„Ástandið er að versna“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 23:39 Arnór Sigurjónsson sérfræðingur í varnarmálum ræddi hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Sérfræðingur í varnarmálum segir ljóst að með auknum hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gasa ætli Ísrael að ganga endanlega milli bols og höfuðs á Hamas-samtökunum, og reyna bjarga þeim gíslum sem enn kunnu að vera á lífi, um 25 manns. Hann segir erfitt að stunda umfangsmiklar hernaðaraðgerðir í þéttbýli á þröngu og litlu svæði eins og Gasa, og það hafi óneitanlega í för með sér mikið mannfall og mannskaða. Stjórnvöld í Ísrael hafa samþykkt hernaðaraðgerðir sem felast í aukinni viðveru hersins á Gasa. Haft er eftir heimildamönnum að Ísraelar ætli að leggja svæðið undir sig og halda því um óákveðinn tíma en talsmaður Ísraelsstjórnar hafnaði því þó í dag að um hernám væri að ræða. Tugþúsundir varaliða hafa verið kallaðir til og á myndum sem teknar voru við Gasa í dag má sjá fjölda ísraelska skriðdreka. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra staðfesti í dag að Palestínumenn á Gasa verði fluttir í þágu eigin öryggis, en tók ekki fram hvernig eða hvert. Sagt hefur verið að Ísraelar stefni að því að koma fólki fyrir á suðurhluta Gasa. Talsmaður Ísraelsstjórnar, David Mencer, segir að hernaðaraðgerðirnar séu til þess fallnar að auka þrýsting á Hamas til að láta gíslana lausa. „Í vikunni boða stjórnvöld í Ísrael tugþúsundir varaliðsmanna til herþjónustu í því skyni að styrkja og færa út aðgerðir okkar á Gasa. Ekki til að hernema svæðið, heldur til að efla hernaðaraðgerðir. Af hverju? Til að auka þrýsting á Hamas til að láta gísla okkar lausa. Á öðrum svæðum mun Ísrael tortíma öllum hryðjuverkainnviðum bæði ofan- og neðanjarðar,“ sagði David Mencer. Ný hernaðaráætlun samþykkt á fundi þjóðaröryggisráðs Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að þessar hernaðaraðgerðir séu hernaðaráætlun sem þjóðaröryggisráð Ísrael tók ákvörðun um í gær. Yfirmaður ísraelska hersins hafi talað lauslega um hana, ekki ítarlega. „En það felst meðal annars í því eins og kom fram áðan, að þeir ætla sér að ganga endanlega milli bols og höfuðs á hamas samtökunum, og þeir ætla reyna bjarga þessum gíslum sem ennþá kunnu að vera á lífi, sirka 25 manns,“ sagði hann, en hann var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafi verið talað um flutning fólks frá norðurhluta Gasa til suðurs. „Hvernig það á svo eftir að ganga fyrir sig á eftir að koma í ljós.“ Hvað bíður þessa fólks? Þetta eru ekki frábærar aðstæður sem verið er að flytja það í? „Skelfilegt var það áður og búið að vera í langan tíma, og ekki verður það skárra, því það er mjög erfitt að stunda svona umfangsmiklar hernaraðgerðir í þéttbýli á svona þröngu og litlu svæði eins og Gasa er.“ „Það hefur óneitanlega í för með sér meiri mannfall og mannskaða,“ sagði Arnór. Hann segir að blikur séu á lofti hvaða áhrif þetta muni koma til með að hafa á Ísraelsmenn burtséð frá Gasa. Flokksátökin hjá þeim séu að aukast, og yfirmaður ísraelsku öryggisþjónustunnar hafi verið að segja af sér vegna ágreinings við Netanjahú forsætisráðherra. Svo hafi Ísraelar verið að framkvæma miklar loftárásir á Jemen í dag, sem svar við eldflaugaárás Húta á aðalflugvöll Ísraela í gær. „Ástandið er bara að versna,“ sagði hann. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47 Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5. maí 2025 07:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Stjórnvöld í Ísrael hafa samþykkt hernaðaraðgerðir sem felast í aukinni viðveru hersins á Gasa. Haft er eftir heimildamönnum að Ísraelar ætli að leggja svæðið undir sig og halda því um óákveðinn tíma en talsmaður Ísraelsstjórnar hafnaði því þó í dag að um hernám væri að ræða. Tugþúsundir varaliða hafa verið kallaðir til og á myndum sem teknar voru við Gasa í dag má sjá fjölda ísraelska skriðdreka. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra staðfesti í dag að Palestínumenn á Gasa verði fluttir í þágu eigin öryggis, en tók ekki fram hvernig eða hvert. Sagt hefur verið að Ísraelar stefni að því að koma fólki fyrir á suðurhluta Gasa. Talsmaður Ísraelsstjórnar, David Mencer, segir að hernaðaraðgerðirnar séu til þess fallnar að auka þrýsting á Hamas til að láta gíslana lausa. „Í vikunni boða stjórnvöld í Ísrael tugþúsundir varaliðsmanna til herþjónustu í því skyni að styrkja og færa út aðgerðir okkar á Gasa. Ekki til að hernema svæðið, heldur til að efla hernaðaraðgerðir. Af hverju? Til að auka þrýsting á Hamas til að láta gísla okkar lausa. Á öðrum svæðum mun Ísrael tortíma öllum hryðjuverkainnviðum bæði ofan- og neðanjarðar,“ sagði David Mencer. Ný hernaðaráætlun samþykkt á fundi þjóðaröryggisráðs Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að þessar hernaðaraðgerðir séu hernaðaráætlun sem þjóðaröryggisráð Ísrael tók ákvörðun um í gær. Yfirmaður ísraelska hersins hafi talað lauslega um hana, ekki ítarlega. „En það felst meðal annars í því eins og kom fram áðan, að þeir ætla sér að ganga endanlega milli bols og höfuðs á hamas samtökunum, og þeir ætla reyna bjarga þessum gíslum sem ennþá kunnu að vera á lífi, sirka 25 manns,“ sagði hann, en hann var viðmælandi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafi verið talað um flutning fólks frá norðurhluta Gasa til suðurs. „Hvernig það á svo eftir að ganga fyrir sig á eftir að koma í ljós.“ Hvað bíður þessa fólks? Þetta eru ekki frábærar aðstæður sem verið er að flytja það í? „Skelfilegt var það áður og búið að vera í langan tíma, og ekki verður það skárra, því það er mjög erfitt að stunda svona umfangsmiklar hernaraðgerðir í þéttbýli á svona þröngu og litlu svæði eins og Gasa er.“ „Það hefur óneitanlega í för með sér meiri mannfall og mannskaða,“ sagði Arnór. Hann segir að blikur séu á lofti hvaða áhrif þetta muni koma til með að hafa á Ísraelsmenn burtséð frá Gasa. Flokksátökin hjá þeim séu að aukast, og yfirmaður ísraelsku öryggisþjónustunnar hafi verið að segja af sér vegna ágreinings við Netanjahú forsætisráðherra. Svo hafi Ísraelar verið að framkvæma miklar loftárásir á Jemen í dag, sem svar við eldflaugaárás Húta á aðalflugvöll Ísraela í gær. „Ástandið er bara að versna,“ sagði hann.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47 Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5. maí 2025 07:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Ísraelar munu ekki hörfa aftur frá Gasaströndinni, jafnvel þó gerður verður annar samningur um fangaskipti við Hamas-samtökin. Þetta segir Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra Ísrael, en hann segir að Ísraelar eigi að hætta að óttast orðið „hernám“. 5. maí 2025 11:47
Ætla að hernema Gasaströndina Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. 5. maí 2025 07:58