Grillað úti í náttúrunni 18. júní 2004 00:01 Ýmsum frumstæðum brögðum má beita til að gera matinn á grillinu gómsætari. Ef grillað er á ferðalögum er skemmtilegt að hafa augun opin og nota það sem hendi er næst. Maríneringar má útbúa úr nánast hverju sem er og lögurinn hefur skemmtileg áhrif á bragðið af kjötinu. Æskilegt er að láta kjötið liggja í leginum í nokkrar klukkustundir, jafnvel sólarhring, svo það verði meyrt og taki til sín bragðið. Gott er að setja kjötið ásamt maríneringunni í loftþétt plastílát og snúa því reglulega en plastpokar eru ágætis lausn líka. Í stað maríneringar má setja hvítvín, rauðvín, eplasafa, balsamedik, sítrónusafa eða annan góðan vökva í úðabrúsa og úða yfir kjötið á meðan það grillast. Það bætir bragðið og kjötið þornar síður. Ferskar kryddjurtir gefa grillkjötinu góðan keim og henta vel með kjúklingi, fiski og kjöti. Sniðugt er að skera raufir í vöðvana og fylla þá kryddjurtunum. Í útilegum eru ferskir bragðaukar á hverju strái. Birkilauf, lyng, blóðberg og aðrar jurtir úr náttúrunni gefa rammíslenskt bragð með lambakjöti. Tilvalið er að tína nokkrar hundasúrur í salatið með. Matur Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ýmsum frumstæðum brögðum má beita til að gera matinn á grillinu gómsætari. Ef grillað er á ferðalögum er skemmtilegt að hafa augun opin og nota það sem hendi er næst. Maríneringar má útbúa úr nánast hverju sem er og lögurinn hefur skemmtileg áhrif á bragðið af kjötinu. Æskilegt er að láta kjötið liggja í leginum í nokkrar klukkustundir, jafnvel sólarhring, svo það verði meyrt og taki til sín bragðið. Gott er að setja kjötið ásamt maríneringunni í loftþétt plastílát og snúa því reglulega en plastpokar eru ágætis lausn líka. Í stað maríneringar má setja hvítvín, rauðvín, eplasafa, balsamedik, sítrónusafa eða annan góðan vökva í úðabrúsa og úða yfir kjötið á meðan það grillast. Það bætir bragðið og kjötið þornar síður. Ferskar kryddjurtir gefa grillkjötinu góðan keim og henta vel með kjúklingi, fiski og kjöti. Sniðugt er að skera raufir í vöðvana og fylla þá kryddjurtunum. Í útilegum eru ferskir bragðaukar á hverju strái. Birkilauf, lyng, blóðberg og aðrar jurtir úr náttúrunni gefa rammíslenskt bragð með lambakjöti. Tilvalið er að tína nokkrar hundasúrur í salatið með.
Matur Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira