Halldór vill afturkalla frumvarpið 18. júlí 2004 00:01 Framsóknarmenn eru enn á þeirri skoðun að eina lausnin á fjölmiðlamálinu sé að draga lögin til baka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Halldór Ásgrímsson þegar rætt við Davíð Oddsson um að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við neina aðra lausn í málinu. Forystumenn flokkanna skýrðu frá því fyrir helgi að lausn fyndist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að allsherjarnefnd skilaði niðurstöðum sínum. Nefndin mun hittast í dag, en að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd, er ekki búist við því að nefndin muni skila áliti sínu í dag. Hún sagði að nefndarmenn hefðu rætt saman í síma yfir helgina en vildi ekki tjá sig frekar um það hvort rætt hefði verið að draga frumvarpið til baka. Upphaflega átti nefndin að hittast klukkan 10 en í gærkvöld var fundinum frestað til klukkan 17. Bæði Davíð og Halldór eyddu helginni úti á landi, Davíð í veiði og Halldór með fjölskyldu sinni. Búist er við því að Davíð og Halldór fundi í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Margar leiðir hefðu verið ræddar og væri þetta ein þeirra. "Miðað við þau rök sem forsetinn lagði fram við synjun laganna þá er búið að breyta þeirri stjórnskipun sem við höfum haft í 60 ár og það er ekki hægt að stjórna landinu með þeim leikreglum sem hann leggur upp með," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður um hvaða lausn sjálfstæðismenn sæju á þeirri stöðu sem upp er komin í fjölmiðlamálinu. "Það hljóta allir ábyrgir þingmenn að vera að reyna að finna leið út úr þeim ógöngum sem Ólafur Ragnar Grímsson kom þjóðinni í með því að neita að undirrita þetta dægurmál." Þeir framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðust sannfærðir um það að Halldór myndi halda áfram að vinna í því að fá Sjálfstæðisflokkinn á sitt band. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Framsóknarmenn eru enn á þeirri skoðun að eina lausnin á fjölmiðlamálinu sé að draga lögin til baka. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Halldór Ásgrímsson þegar rætt við Davíð Oddsson um að Framsóknarflokkurinn muni ekki sætta sig við neina aðra lausn í málinu. Forystumenn flokkanna skýrðu frá því fyrir helgi að lausn fyndist ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir að allsherjarnefnd skilaði niðurstöðum sínum. Nefndin mun hittast í dag, en að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd, er ekki búist við því að nefndin muni skila áliti sínu í dag. Hún sagði að nefndarmenn hefðu rætt saman í síma yfir helgina en vildi ekki tjá sig frekar um það hvort rætt hefði verið að draga frumvarpið til baka. Upphaflega átti nefndin að hittast klukkan 10 en í gærkvöld var fundinum frestað til klukkan 17. Bæði Davíð og Halldór eyddu helginni úti á landi, Davíð í veiði og Halldór með fjölskyldu sinni. Búist er við því að Davíð og Halldór fundi í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins að draga fjölmiðlafrumvarpið til baka. Margar leiðir hefðu verið ræddar og væri þetta ein þeirra. "Miðað við þau rök sem forsetinn lagði fram við synjun laganna þá er búið að breyta þeirri stjórnskipun sem við höfum haft í 60 ár og það er ekki hægt að stjórna landinu með þeim leikreglum sem hann leggur upp með," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var spurður um hvaða lausn sjálfstæðismenn sæju á þeirri stöðu sem upp er komin í fjölmiðlamálinu. "Það hljóta allir ábyrgir þingmenn að vera að reyna að finna leið út úr þeim ógöngum sem Ólafur Ragnar Grímsson kom þjóðinni í með því að neita að undirrita þetta dægurmál." Þeir framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við sögðust sannfærðir um það að Halldór myndi halda áfram að vinna í því að fá Sjálfstæðisflokkinn á sitt band.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira