflukökurnar eru að sjálfsögðu búnar til úr kartöflum en einnig koma súrmjólk, hveitiklíð og fleiri hráefnistegundir við sögu. Þær eru bakaðar á eldavélarhellu og snæddar með smjöri og áleggi, einnig eru þær góðar af grillinu, sem meðlæti með súpum og sem pizzubotnar. Auðunn gerir allt sjálfur, bakar, keyrir út, kynnir vöruna og sér um bókhaldið auk þess að hafa teiknað lógó fyrirtækisins. Reyndar fær hann hjálp við baksturinn og einnig nýtur hann aðstoðar ötullar móður sinnar, Þorbjargar Samúelsdóttur sem er "ein þeirra kvenna sem aldrei fellur verk úr hendi," svo notuð séu orð hans. Frá henni og formæðrum hennar er uppskriftin líka komin sem liggur að baki velgengninni. Uppruninn er á Dröngum í Strandarsýslu og nafn fyrirtækisins og lógó eru þeim til heiðurs. "Drangar eru magnaður staður og mér finnst eins og æðri máttarvöld séu fyrirtækinu hliðholl," segir hann og lýsir gangi mála. "Þetta byrjaði allt með sýningunni Matur 2004. Ég var á rúntinum á mánudegi þegar ég heyrði um þessa einyrkjadeild þar, tók vinkilbeygju og skráði mig. Hafði stofnað fyrirtækið á föstudeginum áður og var hvorki kominn með húsnæði né vélar en sýningin átti að hefjast þremur dögum seinna. Ég fékk húsnæði á miðvikudeginum og þann dag sá ég auglýsta flatningsvél í bakaríi í Ólafsvík, hringdi vestur og vélarnar voru komnar fyrir hádegi daginn eftir. Mamma var tilbúin með degið, við byrjuðum að baka klukkan eitt og ég var mættur kl. fjögur á sýninguna með fyrstu kökurnar í hitakassa. Þær slógu í gegn. Klukkan hálf sjö á mánudagsmorgninum eftir sýninguna hringdi fyrsti viðskiptavinurinn og síðan hefur þetta ekki stoppað."
Matur Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira