Virkar ríkisrekið skólakerfi? 8. júlí 2004 00:01 Skiptar skoðanir - Virkar ríkisrekið skólakerfi? Katrín Jakobsdóttir Íslenskt skólakerfi er dæmi um mjög gott opinbert kerfi. Sama hvar gripiðer niður, víða má sjá starf á heimsmælikvarða. Hins vegar hafa íslenskir frjálshyggjumenn rekið stanslausan áróður undanfarin ár fyrir nauðsyn þess að hleypa einkaaðilum inn í skólakerfið og gefið um leið í skyn að opinbera kerfið sé ófullnægjandi. Það sem þeir átta sig ekki á er að í opinberu kerfi er nóg pláss fyrir faglegt frelsi og frumkvæði. Um leið er fjárhagslegur grundvöllur kerfisins stöðugur og tryggt að allir eigi aðgang að jafngildum tækifærum til menntunar. Víða um heim eru menn að átta sig á kostum opinbers skólakerfis og nú snýst t.d. skólamálaumræða í Bandaríkjunum um nauðsyn þess að efla opinbera skóla. Haldbær rök hafa hins ekki verið færð fyrir nauðsyn þess að einkavæða skólakerfið, önnur en sömu klisjurnar um "einstaklingsframtakið" og notaðar eru í öllum öðrum málum. Nefna má ýmis dæmi úr íslensku skólakerfi sem sýna framþróun og grósku.Ýmsar frumrannsóknir í Háskóla Íslands, spennandi kennslunýjungar og einstaklingsmiðað nám í grunnskólum Reykjavíkur og mjög fjölbreyttar kennslustefnur í leikskólum um allt land þar sem sést kannski best hvernig faglegt frelsi blómstrar innan opinbera kerfisins.Friðbjörn Orri Ketilsson Alltaf má gott bæta en þeir sem þekkja íslenskt skólakerfi vita að það virkar. Án þess væri samfélag okkar allt annað. Það ætti vel flestum að vera ljóst af fréttaflutningi undanfarið af Háskóla Íslands að ríkisrekið skólakerfi er ekki vænlegt til árangurs. Biðlistar eru langir, nemendum er neitað um skólavist, harkalegar aðgangstakmarkanir eru viðhafðar, skorið er niður á ótrúlegustu stöðum og svo mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum vandræðagangi er einföld - skólakerfið er ríkisrekið. Það er eðli ríkisreksturs að einkennast af sóun og annarlegum markmiðum sem oft beinast beinlínis gegn hagsmunum nemenda. Það eru nemendur sem eru viðskiptavinir skólans og því, ef allt væri eðlilegt, ætti skólanum að vera umhugað að gera sem best við viðskiptavini sína til að tryggja að þeir haldi viðskiptum sínum áfram við skólann. Ekki þarf langa rannsókn til að sjá að þessu er öfugt farið í ríkisreknu skólakerfi. Háskólanám kostar ekki mikla peninga ef horft er til væntra tekna þeirra sem ljúka námi. Eitt ár í viðskiptafræði kostar í dag 300 þúsund á meðan eitt ár í tannlæknanámi kostar 1,7 milljón króna. Einnig skal það haft í huga að við einkavæðingu lækkar kostnaður yfirleitt verulega vegna hagkvæmari reksturs og því gætu áðurnefndar tölur lækkað talsvert. Eðlilegt er hins vegar að nemendur greiði sjálfir fyrir nám sitt þar sem það mun koma þeim sjálfum einna best í framtíðinni. Óeðlilegt er að hafnarverkamaðurinn greiði fyrir háskólagöngu forstjórasonarins. Einnig má ljóst vera að tannlæknirinn er betur í stakk búinn til að greiða fyrir nám sitt en hafnarverkamaðurinn. Þegar lánað er fyrir háskólanámi er ekki spurt um núverandi efnahag heldur væntar tekjur að námi loknu því þá hefjast endurgreiðslur, háskólanám er því öllum boðlegt þó svo að réttir aðilar beri kostnaðinn. Einkavæða ber skólakerfið svo allir fái tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir - Virkar ríkisrekið skólakerfi? Katrín Jakobsdóttir Íslenskt skólakerfi er dæmi um mjög gott opinbert kerfi. Sama hvar gripiðer niður, víða má sjá starf á heimsmælikvarða. Hins vegar hafa íslenskir frjálshyggjumenn rekið stanslausan áróður undanfarin ár fyrir nauðsyn þess að hleypa einkaaðilum inn í skólakerfið og gefið um leið í skyn að opinbera kerfið sé ófullnægjandi. Það sem þeir átta sig ekki á er að í opinberu kerfi er nóg pláss fyrir faglegt frelsi og frumkvæði. Um leið er fjárhagslegur grundvöllur kerfisins stöðugur og tryggt að allir eigi aðgang að jafngildum tækifærum til menntunar. Víða um heim eru menn að átta sig á kostum opinbers skólakerfis og nú snýst t.d. skólamálaumræða í Bandaríkjunum um nauðsyn þess að efla opinbera skóla. Haldbær rök hafa hins ekki verið færð fyrir nauðsyn þess að einkavæða skólakerfið, önnur en sömu klisjurnar um "einstaklingsframtakið" og notaðar eru í öllum öðrum málum. Nefna má ýmis dæmi úr íslensku skólakerfi sem sýna framþróun og grósku.Ýmsar frumrannsóknir í Háskóla Íslands, spennandi kennslunýjungar og einstaklingsmiðað nám í grunnskólum Reykjavíkur og mjög fjölbreyttar kennslustefnur í leikskólum um allt land þar sem sést kannski best hvernig faglegt frelsi blómstrar innan opinbera kerfisins.Friðbjörn Orri Ketilsson Alltaf má gott bæta en þeir sem þekkja íslenskt skólakerfi vita að það virkar. Án þess væri samfélag okkar allt annað. Það ætti vel flestum að vera ljóst af fréttaflutningi undanfarið af Háskóla Íslands að ríkisrekið skólakerfi er ekki vænlegt til árangurs. Biðlistar eru langir, nemendum er neitað um skólavist, harkalegar aðgangstakmarkanir eru viðhafðar, skorið er niður á ótrúlegustu stöðum og svo mætti lengi telja. Ástæðan fyrir þessum vandræðagangi er einföld - skólakerfið er ríkisrekið. Það er eðli ríkisreksturs að einkennast af sóun og annarlegum markmiðum sem oft beinast beinlínis gegn hagsmunum nemenda. Það eru nemendur sem eru viðskiptavinir skólans og því, ef allt væri eðlilegt, ætti skólanum að vera umhugað að gera sem best við viðskiptavini sína til að tryggja að þeir haldi viðskiptum sínum áfram við skólann. Ekki þarf langa rannsókn til að sjá að þessu er öfugt farið í ríkisreknu skólakerfi. Háskólanám kostar ekki mikla peninga ef horft er til væntra tekna þeirra sem ljúka námi. Eitt ár í viðskiptafræði kostar í dag 300 þúsund á meðan eitt ár í tannlæknanámi kostar 1,7 milljón króna. Einnig skal það haft í huga að við einkavæðingu lækkar kostnaður yfirleitt verulega vegna hagkvæmari reksturs og því gætu áðurnefndar tölur lækkað talsvert. Eðlilegt er hins vegar að nemendur greiði sjálfir fyrir nám sitt þar sem það mun koma þeim sjálfum einna best í framtíðinni. Óeðlilegt er að hafnarverkamaðurinn greiði fyrir háskólagöngu forstjórasonarins. Einnig má ljóst vera að tannlæknirinn er betur í stakk búinn til að greiða fyrir nám sitt en hafnarverkamaðurinn. Þegar lánað er fyrir háskólanámi er ekki spurt um núverandi efnahag heldur væntar tekjur að námi loknu því þá hefjast endurgreiðslur, háskólanám er því öllum boðlegt þó svo að réttir aðilar beri kostnaðinn. Einkavæða ber skólakerfið svo allir fái tækifæri.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar