Grænmetisátak í uppsiglingu 22. júlí 2004 00:01 "Aðalmarkmið okkar er að sinna neytendum og anna eftirspurnum þeirra," segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri sölufélags garðyrkjumanna. Júlí er mánuður grænmetisins og uppskerutíminn stendur sem hæst. Tegundirnar eins og hnúðkál, hvítkál og kartöflur sem ræktaðar eru úti koma í verslanir á þessum tíma. Mikil söluaukning hefur orðið á íslensku grænmeti og landsmenn virðast vera meðvitaðari um góð áhrif grænmetis. "Ég held að ástæður fyrir söluaukningu á grænmeti séu margþættar en má eflaust rekja þær til lífsstílsbreytinga," segir Gunnlaugur, en Sölufélag garðyrkjumanna mun á næstunni hefja mikið grænmetisátak. "Fólk kann ekki almennilega að meðhöndla grænmeti eins og til dæmis kínakál. Við viljum hjálpa fólki og kenna fólki a vörurnar sem við seljum. Við ætlum að fara í það að dreifa uppskriftum og kynna grænmeti í verslunum. Fólk velur alltaf sömu útfærsluna í salötum og við viljum fjölga neyslutilefnum og gera þau fjölbreyttari. Síðan er í vinnslu upplýsingasíða sem væntanlega verður opnuð í sumar," segir Gunnlaugur sem er mjög bjartsýnn á framhaldið. "Við leggum áherslu á að grænmetið okkar sé ferskara, bragðbetra og hollara en annað grænmeti og við getum staðið við þær fullyrðingar. Það er ferskara því það kemur á markað samdægurs, bragðbetra því það er ræktað við íslenskar aðstæður og vex hægar og hollara því það eru engin aukaefni í því. Það er sannað mál að hægvaxta grænmeti tekur upp meiri bragðefni en annað grænmeti," segir Gunnlaugur að lokum. Matur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Aðalmarkmið okkar er að sinna neytendum og anna eftirspurnum þeirra," segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri sölufélags garðyrkjumanna. Júlí er mánuður grænmetisins og uppskerutíminn stendur sem hæst. Tegundirnar eins og hnúðkál, hvítkál og kartöflur sem ræktaðar eru úti koma í verslanir á þessum tíma. Mikil söluaukning hefur orðið á íslensku grænmeti og landsmenn virðast vera meðvitaðari um góð áhrif grænmetis. "Ég held að ástæður fyrir söluaukningu á grænmeti séu margþættar en má eflaust rekja þær til lífsstílsbreytinga," segir Gunnlaugur, en Sölufélag garðyrkjumanna mun á næstunni hefja mikið grænmetisátak. "Fólk kann ekki almennilega að meðhöndla grænmeti eins og til dæmis kínakál. Við viljum hjálpa fólki og kenna fólki a vörurnar sem við seljum. Við ætlum að fara í það að dreifa uppskriftum og kynna grænmeti í verslunum. Fólk velur alltaf sömu útfærsluna í salötum og við viljum fjölga neyslutilefnum og gera þau fjölbreyttari. Síðan er í vinnslu upplýsingasíða sem væntanlega verður opnuð í sumar," segir Gunnlaugur sem er mjög bjartsýnn á framhaldið. "Við leggum áherslu á að grænmetið okkar sé ferskara, bragðbetra og hollara en annað grænmeti og við getum staðið við þær fullyrðingar. Það er ferskara því það kemur á markað samdægurs, bragðbetra því það er ræktað við íslenskar aðstæður og vex hægar og hollara því það eru engin aukaefni í því. Það er sannað mál að hægvaxta grænmeti tekur upp meiri bragðefni en annað grænmeti," segir Gunnlaugur að lokum.
Matur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira