Vanmetum þá ekki! 9. ágúst 2004 00:01 Stuð milli stríða Þóra Tómasdóttir hugsar til innbrotsþjófa þegar hún hlustar á útvarp. Vinir mínir hafa margoft skemmt sér á minn kostnað vegna tónlistarsafns míns sem þótti bæði aumkunarvert og óviðeigandi í mannfögnuðum. Eiginhagsmunaseggirnir lögðu það í sinn vana að taka með sér tónlist þegar ég kallaði til gleðskapar í mínum húsum og hreyttu í mig ónotum ef ég vogaði mér að skella mínum diskum í tækið. En ég lái þeim það ekki lengur. Ekki eftir að kolbrjálaður eiturlyfjasjúklingur réðst inn á heimili mitt í skjóli nætur og hrifsaði með sér allt sem hann taldi verðmætt. Þar á meðal græjur, sjónvarp og alla tónlist sem ég hafði sankað að mér frá barnsaldri. Óneitanlega var missirinn sár því skömmu áður fjárfesti ég í öfundsverðu sjónvarpstæki sem strákfjandinn hafði þarna af mér. Eftir á hugsa ég skítt með tækin , bráðum verð ég mjö mjö rík og kaupi mér ný og flottari. En geisladiskarnir, maður! Þessi illræmdi innbrotsþjófur er greinilega eini maðurinn á landinu með verðmætisskyn í lagi. Enginn hefur áður kunnað svo vel að meta diskasafnið mitt að hann bryti lög til að komast yfir það. Þjófurinn og ég eigum augljóslega margt sameiginlegt, smekklegt fólk sem á við erfiða siðferðisbresti að stríða. Að minnsta kosti hugsa ég til þín í þau fáu skipti sem lögin mín hljóma í útvarpinu. Í tækinu í bílnum mínum, manstu, þar sem þú gleymdir að koma við þegar þú rændir mig! Í dag á ég tvo geisladiska sem mér voru gefnir í sárabætur eftir innbrotið, einn heitir Hresst og hinn Rólegt. Vinir mínir kvarta ekki lengur yfir tónlistinni heldur sitja þeir alvörugefnir í aftursætinu og hlusta þenkjandi á þvæluna sem ég spila fyrir þá til skiptis. Ég hef komist að raun um að innbrotsþjófar og eiturlyfjasjúklingar eru stórlega vanmetnir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun
Stuð milli stríða Þóra Tómasdóttir hugsar til innbrotsþjófa þegar hún hlustar á útvarp. Vinir mínir hafa margoft skemmt sér á minn kostnað vegna tónlistarsafns míns sem þótti bæði aumkunarvert og óviðeigandi í mannfögnuðum. Eiginhagsmunaseggirnir lögðu það í sinn vana að taka með sér tónlist þegar ég kallaði til gleðskapar í mínum húsum og hreyttu í mig ónotum ef ég vogaði mér að skella mínum diskum í tækið. En ég lái þeim það ekki lengur. Ekki eftir að kolbrjálaður eiturlyfjasjúklingur réðst inn á heimili mitt í skjóli nætur og hrifsaði með sér allt sem hann taldi verðmætt. Þar á meðal græjur, sjónvarp og alla tónlist sem ég hafði sankað að mér frá barnsaldri. Óneitanlega var missirinn sár því skömmu áður fjárfesti ég í öfundsverðu sjónvarpstæki sem strákfjandinn hafði þarna af mér. Eftir á hugsa ég skítt með tækin , bráðum verð ég mjö mjö rík og kaupi mér ný og flottari. En geisladiskarnir, maður! Þessi illræmdi innbrotsþjófur er greinilega eini maðurinn á landinu með verðmætisskyn í lagi. Enginn hefur áður kunnað svo vel að meta diskasafnið mitt að hann bryti lög til að komast yfir það. Þjófurinn og ég eigum augljóslega margt sameiginlegt, smekklegt fólk sem á við erfiða siðferðisbresti að stríða. Að minnsta kosti hugsa ég til þín í þau fáu skipti sem lögin mín hljóma í útvarpinu. Í tækinu í bílnum mínum, manstu, þar sem þú gleymdir að koma við þegar þú rændir mig! Í dag á ég tvo geisladiska sem mér voru gefnir í sárabætur eftir innbrotið, einn heitir Hresst og hinn Rólegt. Vinir mínir kvarta ekki lengur yfir tónlistinni heldur sitja þeir alvörugefnir í aftursætinu og hlusta þenkjandi á þvæluna sem ég spila fyrir þá til skiptis. Ég hef komist að raun um að innbrotsþjófar og eiturlyfjasjúklingar eru stórlega vanmetnir!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun