Uppskriftir frá Gallerý fisk 18. júní 2004 00:01 Nokkrar uppskriftir frá Kristófer hjá Gallerý fiski Camembertfyllt og basilhjúpuð stórlúða 1,2 kíló stórlúða með beini Hálft stykki Camembert-ostur Hálft búnt af fersku basil Einn desilítri góð olía, ekki of bragðmikil Smá hvítlaukur Salt og pipar Aðferð Fisksalar í Gallerý fiski úrbeina lúðuna, haldið roðinu en snyrtið að öðru leyti lúðuna. Merjið saman í olíuna hvítlaukinn og basillaufin. Leggið lúðustykkin á roðið og skerið vasa sem nær niður að roði, fyllið með sneiðum af camembert. Penslið með olíunni og byrjið að grilla. Snúið stykkinu þegar osturinn er farinn að bráðna og góður litur er kominn á lúðuna. Grillið á hinni hliðinni þannig að þar komi einnig fallegar rendur eftir grillið. Penslið lúðuna beggja vegna með olíunni og kryddið með salti og pipar. Gott er að bera fram með þessu ferskt salat með rauðlauk, blaðlauk, tómötum og fetaosti, ferska kalda sósu og bakaðar kartöflur. 8-900 grömm laxaflök, roðlaus eða með roði Ein teskeið maukaður chilli eða ferskur Ein teskeið maukaður engifer eða ferskur Ein teskeið maukaður hvítlaukur eða ferskur (hægt er að kaupa mikið af þessum kryddum/grænmeti maukað í krukku) Einn desilítri olía, ekki of bragðmikil Salt og pipar Aðferð Maukið kryddjurtirnar og blandið saman í olíuna. Skerið laxinn í nettar steikur cirka tvær á mann. Penslið með olíu og grillið á heitu grilli. Lækkið hitann eftir 1-2 mínútur. Snúið og penslið með kryddolíunni. Saltið og piprið eftir smekk. Einnig er gott að skipta út chilli með maukuðum kóríander eða jafnvel að bæta því við. Grilluð fiskispjót með grænmeti 300 grömm skötuselur 300 grömm lax 300 grömm hlýri eða lúða Nokkrir heilir sveppir Nokkrar þykkar hálfsneiðar af kúrbít Nokkrar þykkar hálfsneiðar af eggaldini Nokkrar sneiðar af sítrónu eða lime Nokkrir bitar af rauðri eða grænni papriku Góð og bragðmikil grillolía t.d. frá Pottagöldrum (kebab) Aðferð Skerið fiskinn í nokkuð stóra bita, sirka 3x3 sentimetra, og veltið upp úr grillolíunni. Þræðið upp á spjót til skiptis einn til tvo bita af grænmeti og svo fisk. Penslið með grillolíunni og grillið fyrst á miklum hita og svo lækkað eftir eina til tvær mínútur og snúið. Penslið með olíunni nokkrum sinnum meðan eldað er. Saltið og piprið eftir smekk. Gott grillgrænmeti er: Kúrbítur, sveppir, eggaldin, paprika, tómatar, rauðlaukur, ananas, kartöflur og nánast allt grænmeti nema baunir (þær vilja detta svo á milli ristanna). Heppilegast er að skera eggaldin í þykkar sneiðar og salta létt og þerra eftir 15-20 mínútur. Þannig kemur bragð eggaldinsins best fram. Matur Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Nokkrar uppskriftir frá Kristófer hjá Gallerý fiski Camembertfyllt og basilhjúpuð stórlúða 1,2 kíló stórlúða með beini Hálft stykki Camembert-ostur Hálft búnt af fersku basil Einn desilítri góð olía, ekki of bragðmikil Smá hvítlaukur Salt og pipar Aðferð Fisksalar í Gallerý fiski úrbeina lúðuna, haldið roðinu en snyrtið að öðru leyti lúðuna. Merjið saman í olíuna hvítlaukinn og basillaufin. Leggið lúðustykkin á roðið og skerið vasa sem nær niður að roði, fyllið með sneiðum af camembert. Penslið með olíunni og byrjið að grilla. Snúið stykkinu þegar osturinn er farinn að bráðna og góður litur er kominn á lúðuna. Grillið á hinni hliðinni þannig að þar komi einnig fallegar rendur eftir grillið. Penslið lúðuna beggja vegna með olíunni og kryddið með salti og pipar. Gott er að bera fram með þessu ferskt salat með rauðlauk, blaðlauk, tómötum og fetaosti, ferska kalda sósu og bakaðar kartöflur. 8-900 grömm laxaflök, roðlaus eða með roði Ein teskeið maukaður chilli eða ferskur Ein teskeið maukaður engifer eða ferskur Ein teskeið maukaður hvítlaukur eða ferskur (hægt er að kaupa mikið af þessum kryddum/grænmeti maukað í krukku) Einn desilítri olía, ekki of bragðmikil Salt og pipar Aðferð Maukið kryddjurtirnar og blandið saman í olíuna. Skerið laxinn í nettar steikur cirka tvær á mann. Penslið með olíu og grillið á heitu grilli. Lækkið hitann eftir 1-2 mínútur. Snúið og penslið með kryddolíunni. Saltið og piprið eftir smekk. Einnig er gott að skipta út chilli með maukuðum kóríander eða jafnvel að bæta því við. Grilluð fiskispjót með grænmeti 300 grömm skötuselur 300 grömm lax 300 grömm hlýri eða lúða Nokkrir heilir sveppir Nokkrar þykkar hálfsneiðar af kúrbít Nokkrar þykkar hálfsneiðar af eggaldini Nokkrar sneiðar af sítrónu eða lime Nokkrir bitar af rauðri eða grænni papriku Góð og bragðmikil grillolía t.d. frá Pottagöldrum (kebab) Aðferð Skerið fiskinn í nokkuð stóra bita, sirka 3x3 sentimetra, og veltið upp úr grillolíunni. Þræðið upp á spjót til skiptis einn til tvo bita af grænmeti og svo fisk. Penslið með grillolíunni og grillið fyrst á miklum hita og svo lækkað eftir eina til tvær mínútur og snúið. Penslið með olíunni nokkrum sinnum meðan eldað er. Saltið og piprið eftir smekk. Gott grillgrænmeti er: Kúrbítur, sveppir, eggaldin, paprika, tómatar, rauðlaukur, ananas, kartöflur og nánast allt grænmeti nema baunir (þær vilja detta svo á milli ristanna). Heppilegast er að skera eggaldin í þykkar sneiðar og salta létt og þerra eftir 15-20 mínútur. Þannig kemur bragð eggaldinsins best fram.
Matur Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira