Hjálmar draga úr slysahættu 13. október 2005 14:24 "Hingað kemur fólk með ýmsa áverka eftir reiðhjólaslys, skrámur, meiðsl og beinbrot. Jafnvel alvarlega höfuðáverka en það er sem betur fer sjaldgæft," segir Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann segir alltaf meira um reiðhjólaslys á sumrin en á öðrum árstímum enda noti fólk hjólin meira þá. Engar tölur liggja þó fyrir um tíðni þeirra á deildinni en tilfinning Jóns er sú að þeir sem noti hjálma sleppi betur frá þeim en hinir. "Það er aldrei of brýnt fyrir hjólreiðafólki að nota hjálma en mér virðist mikill misbrestur á því, einkum meðal unglinga og fullorðinna," segir hann. Jón telur börnin standa sig mun betur í þessu efni og þeir sem teljist ábyrgir foreldrar sýni gjarnan gott fordæmi og noti hjálma líka, að minnsta kosti þegar þeir séu úti að hjóla með börnunum. Lög á Íslandi kveða á um skyldu barna 15 ára og yngri til að nota reiðhjólahjálma. Þau lög voru sett fyrir hækkun sjálfræðisaldursins upp í 18 ár og voru vissulega til mikilla bóta. Börnum er hættara við slysum en fullorðnum fyrir margra hluta sakir. Þau skortir dómgreind hinna eldri, þau bera síður fyrir sig hendurnar og höfuð þeirra er þungt í hlutfalli við búkinn. Hjálmar eru samt nauðsynlegt öryggistæki fyrir hjólreiðafólk á öllum aldri að mati Jóns Baldurssonar læknis. Reiðhjólið telur hann hollt og gott farartæki og mælir með notkun þess í stað þess að ferðast um í bíl, menga andrúmsloftið og detta úr þjálfun. "Mitt hjól stendur hér fyrir utan en ég hef hjálminn inni," segir hann og kveðst búinn að nota hjólið í 15 ár. "Ég byrjaði meira að segja áður en það komst í tísku," segir hann að lokum og heldur svo áfram að hlynna að slösuðum. Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Hingað kemur fólk með ýmsa áverka eftir reiðhjólaslys, skrámur, meiðsl og beinbrot. Jafnvel alvarlega höfuðáverka en það er sem betur fer sjaldgæft," segir Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hann segir alltaf meira um reiðhjólaslys á sumrin en á öðrum árstímum enda noti fólk hjólin meira þá. Engar tölur liggja þó fyrir um tíðni þeirra á deildinni en tilfinning Jóns er sú að þeir sem noti hjálma sleppi betur frá þeim en hinir. "Það er aldrei of brýnt fyrir hjólreiðafólki að nota hjálma en mér virðist mikill misbrestur á því, einkum meðal unglinga og fullorðinna," segir hann. Jón telur börnin standa sig mun betur í þessu efni og þeir sem teljist ábyrgir foreldrar sýni gjarnan gott fordæmi og noti hjálma líka, að minnsta kosti þegar þeir séu úti að hjóla með börnunum. Lög á Íslandi kveða á um skyldu barna 15 ára og yngri til að nota reiðhjólahjálma. Þau lög voru sett fyrir hækkun sjálfræðisaldursins upp í 18 ár og voru vissulega til mikilla bóta. Börnum er hættara við slysum en fullorðnum fyrir margra hluta sakir. Þau skortir dómgreind hinna eldri, þau bera síður fyrir sig hendurnar og höfuð þeirra er þungt í hlutfalli við búkinn. Hjálmar eru samt nauðsynlegt öryggistæki fyrir hjólreiðafólk á öllum aldri að mati Jóns Baldurssonar læknis. Reiðhjólið telur hann hollt og gott farartæki og mælir með notkun þess í stað þess að ferðast um í bíl, menga andrúmsloftið og detta úr þjálfun. "Mitt hjól stendur hér fyrir utan en ég hef hjálminn inni," segir hann og kveðst búinn að nota hjólið í 15 ár. "Ég byrjaði meira að segja áður en það komst í tísku," segir hann að lokum og heldur svo áfram að hlynna að slösuðum.
Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira