Telja takmarkanir ólýðræðislegar 29. júní 2004 00:01 Það er ólýðræðislegt, ólöglegt og ósiðlegt að setja takmarkanir af nokkru tagi um þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jónatan Þórmundsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, viðbragðshóp sérfræðinga, sem kynnti skýrslu um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir blaðamönnum í gær. Að skýrslunni unnu, auk Jónatans, Margrét Heinreksdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Ólafur Hannibalsson, Þorvaldur Gylfason og Örn Bárður Jónsson. "Þó svo að sumar takmarkanir sýnist saklausar á yfirborðinu koma þær í veg fyrir að kjósendur séu allir jafnir," sagði Jónatan. Í stjórnarskrá séu engin takmörk á kosningarétti önnur en aldur, ríkisborgararéttur og lögheimili. og því sé hæpið að rýmka megi eða þrengja þessi kosningaskilyrð við aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt stjórnarskránni. "Meginreglan er skýr samkvæmt íslenskri löggjöf og lýðræðishefð, sem og samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum: Víðtækur kosningaréttur og óheft kosningatækifæri allrar þjóðarinnar í leynilegri atkvæðagreiðslu, jafnt í almennum kosninigum sem lögbundnum þjóðaratkvæðagreiðslum, og án ósanngjarnra og ómálefnalegra skilyrða eða takmarkana," segir í skýrslunni. Jónatan benti á að í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi ekki verið minnst á atkvæðagreiðslu utan kjörstaðar. Hann sagði það brot á mannréttindum, sem og borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum þeirra kjósenda sem ekki væri gert kleift að kjósa vegna fjarveru á kjördag. Vakin var athygli á því að í hefðbundnum kosningum greiddu að jafnaði 10 prósent atkvæði utan kjörstaðar í kosningum sem fram færu að vetri til en 15-20 prósent að sumri til. Margrét Heinreksdóttir vakti athygli á því að komandi þjóðaratkvæðagreiðsla væri jafnframt prófsteinn á vilja þjóðarinnar varðandi 26. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um málskotsrétt forseta. Ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu verði lítil megi túlka það sem svo að vilji þjóðarinnar stæði til að afnema málskotsréttinn og taka ætti mið af því við endurskoðun stjórnarskrárinnar. "Þetta er úrslitaatriði um framtíðina og hvernig stjórnskipun okkar eigi að vera," sagði Margrét. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira
Það er ólýðræðislegt, ólöglegt og ósiðlegt að setja takmarkanir af nokkru tagi um þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jónatan Þórmundsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, viðbragðshóp sérfræðinga, sem kynnti skýrslu um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir blaðamönnum í gær. Að skýrslunni unnu, auk Jónatans, Margrét Heinreksdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Ólafur Hannibalsson, Þorvaldur Gylfason og Örn Bárður Jónsson. "Þó svo að sumar takmarkanir sýnist saklausar á yfirborðinu koma þær í veg fyrir að kjósendur séu allir jafnir," sagði Jónatan. Í stjórnarskrá séu engin takmörk á kosningarétti önnur en aldur, ríkisborgararéttur og lögheimili. og því sé hæpið að rýmka megi eða þrengja þessi kosningaskilyrð við aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt stjórnarskránni. "Meginreglan er skýr samkvæmt íslenskri löggjöf og lýðræðishefð, sem og samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum: Víðtækur kosningaréttur og óheft kosningatækifæri allrar þjóðarinnar í leynilegri atkvæðagreiðslu, jafnt í almennum kosninigum sem lögbundnum þjóðaratkvæðagreiðslum, og án ósanngjarnra og ómálefnalegra skilyrða eða takmarkana," segir í skýrslunni. Jónatan benti á að í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi ekki verið minnst á atkvæðagreiðslu utan kjörstaðar. Hann sagði það brot á mannréttindum, sem og borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum þeirra kjósenda sem ekki væri gert kleift að kjósa vegna fjarveru á kjördag. Vakin var athygli á því að í hefðbundnum kosningum greiddu að jafnaði 10 prósent atkvæði utan kjörstaðar í kosningum sem fram færu að vetri til en 15-20 prósent að sumri til. Margrét Heinreksdóttir vakti athygli á því að komandi þjóðaratkvæðagreiðsla væri jafnframt prófsteinn á vilja þjóðarinnar varðandi 26. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um málskotsrétt forseta. Ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu verði lítil megi túlka það sem svo að vilji þjóðarinnar stæði til að afnema málskotsréttinn og taka ætti mið af því við endurskoðun stjórnarskrárinnar. "Þetta er úrslitaatriði um framtíðina og hvernig stjórnskipun okkar eigi að vera," sagði Margrét.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Merkilegt að stöðva ekki bílinn og láta íbúa vita að hún hafi ekið á húsið“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Sjá meira