Ökuþór framtíðarinnar 16. júlí 2004 00:01 Kristján Einar Kristjánsson er fimmtán ára og af mörgum talinn vera helsta framtíðarefni Íslendinga í akstursíþróttinni. Hann er langyngstur keppenda í GoKart hér á landi, byrjaði að æfa fyrir fjórum árum síðan og keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar. "Ég er búinn að vera með svakalega bíladellu alla ævi eins og reyndar öll mín fjölskylda sem tekur þátt í þessu með mér og styður vel við bakið á mér, segir hann. Kristján Friðriksson, faðir Kristjáns Einars, og afi hans, Steingrímur Ingason, eru báðir fyrrum akstursíþróttamennog kemur því ekki á óvart að hæfileikar Kristjáns séu honum í blóð bornir. "Þegar ég byrjaði fyrir fjórum árum síðan var ég á miklu minni og kraftminni bíl en ég er á núna. Þá byrjaði ég að leika mér á GoKart-brautinni í Kapelluhrauni í Hafnarfirði og fannst rosalega gaman. Síðan hefur þetta bara þróast út í það að ég fór að keppa," segir hann. Kristján Einar á erfiðan dag fyrir höndum á morgun því þá mun hann keppa í tveimur mótum, annars vegar á Íslandsmeistaramótinu í GoKart og hins vegar á Rotax-mótinu og munu tveir sigurvegarar þess móts öðlast þátttökurétt í alþjóðlegri lokakeppni sem haldin verður á Kanaríeyjum í janúar á næsta ári. "Ég hlakka bara til og kvíði ekkert fyrir þessu, það þýðir ekki neitt annars fer maður bara að gera mistök. Ég hef verið duglegur að æfa því annars nær maður ekki neinum árangri," segir hann. Í framtíðinni segist Kristján Einar hiklaust ætla að einbeita sér að akstursíþróttinni. "Það er spurning hvort maður endi sem akstursíþróttamaður eða sem liðsstjóri til að nýta þá reynslu sem maður hefur. Ég hef ekki alveg ákveðið mig en finnst ekkert ólíklegt að ég fari út í rallííþróttina," segir hann. Bílar Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Kristján Einar Kristjánsson er fimmtán ára og af mörgum talinn vera helsta framtíðarefni Íslendinga í akstursíþróttinni. Hann er langyngstur keppenda í GoKart hér á landi, byrjaði að æfa fyrir fjórum árum síðan og keppti í fyrsta skipti í fyrrasumar. "Ég er búinn að vera með svakalega bíladellu alla ævi eins og reyndar öll mín fjölskylda sem tekur þátt í þessu með mér og styður vel við bakið á mér, segir hann. Kristján Friðriksson, faðir Kristjáns Einars, og afi hans, Steingrímur Ingason, eru báðir fyrrum akstursíþróttamennog kemur því ekki á óvart að hæfileikar Kristjáns séu honum í blóð bornir. "Þegar ég byrjaði fyrir fjórum árum síðan var ég á miklu minni og kraftminni bíl en ég er á núna. Þá byrjaði ég að leika mér á GoKart-brautinni í Kapelluhrauni í Hafnarfirði og fannst rosalega gaman. Síðan hefur þetta bara þróast út í það að ég fór að keppa," segir hann. Kristján Einar á erfiðan dag fyrir höndum á morgun því þá mun hann keppa í tveimur mótum, annars vegar á Íslandsmeistaramótinu í GoKart og hins vegar á Rotax-mótinu og munu tveir sigurvegarar þess móts öðlast þátttökurétt í alþjóðlegri lokakeppni sem haldin verður á Kanaríeyjum í janúar á næsta ári. "Ég hlakka bara til og kvíði ekkert fyrir þessu, það þýðir ekki neitt annars fer maður bara að gera mistök. Ég hef verið duglegur að æfa því annars nær maður ekki neinum árangri," segir hann. Í framtíðinni segist Kristján Einar hiklaust ætla að einbeita sér að akstursíþróttinni. "Það er spurning hvort maður endi sem akstursíþróttamaður eða sem liðsstjóri til að nýta þá reynslu sem maður hefur. Ég hef ekki alveg ákveðið mig en finnst ekkert ólíklegt að ég fari út í rallííþróttina," segir hann.
Bílar Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira